Þórunn Jónsdóttir (Fögruvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Jónsdóttir húsfreyja á Fögruvöllum fæddist 18. febrúar 1812 á Sitjanda í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum og lést 30. apríl 1860.
Foreldrar hennar voru Jón Þorleifsson bóndi á Sitjanda, f. 1765, og kona hans Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, síðar ekkja í Ottahúsi, f. í ágúst 1779, d. 25. júní 1856.

Faðir Þóru og maður Katrínar í Ottahúsi var Jón Þorleifsson bóndi á Sitjanda, f. 1735 í Pétursey í Mýrdal.
Faðir hans var Þorleifur bóndi í Pétursey 1735, f. 1705, Jónsson prests í Meðallandsþingum, f. 1673, d. 1707, Vigfússonar prests á Felli í Mýrdal, f. 1647, d. 1731, Ísleifssonar, og fyrstu konu sr. Vigfúsar, Kristínar húsfreyju, f. (1650), d. fyrir mt 1703, Magnúsdóttur.
Móðir Þorleifs í Pétursey og kona sr. Jóns var Gróa „yngri‟ húsfreyja, f. 1677, d. 1707 í bólunni, Jónsdóttir bónda á Flögu í Skaftártungu, f. 1635, d. 1708, Fabíanssonar, og konu Jóns á Flögu, Hallgerðar húsfreyju, f. 1645, d. um 1730, Sigmundsdóttur.
Móðir Jóns Þorleifssonar og fyrri kona Þorleifs í Pétursey var Ingibjörg húsfreyja, f. 1715, Jónsdóttir, (óvíst) bónda í Reynisholti og Neðri Dal u. Eyjafjöllum, f. 1688, Oddleifssonar, f. 1641, Runólfssonar, og konu Jóns Oddleifssonar, Vigdísar húsfreyju, f. 1672, Sveinsdóttur.

Þórunn var systir Þóru Jónsdóttur húsfreyju í Ottahúsi, f. 11. september 1808, d. 14. mars 1894, konu Bjarna Magnússonar.

Þórunn var 4 ára niðursetningur á Rauðafelli u. Eyjafjöllum 1816.
Hún var vinnukona hjá Þóru systur sinni í Ottahúsi 1845, giftist Guðlaugi 1846. Þau eignuðust Guðlaug 1847. Þórunn missti Guðlaug mann sinn 1848, giftist Þórði 1849. Þau eignuðust Katrínu 1849, en hún lést 1850 og Guðlaugur dó 1851.
Þau eignuðust aðra Katrínu 1852, en hún dó 1854. Árni fæddist 1855 og dó 1858.
Margrét fæddist 1859, en Þórunn dó frá henni og Margrét var niðursetningur í Dölum við andlát 1860, tveim mánuðum eftir dauða móður sinnar.

I. Fyrri maður, (19. nóvember 1846), var Guðlaugur Guðlaugsson tómthúsmaður á Fögruvöllum, þá ekkill, f. 1788, d. 30. september 1848.
Barn þeirra var
1. Guðlaugur Guðlaugsson, f. 3. febrúar 1847, d. 30. maí 1851 úr barnaveiki.

II. Síðari maður Þórunnar, (19. maí 1849), var Þórður Árnason tómthúsmaður á Fögruvöllum og víðar, f. 3. maí 1809, d. 7. september 1869.
Börn þeirra voru:
2. Katrín Þórðardóttir, f. 21. október 1849, d. 20. maí 1850 „af barnaveikin“.
3. Katrín Þórðardóttir, f. 21. júlí 1852, d. 22. janúar 1854 „af lasleika“.
4. Árni Þórðarson, f. 2. janúar 1855, d. 13. september 1860 „af sáraveiki“.
5. Margrét Þórðardóttir, f. 26. september 1859, d. 25. júní 1860 úr „umgangsveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.