„Elín Guðmundsdóttir (Steinmóðshúsi)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Elín Guðmundsdóttir (Steinmóðshúsi)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(6 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Elín Guðmundsdóttir''' húsfreyja í [[Steinmóðshús|Steinmóðshúsi]] fæddist 27. ágúst 1796 á Hamri í Laxárdal, S-Þing og lést 8. júlí 1876.<br> | '''Elín Guðmundsdóttir''' húsfreyja í [[Steinmóðshús|Steinmóðshúsi]] fæddist 27. júlí (ágúst) 1796 á Hamri í Laxárdal, S-Þing og lést 8. júlí 1876.<br> | ||
Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Hamri, f. um 1763, d. 24. ágúst 1846 á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, Kolbeinsson bónda á Daðastöðum og Hjalla í Reykjadal, f. um 1722, Bjarnasonar bónda í Hrísgerði í Fnjóskadal, f. (1685), Kolbeinssonar, og óþekktrar konu Bjarna.<br> | Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Hamri, f. um 1763 í Kvígindisdal í S-Þing., d. 24. ágúst 1846 á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal þar, Kolbeinsson bónda á Daðastöðum og Hjalla í Reykjadal, f. um 1722, Bjarnasonar bónda í Hrísgerði og víðar í Fnjóskadal, f. (1685), Kolbeinssonar, og óþekktrar konu Bjarna.<br> | ||
Móðir Guðmundar á Hamri er ókunn.<br> | Móðir Guðmundar á Hamri er ókunn.<br> | ||
Móðir Elínar í Steinmóðshúsi og kona (1792) Guðmundar á Hamri var Guðrún húsfreyja, f. um 1762, d. 20. maí 1816 í Miðhvammi í Aðaldal, S-Þing., Ingimundardóttir.<br> | Móðir Elínar í Steinmóðshúsi og kona (1792) Guðmundar á Hamri var Guðrún húsfreyja, f. um 1762, d. 20. maí 1816 í Miðhvammi í Aðaldal, S-Þing., Ingimundardóttir.<br> | ||
Elín var í vist á nokkrum bæjum í S-Þing., á Einarsstöðum 1816 | Elín var í vist á nokkrum bæjum í S-Þing., á Einarsstöðum 1816.<br> | ||
Hún réðst vinnukona til Bjarna Thorarensens skálds um 1820. Hann var þá dómari við landsyfirréttinn. <br> | |||
Bjarni stóð á þessum árum í árangurslitlum kvonbænum meðal dætra háttsettra. Hann lagði lag sitt við Elínu, örsnauða, en bráðmyndarlega stúlku. Hann barnaði hana. Á þeim mánuðum fékk hann Hildar dóttur Boga Benediktssonar á Staðarfelli og voru nú góð ráð dýr fyrir framavonir hans. Hjá honum var vinnumaður Guðmundur Þorgeirsson, Skagfirðingur, sem honum geðjaðist vel að. Varð úr, að Guðmundur féllst á að teljast faðir barnsins og kvænast Elínu. Hún mun hafa verið lítt hrifin, en látið til leiðast. Var hún send í vist að Bakkahjáleigu í Landeyjum til að eiga barnið sem fjærst nýju konu dómarans.<br> | |||
Barnið Sigríður Guðmundsdóttir fæddist 1821 og hafði lítið sem ekkert af foreldrum sínum að segja í æsku, en var alin upp meðal vandalausra. Hún var í Bakkahjáleigu fyrsta misserið, en fór þá í fóstur að Teigi í Fljótshlíð, en húsbændur þar munu hafa verið góðkunningjar sýslumannsfjölskyldunnar á Hlíðarenda og Steinunn móðir Bjarna bjó þar enn. Bjarni mun hafa greitt með Sigríði 6 ær loðnar og lembdar ár hvert. Talið er, að greiðslan hafi komið úr búi Steinunnar á Hlíðarenda. Saga þessi er höfð eftir Sigríði, sem varð húsfreyja í Skarfanesi á Landi, kona Magnúsar Jónssonar bónda. Guðmundur Þorgeirsson heimsótti hana oft og sagði henni sögu þeirra Elínar.<br> | |||
Elín fluttist ásamt Guðmundi Þorgeirssyni frá Gufunesi að Brekkuhúsi 1821, varð húsfreyja í [[Brekkuhús]]i, í [[Kastali|Kastala]] 1823. <br> | |||
Þau eignuðust tvö börn og misstu annað þeirra úr ginklofa.<br> | |||
Hún var í [[Ömpuhjallur|Ömpuhjalli]] 1824. Þar var hún „sjálfrar sín“ og þar var einnig Steinmóður Vigfússon „sjálfs sín“, en maður hennar Guðmundur var þá í [[Hólshús|Hólskoti]]. Hún var með Guðrúnu dóttur sína hjá Steinmóði í Steinmóðshúsi 1825 og 1826, er hún ól Jóni Þorgeirssyni barn, en það dó nýfætt úr ginklofa. Hún var hjá Steinmóði 1827, er hún ól Jón með giftum manni Þorkeli Jónssyni á Vilborgarstöðum. Jón dó nokkurra daga gamall líklega úr ginklofa.<br> | |||
Elín var þá enn gift Guðmundi Þorgeirssyni. Hann fór fram á skilnað vegna hjúskaparbrota hennar. Hún viðurkenndi þau fúslega. Talið er, að hún hafi viljað vinna mikið til að losna úr hjónabandinu. Skilnaður var staðfestur 1828.<br> | |||
Þau Steinmóður bjuggu saman 1828, - og 1829, er þeim fæddist Vigfús, en hann dó nýfæddur úr ginklofa. <br> | |||
1830 var Daníel Bjarnason þar til heimilis með þeim Steinmóði. Hann var þar með þeim 1831, þegar Elín ól honum Elínu, sem dó úr ginklofa nýfædd.<br> Húsfreyja í Steinmóðshúsi var hún 1832, en þá var Daníel farinn, en kom aftur síðar. <br> | |||
Þau Steinmóður giftust 1832 og bjuggu í Steinmóðshúsi. Þau eignuðust 7 börn, misstu 3 þeirra nýfædd og a.m.k. tvö þeirra úr ginklofa. Hún bjó þar ekkja eftir Steinmóð og hjá henni voru lengi uppkomin börn hennar og barnabörn. Hún var þar búandi ekkja 1860, „lifir á handafla“, og tómthúskona þar 1870.<br> | |||
Elín lést 1876. | |||
I. Barnsfaðir Elínar var Bjarni Thorarensen amtmaður og skáld, f. 30. desember 1786, d. 24. ágúst 1841.<br> | I. Barnsfaðir Elínar var Bjarni Thorarensen landsyfirréttardómari, amtmaður og skáld, f. 30. desember 1786, d. 24. ágúst 1841.<br> | ||
Barnið var:<br> | Barnið var:<br> | ||
1. | 1. Sigríður Guðmundsdóttir (skráð dóttir Guðmundar í Kastala) húsfreyja, f. 19. apríl 1821, d. 2. apríl 1911. Hún varð kona Magnúsar Jónssonar bónda í Skarfanesi á Landi.<br> | ||
Elín var tvígift:<br> | Elín var tvígift:<br> | ||
II. Fyrri maður hennar (5. nóvember 1820) var [[Guðmundur Þorgeirsson (Kastala)| Guðmundur Þorgeirsson]] tómthúsmaður | II. Fyrri maður hennar, (5. nóvember 1820 í Gufunesi, skildu 10. ágúst 1828 í Eyjum), var [[Guðmundur Þorgeirsson (Kastala)| Guðmundur Þorgeirsson]], síðar tómthúsmaður, f. um 1779, d. 1. janúar 1853.<br> | ||
Börn þeirra voru:<br> | Börn þeirra voru:<br> | ||
2. [[ Guðrún Guðmundsdóttir (Kastala)|Guðrún Guðmundsdóttir]], f. 25. ágúst 1822 | 2. [[Guðrún Guðmundsdóttir (Kastala)|Guðrún Guðmundsdóttir]], f. 25. ágúst 1822 í Kastala. Hún fluttist úr Eyjum í Stokkseyrarsókn 1857.<br> | ||
3. Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 23. | 3. Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 23. desember 1823 í Kastala, d. 30. desember 1823 úr ginklofa.<br> | ||
III. | III. Elín átti barn með [[Jón Þorgeirsson (Oddsstöðum)|Jóni Þorgeirssyni]], síðar á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]], f. 1808.<br> | ||
Barn þeirra var<br> | |||
4. Elín Jónsdóttir, f. 3. júlí 1826, d. 10. júlí 1826 úr ginklofa.<br> | |||
IV. Elín átti barn með [[Þorkell Jónsson (Vilborgarstöðum)|Þorkeli Jónssyni]] á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], „hennar annað hórdómsbrot“, bæði öðrum gift.<br> | |||
Barnið var<br> | Barnið var<br> | ||
5. Jón Þorkelsson, f. 23. júlí 1827, d. 31. júlí 1827 „af Barnaveikin“. | |||
V. Barn átti hún með [[Daníel Bjarnason (Saurbæ)|Daníel Bjarnasyni]] „giptum“ tómthúsmanni, þá til heimilis í „Tómthúsi“ (þ.e. í Steinmóðshúsi). <br> | |||
Barn þeirra var<br> | Barn þeirra var<br> | ||
6. Elín Daníelsdóttir, f. 15. maí 1831, d. 18. maí 1831 úr ginklofa.<br> | |||
VI. Síðari maður Elínar (15. júlí 1832) var [[Steinmóður Vigfússon (Steinmóðshúsi)|Steinmóður Vigfússon]] tómthúsmaður í [[Steinmóðshús|Steinmóðshúsi]], f. 1775, d. 28. júlí 1846.<br> | |||
Börn þeirra Elínar voru:<br> | |||
7. Vigfús Steinmóðsson, f. 11. júní 1829, d. 18. júní 1829 úr ginklofa.<br> | |||
8. [[Vilborg Steinmóðsdóttir (Steinmóðshúsi)|Vilborg Steinmóðsdóttir]], f. 27. febrúar 1833, d. 3. júní 1907.<br> | |||
9. [[Jón Steinmóðsson (Steinmóðshúsi)|Jón Steinmóðsson]], f. 17. nóvember 1834, d. 28. október 1896.<br> | |||
10. [[Elín Steinmóðsdóttir (Steinmóðshúsi)|Elín Steinmóðsdóttir]], f. 26. maí 1836, d. 24. desember 1899.<br> | |||
11. Ingibjörg Steinmóðsdóttir, f. 20. nóvember 1837, d. 30. nóvember 1837 úr ginklofa.<br> | |||
12. Steinmóður Steinmóðsson, f. 5. september 1839. Mun hafa dáið ungbarn.<br> | |||
13. [[Sigríður Steinmóðsdóttir (Steinmóðshúsi)|Sigríður Steinmóðsdóttir]], f. 20. desember 1842, d. 12. febrúar 1924. <br> | |||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | ||
*Íslendingabók.is. | *Íslendingabók.is. | ||
*Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956. | *Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956. | ||
*Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur I. Guðni Jónsson. Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1940. | |||
*Laxdælir. Ábúendatal í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 1688-1990. Hallgrímur Pétursson. Reykjavík 1991. | |||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Prestþjónustubækur. | *Prestþjónustubækur. | ||
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973. | *Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973. | ||
*Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.}} | *Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Húsfreyjur]] | [[Flokkur: Húsfreyjur]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í Brekkuhúsi]] | |||
[[Flokkur: Íbúar í Steinmóðshúsi]] | [[Flokkur: Íbúar í Steinmóðshúsi]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í Kastala]] | [[Flokkur: Íbúar í Kastala]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í Ömpuhjalli]] | [[Flokkur: Íbúar í Ömpuhjalli]] |
Núverandi breyting frá og með 21. júní 2015 kl. 20:45
Elín Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinmóðshúsi fæddist 27. júlí (ágúst) 1796 á Hamri í Laxárdal, S-Þing og lést 8. júlí 1876.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Hamri, f. um 1763 í Kvígindisdal í S-Þing., d. 24. ágúst 1846 á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal þar, Kolbeinsson bónda á Daðastöðum og Hjalla í Reykjadal, f. um 1722, Bjarnasonar bónda í Hrísgerði og víðar í Fnjóskadal, f. (1685), Kolbeinssonar, og óþekktrar konu Bjarna.
Móðir Guðmundar á Hamri er ókunn.
Móðir Elínar í Steinmóðshúsi og kona (1792) Guðmundar á Hamri var Guðrún húsfreyja, f. um 1762, d. 20. maí 1816 í Miðhvammi í Aðaldal, S-Þing., Ingimundardóttir.
Elín var í vist á nokkrum bæjum í S-Þing., á Einarsstöðum 1816.
Hún réðst vinnukona til Bjarna Thorarensens skálds um 1820. Hann var þá dómari við landsyfirréttinn.
Bjarni stóð á þessum árum í árangurslitlum kvonbænum meðal dætra háttsettra. Hann lagði lag sitt við Elínu, örsnauða, en bráðmyndarlega stúlku. Hann barnaði hana. Á þeim mánuðum fékk hann Hildar dóttur Boga Benediktssonar á Staðarfelli og voru nú góð ráð dýr fyrir framavonir hans. Hjá honum var vinnumaður Guðmundur Þorgeirsson, Skagfirðingur, sem honum geðjaðist vel að. Varð úr, að Guðmundur féllst á að teljast faðir barnsins og kvænast Elínu. Hún mun hafa verið lítt hrifin, en látið til leiðast. Var hún send í vist að Bakkahjáleigu í Landeyjum til að eiga barnið sem fjærst nýju konu dómarans.
Barnið Sigríður Guðmundsdóttir fæddist 1821 og hafði lítið sem ekkert af foreldrum sínum að segja í æsku, en var alin upp meðal vandalausra. Hún var í Bakkahjáleigu fyrsta misserið, en fór þá í fóstur að Teigi í Fljótshlíð, en húsbændur þar munu hafa verið góðkunningjar sýslumannsfjölskyldunnar á Hlíðarenda og Steinunn móðir Bjarna bjó þar enn. Bjarni mun hafa greitt með Sigríði 6 ær loðnar og lembdar ár hvert. Talið er, að greiðslan hafi komið úr búi Steinunnar á Hlíðarenda. Saga þessi er höfð eftir Sigríði, sem varð húsfreyja í Skarfanesi á Landi, kona Magnúsar Jónssonar bónda. Guðmundur Þorgeirsson heimsótti hana oft og sagði henni sögu þeirra Elínar.
Elín fluttist ásamt Guðmundi Þorgeirssyni frá Gufunesi að Brekkuhúsi 1821, varð húsfreyja í Brekkuhúsi, í Kastala 1823.
Þau eignuðust tvö börn og misstu annað þeirra úr ginklofa.
Hún var í Ömpuhjalli 1824. Þar var hún „sjálfrar sín“ og þar var einnig Steinmóður Vigfússon „sjálfs sín“, en maður hennar Guðmundur var þá í Hólskoti. Hún var með Guðrúnu dóttur sína hjá Steinmóði í Steinmóðshúsi 1825 og 1826, er hún ól Jóni Þorgeirssyni barn, en það dó nýfætt úr ginklofa. Hún var hjá Steinmóði 1827, er hún ól Jón með giftum manni Þorkeli Jónssyni á Vilborgarstöðum. Jón dó nokkurra daga gamall líklega úr ginklofa.
Elín var þá enn gift Guðmundi Þorgeirssyni. Hann fór fram á skilnað vegna hjúskaparbrota hennar. Hún viðurkenndi þau fúslega. Talið er, að hún hafi viljað vinna mikið til að losna úr hjónabandinu. Skilnaður var staðfestur 1828.
Þau Steinmóður bjuggu saman 1828, - og 1829, er þeim fæddist Vigfús, en hann dó nýfæddur úr ginklofa.
1830 var Daníel Bjarnason þar til heimilis með þeim Steinmóði. Hann var þar með þeim 1831, þegar Elín ól honum Elínu, sem dó úr ginklofa nýfædd.
Húsfreyja í Steinmóðshúsi var hún 1832, en þá var Daníel farinn, en kom aftur síðar.
Þau Steinmóður giftust 1832 og bjuggu í Steinmóðshúsi. Þau eignuðust 7 börn, misstu 3 þeirra nýfædd og a.m.k. tvö þeirra úr ginklofa. Hún bjó þar ekkja eftir Steinmóð og hjá henni voru lengi uppkomin börn hennar og barnabörn. Hún var þar búandi ekkja 1860, „lifir á handafla“, og tómthúskona þar 1870.
Elín lést 1876.
I. Barnsfaðir Elínar var Bjarni Thorarensen landsyfirréttardómari, amtmaður og skáld, f. 30. desember 1786, d. 24. ágúst 1841.
Barnið var:
1. Sigríður Guðmundsdóttir (skráð dóttir Guðmundar í Kastala) húsfreyja, f. 19. apríl 1821, d. 2. apríl 1911. Hún varð kona Magnúsar Jónssonar bónda í Skarfanesi á Landi.
Elín var tvígift:
II. Fyrri maður hennar, (5. nóvember 1820 í Gufunesi, skildu 10. ágúst 1828 í Eyjum), var Guðmundur Þorgeirsson, síðar tómthúsmaður, f. um 1779, d. 1. janúar 1853.
Börn þeirra voru:
2. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 25. ágúst 1822 í Kastala. Hún fluttist úr Eyjum í Stokkseyrarsókn 1857.
3. Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 23. desember 1823 í Kastala, d. 30. desember 1823 úr ginklofa.
III. Elín átti barn með Jóni Þorgeirssyni, síðar á Oddsstöðum, f. 1808.
Barn þeirra var
4. Elín Jónsdóttir, f. 3. júlí 1826, d. 10. júlí 1826 úr ginklofa.
IV. Elín átti barn með Þorkeli Jónssyni á Vilborgarstöðum, „hennar annað hórdómsbrot“, bæði öðrum gift.
Barnið var
5. Jón Þorkelsson, f. 23. júlí 1827, d. 31. júlí 1827 „af Barnaveikin“.
V. Barn átti hún með Daníel Bjarnasyni „giptum“ tómthúsmanni, þá til heimilis í „Tómthúsi“ (þ.e. í Steinmóðshúsi).
Barn þeirra var
6. Elín Daníelsdóttir, f. 15. maí 1831, d. 18. maí 1831 úr ginklofa.
VI. Síðari maður Elínar (15. júlí 1832) var Steinmóður Vigfússon tómthúsmaður í Steinmóðshúsi, f. 1775, d. 28. júlí 1846.
Börn þeirra Elínar voru:
7. Vigfús Steinmóðsson, f. 11. júní 1829, d. 18. júní 1829 úr ginklofa.
8. Vilborg Steinmóðsdóttir, f. 27. febrúar 1833, d. 3. júní 1907.
9. Jón Steinmóðsson, f. 17. nóvember 1834, d. 28. október 1896.
10. Elín Steinmóðsdóttir, f. 26. maí 1836, d. 24. desember 1899.
11. Ingibjörg Steinmóðsdóttir, f. 20. nóvember 1837, d. 30. nóvember 1837 úr ginklofa.
12. Steinmóður Steinmóðsson, f. 5. september 1839. Mun hafa dáið ungbarn.
13. Sigríður Steinmóðsdóttir, f. 20. desember 1842, d. 12. febrúar 1924.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur I. Guðni Jónsson. Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1940.
- Laxdælir. Ábúendatal í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 1688-1990. Hallgrímur Pétursson. Reykjavík 1991.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.