„Þórður Árnason (Fögruvöllum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 20: Lína 20:
4. Katrín Þórðardóttir, f. 21. október 1849, d. 20. maí 1850 „af barnaveikin“.<br>
4. Katrín Þórðardóttir, f. 21. október 1849, d. 20. maí 1850 „af barnaveikin“.<br>
5. Katrín Þórðardóttir, f. 21. júlí 1852, d. 22. janúar 1854 „af lasleika“.<br>
5. Katrín Þórðardóttir, f. 21. júlí 1852, d. 22. janúar 1854 „af lasleika“.<br>
6. Árni Þórðarson, f. 2. janúar 1855, d. 20. september 1858 „af sáraveiki“.<br>
6. Árni Þórðarson, f. 2. janúar 1855, d. 13. september 1860 „af sáraveiki“.<br>
7. Margrét Þórðardóttir, f. 26. september 1859, d. 25. júní 1860 úr „umgangsveiki“.<br>
7. Margrét Þórðardóttir, f. 26. september 1859, d. 25. júní 1860 úr „umgangsveiki“.<br>


Lína 33: Lína 33:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Tómthúsmenn]]
[[Flokkur: Tómthúsmenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 26. ágúst 2015 kl. 13:05

Þórður Árnason tómthúsmaður í Sjólyst og víðar fæddist 3. maí 1809 í Mýrdal og lést 7. september 1869.
Foreldrar hans voru Árni Guðmundsson vinnumaður í Mýrdal, f. 1779, og kona hans Margrét Sigurðardóttir vinnukona, f. 1773, d. 5. janúar 1824.

Þórður var með föður sínum í Pétursey í Mýrdal 1817-1818 eða lengur, niðursetningur á Brekkum þar 1823-1825, í Pétursey 1825- 1827, á Höfðabrekku þar 1827 og áfram, og síðar vinnumaður í Fagradal þar til 1832, á Brekkum þar 1832-1833, á Rofunum þar 1833-1834, á Lækjarbakka þar 1834-35.
Hann var kominn til Eyja 1838 og var þá vinnumaður í Kornhól og þar var Ingunn Arnórsdóttir vinnukona. Þau eignuðust 3 börn í vinnumennsku sinni 1838-1840. 1845 var hann vinnumaður í Sjólyst. Hann var tómthúsmaður á Fögruvöllum 1850, kvæntur Þórunni. Þau eignuðust 4 börn, sem dóu í æsku. Þórður missti Þórunni 1860.
Hann kvæntist Geirdísi 1863 og átti með henni Þórð 1863.
Þau voru í Þórðarhjalli 1864 með drengina Einar og Þórð hjá sér. 1866 og 1867 voru þau í Háagarði með börnin, 1868 í Ólafshúsahjalli.
Þórður lést 1869, en Geirdís lifði til 1893.

I. Barnsmóðir Þórðar að þrem börnum var Ingunn Arnórsdóttir vinnukona í Kornhól, f. 12. mars 1805, d. 4. maí 1842.<r> Börn þeirra voru:
1. Andvana stúlka, f. 6. desember 1838.
2. Ingunn Þórðardóttir, f. 28. maí 1840 í Kornhól, d. 4. júní 1840 úr ginklofa.
3. Andvana stúlka, f. 20. júní 1841.

Þórður var tvíkvæntur.
II. Fyrri kona hans, (19. maí 1849), var Þórunn Jónsdóttir húsfreyja, þá ekkja á Fögruvöllum, f. 1812, d. 30. apríl 1860.
Börn þeirra
4. Katrín Þórðardóttir, f. 21. október 1849, d. 20. maí 1850 „af barnaveikin“.
5. Katrín Þórðardóttir, f. 21. júlí 1852, d. 22. janúar 1854 „af lasleika“.
6. Árni Þórðarson, f. 2. janúar 1855, d. 13. september 1860 „af sáraveiki“.
7. Margrét Þórðardóttir, f. 26. september 1859, d. 25. júní 1860 úr „umgangsveiki“.

III. Síðari kona Þórðar, (20. nóvember 1863), var Geirdís Þórðardóttir húsfreyja, f. 1821, d. 1. febrúar 1893.
Barn þeirra var:
8. Þórður Þórðarson, f. 4. september 1863 í Kastala, d. 10. september 1902 í Vesturheimi.
Stjúpsonur Þórðar var
9. Einar Einarsson vinnumaður, f. 28. ágúst 1853, d. 9. ágúst 1888 úr holdsveiki.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.