„Ritverk Árna Árnasonar/Af Árna Níelssyni“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <br> <br> <br> <center> Úr fórum Árna Árnasonar</center> <big><big><center> Af Árna Níelssyni </center></big></big> Maður er nefndur Árni Níelsson, greindur vel og mi...) |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Af Árna Níelssyni“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 21: | Lína 21: | ||
::::::''„Pétur situr hátt í höllu | ::::::''„Pétur situr hátt í höllu | ||
::::::''í helvítanna krá“ | ::::::''í helvítanna krá“ | ||
„Æ, blessaðir botnið þið nú fyrir mig piltar,‟ segir Pétur til mannanna sem inni voru.<br> | „Æ, blessaðir botnið þið nú fyrir mig, piltar,‟ segir Pétur til mannanna sem inni voru.<br> | ||
::::::''„En Sigmundur er allt í öllu | ::::::''„En Sigmundur er allt í öllu | ||
::::::''andskotanum hjá,“ | ::::::''andskotanum hjá,“ | ||
gellur strax við út í horni. Þetta var þá Árni Níelsson og er sagt, að hann hafi fengið vel borgað fyrir greiðann hjá faktornum. | gellur strax við út í horni. Þetta var þá Árni Níelsson og er sagt, að hann hafi fengið vel borgað fyrir greiðann hjá faktornum. | ||
{{Árni Árnason}} | {{Árni Árnason}} |
Núverandi breyting frá og með 8. október 2013 kl. 17:12
Maður er nefndur Árni Níelsson, greindur vel og mikill hagyrðingur. Ýmsar sögur eru af honum sagðar, meðal annars þessar:
Það var einn dag að áliðnum degi, þegar flestir voru komnir að úr róðri, að Árni er staddur niðru í Sandi, sem kallað var, þegar nafni hans Árni Diðriksson, sem hrapaði í Rauf árið 1903, faðir Jóhönnu konu Gísla Lárussonar í Stakkagerði, kom að, en hann þótti vera nokkuð þaulsætinn á sjónum.
Maður nokkur, sem stóð í Sandinum hjá Árna Níelssyni sneri sér að honum og sagði: „Kveddu nú níðvísu um hann bölvaðan setuhundinn þann arna.“
Og það stóð sannarlega ekki á vísunni. Hún er svona:
- Happadrjúgur hreppstjórinn
- hölda meðal frækinn,
- seinastur og sökkhlaðinn
- syndir Árni í Lækinn.
Lækur var kallað milli bryggjanna eða fram af uppsátrinu, sem var og er austan við steinbryggjuna, (Bæjarbryggjuna.)
Það var mjög títt hér fyrr meir, að staðið var í búðum án þess að nokkuð væri verið að kaupa. Þar var hinn daglegi samkomustaður manna þar sem allar helstu fréttir voru sagðar, fyrir utan allt það, sem menn annars höfðu sér til gamans að gera.
Einu sinni var það í Austurbúðinni, að fullt var þar inni af karlmönnum að vanda. Pétur faktor Bjarnasen, d.1869, sat á borðinu fyrir framan sýningarhillurnar, sem voru innar í búðinni, og var þar eitthvað að sýsla. Kemur þá inn maður að nafni Sigmundur og var beykir, snýr sér að Pétri faktor og segir:
- „Pétur situr hátt í höllu
- í helvítanna krá“
„Æ, blessaðir botnið þið nú fyrir mig, piltar,‟ segir Pétur til mannanna sem inni voru.
- „En Sigmundur er allt í öllu
- andskotanum hjá,“
gellur strax við út í horni. Þetta var þá Árni Níelsson og er sagt, að hann hafi fengið vel borgað fyrir greiðann hjá faktornum.