„Blik 1957/Hafnsögumannsstörfin áður fyrr“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Blik 1957/Hafnsögumannsstörfin áður fyrr“ [edit=sysop:move=sysop]) |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 4: | Lína 4: | ||
[[Jón Ísak Sigurðsson|JÓN Í. SIGURÐSSON]], ''hafnsögumaður:'' | <center>[[Jón Ísak Sigurðsson|JÓN Í. SIGURÐSSON]], ''hafnsögumaður:''</center> | ||
<big><big><big><big><center>''Hafnsögumannsstörfin''<br> | |||
''áður fyrr''</center></big></big></big> | |||
<br> | <br> | ||
[[Mynd: 1957 b 87.jpg|thumb|350px]] | |||
[[Mynd: 1957 | |||
Þegar aðkomuskip áður fyrr leituðu hafnar hér í Vestmannaeyjum, voru allar aðstæður erfiðari en nú að koma þeim í höfn. Þá varð eingöngu að treysta á handaflið og árarnar svo og vélar skipanna, ef þau voru knúin vélaafli. <br> | Þegar aðkomuskip áður fyrr leituðu hafnar hér í Vestmannaeyjum, voru allar aðstæður erfiðari en nú að koma þeim í höfn. Þá varð eingöngu að treysta á handaflið og árarnar svo og vélar skipanna, ef þau voru knúin vélaafli. <br> | ||
Lína 20: | Lína 20: | ||
Árabáturinn heyrir nú gamla tímanum til.<br> | Árabáturinn heyrir nú gamla tímanum til.<br> | ||
Áður en skip þau, sem hingað komu, gátu lagzt að bryggju, voru þau, sem á innri höfnina komu, fest með járnfestum á skipalæginu. Þannig var frá festingum þessum gengið: <br> | Áður en skip þau, sem hingað komu, gátu lagzt að bryggju, voru þau, sem á innri höfnina komu, fest með járnfestum á skipalæginu. Þannig var frá festingum þessum gengið: <br> | ||
Í [[Holuklettur|Holuklett]] | Í [[Holuklettur|Holuklett]]<nowiki>*</nowiki> var fest keðja, sem lögð var inn og norður í höfnina. Önnur keðja var fest utarlega í [[Hörgaeyri|Hörgeyrargarðinn]] og lögð inn og suður í höfnina. Mynduðu keðjarnar „hanafót“, sem svo var kallaður, eða V, þar sem „opið“ sneri gegn innsiglingunni. Þar sem endar keðjanna komu saman, en það var mitt á milli Hörgeyrargarðsins (Norðurhafnargarðsins) og [[Frambryggja|Frambryggjunnar]], voru þær tengdar saman með keðjulásum. Þá voru við þessar tengingar festir tveir keðjutaumar allgildir. Á enda þessara keðjutauma voru fest dufl. Þessir keðjutaumar voru kallaðir Framtaumarnir. Voru þeir ætíð notaðir til að festa skipin að framan. Auk þess lágu skipin við anker sín. <br> | ||
Til þess að festa skipin að aftan voru lagðar keðjur eftir botni hafnarinnar í austur frá | Til þess að festa skipin að aftan voru lagðar keðjur eftir botni hafnarinnar í austur frá | ||
[[Básasker|Ytra-Básaskerinu]]. Annar endi þessara keðja var festur í Básaskerið, en í nokkurri fjarlægð frá skerinu voru þær festar við keðju, sem lá þvert um botn hafnarinnar, norður yfir [[Botninn]] í [[Löngunef]]. | [[Básasker|Ytra-Básaskerinu]]. Annar endi þessara keðja var festur í Básaskerið, en í nokkurri fjarlægð frá skerinu voru þær festar við keðju, sem lá þvert um botn hafnarinnar, norður yfir [[Botninn]] í [[Löngunef]]<nowiki>*</nowiki><nowiki>*</nowiki>. Þessi þverfesti var einnig notuð til að halda í skefjum bátafestunum, sem síðar verður minnzt á. <br> | ||
Á eystri enda áðurnefndra skipafesta, sem lágu frá Básaskerinu, voru fimm keðjutaumar með dufli á enda. Fjórir af þessum taumum náðu lítið eitt austur í höfnina í stefnu að Framtaumunum, en 5. taumurinn náði ekki eins langt austur og hinir fjórir, en var mun efnismeiri. Hann var aðallega notaður, þegar mjög stór skip komu eða vond voru veður og sérstök nauðsyn bar til að festa skipunum vel. Þessi taumur var kallaður Vesturtaumurinn, en hinir fjórir Afturtaumar. Bilið milli Fram- og Afturtauma var á að gizka 100—110 m langt. Þetta bil eða svæði var nefnt [[Skipalegan]]. Eftir botni hafnarinnar fyrir norðan Skipaleguna lágu sex festar með vissu millibili (20—23 föðmum) frá austri til vesturs eða frá Hörgeyrargarði inn í Botn. Fimm af þessum keðjum voru festar í garðinn, en sjötta festin, sú nyrzta, var fest í anker á móts við Löngunefið. Vesturendar þessara festa voru festir inn í Botni í svo kölluð „berghöld“, en þau voru ýmist stór anker, grjótfarg eða stórir staurar, sem grafnir voru niður í sandinn inni í Botni. Þessar festar voru notaðar til að leggja vélbátaflotanum við. En til þess að hægt væri að nota þær sem legufæri, varð að tengja við hverja botnfesti keðjur með vissu millibili, sem var að vísu nokkuð misjafnt. Það fór eftir stærð bátanna o.fl., t.d. mismunandi dýpi. Einnig voru þessar keðjur mismunandi langar af sömu ástæðum. <br> | Á eystri enda áðurnefndra skipafesta, sem lágu frá Básaskerinu, voru fimm keðjutaumar með dufli á enda. Fjórir af þessum taumum náðu lítið eitt austur í höfnina í stefnu að Framtaumunum, en 5. taumurinn náði ekki eins langt austur og hinir fjórir, en var mun efnismeiri. Hann var aðallega notaður, þegar mjög stór skip komu eða vond voru veður og sérstök nauðsyn bar til að festa skipunum vel. Þessi taumur var kallaður Vesturtaumurinn, en hinir fjórir Afturtaumar. Bilið milli Fram- og Afturtauma var á að gizka 100—110 m langt. Þetta bil eða svæði var nefnt [[Skipalegan]]. Eftir botni hafnarinnar fyrir norðan Skipaleguna lágu sex festar með vissu millibili (20—23 föðmum) frá austri til vesturs eða frá Hörgeyrargarði inn í Botn. Fimm af þessum keðjum voru festar í garðinn, en sjötta festin, sú nyrzta, var fest í anker á móts við Löngunefið. Vesturendar þessara festa voru festir inn í Botni í svo kölluð „berghöld“, en þau voru ýmist stór anker, grjótfarg eða stórir staurar, sem grafnir voru niður í sandinn inni í Botni. Þessar festar voru notaðar til að leggja vélbátaflotanum við. En til þess að hægt væri að nota þær sem legufæri, varð að tengja við hverja botnfesti keðjur með vissu millibili, sem var að vísu nokkuð misjafnt. Það fór eftir stærð bátanna o.fl., t.d. mismunandi dýpi. Einnig voru þessar keðjur mismunandi langar af sömu ástæðum. <br> | ||
Keðjur þessar voru settar saman af festum af mismunandi gildleika og styrk. Bar hvor festarhluti sitt nafn. Neðri hlutinn, sem var að öllum jafnaði mun gildari og um | Keðjur þessar voru settar saman af festum af mismunandi gildleika og styrk. Bar hvor festarhluti sitt nafn. Neðri hlutinn, sem var að öllum jafnaði mun gildari og um 2½ faðmur á lengd, var kallaður taumur, en efri endinn, sem festur var í bólin, var kallaður háls. Hálsinn, sem gerður var úr tveim keðjum mun grennri en taumurinn, var tengdur við hann með keðjulásum. Milli háls og taums var tengihlekkur, sem kallaður var sigurnagli. Hann hindraði, að báturinn setti snúninga á tauminn, þótt hann snerist í hringi við legufæri sitt sökum straums og misvinda. <br> | ||
Eins og áður er sagt, lágu festar yfir þveran Botninn, þvert á þær festar, sem áður voru nefndar og lágu frá austri til vesturs. Þessar þverfestar voru tvær. Lá sú ytri úr Löngunefi suður yfir Botninn, en sú innri úr Básaskerinu þvert norður yfir höfnina. Alls staðar þar sem þessar þverfestar lágu yfir festarnar frá austri til vesturs, var þversumfest og langsumfest tengd saman með keðjulásum. Þetta var gert til þess að bilið á milli austur-vestur-festanna héldist jafnt og hindraði, að bátarnir drægjust saman. <br> | Eins og áður er sagt, lágu festar yfir þveran Botninn, þvert á þær festar, sem áður voru nefndar og lágu frá austri til vesturs. Þessar þverfestar voru tvær. Lá sú ytri úr Löngunefi suður yfir Botninn, en sú innri úr Básaskerinu þvert norður yfir höfnina. Alls staðar þar sem þessar þverfestar lágu yfir festarnar frá austri til vesturs, var þversumfest og langsumfest tengd saman með keðjulásum. Þetta var gert til þess að bilið á milli austur-vestur-festanna héldist jafnt og hindraði, að bátarnir drægjust saman. <br> | ||
Fyrir sunnan skipaleguna var ein festi, sem eins var útbúin og festarnar norðan vert við skipaleguna. <br> | Fyrir sunnan skipaleguna var ein festi, sem eins var útbúin og festarnar norðan vert við skipaleguna. <br> | ||
Lína 37: | Lína 37: | ||
Nú er þetta, sem betur fer, söguþáttur liðins tíma og kemur aldrei aftur. Bættur aðbúnaður á öllum sviðum er það, sem koma skal. Gjörbreytingar og stórframfarir til bættrar aðstöðu og aukinna þæginda hér innan hafnar eru bæði lofs- og þakkarverðar. <br> | Nú er þetta, sem betur fer, söguþáttur liðins tíma og kemur aldrei aftur. Bættur aðbúnaður á öllum sviðum er það, sem koma skal. Gjörbreytingar og stórframfarir til bættrar aðstöðu og aukinna þæginda hér innan hafnar eru bæði lofs- og þakkarverðar. <br> | ||
Leiðarmerki fyrir innsiglingu inn á höfnina voru tvö. Þessi merki voru staðsett þannig: Ytra merkið var á [[Sjóbúðarklettur|Sjóbúðarkletti]]. Hann var þar sem [[Hafnarhúsið]] við Básaskersbryggju stendur nú. Innra merkið var í [[Skildingafjara|Skildingafjöru]] eða þar sem nú er fiskhús [[Von VE-115|v.b. Von II, VE 115]]. Þessi merki voru allháir ljósastaurar með rauðum ljósum, þá er þau loguðu. Er þessi merki báru saman, var þar hin rétta leið inn á höfnina milli hafnargarðanna fram hjá eyrarhálsunum. | Leiðarmerki fyrir innsiglingu inn á höfnina voru tvö. Þessi merki voru staðsett þannig: Ytra merkið var á [[Sjóbúðarklettur|Sjóbúðarkletti]]. Hann var þar sem [[Hafnarhúsið]] við Básaskersbryggju stendur nú. Innra merkið var í [[Skildingafjara|Skildingafjöru]] eða þar sem nú er fiskhús [[Von VE-115|v.b. Von II, VE 115]]. Þessi merki voru allháir ljósastaurar með rauðum ljósum, þá er þau loguðu. Er þessi merki báru saman, var þar hin rétta leið inn á höfnina milli hafnargarðanna fram hjá eyrarhálsunum. | ||
[[Mynd: 1957 | [[Mynd: 1957 b 89 AA.jpg|left|thumb|500px]] | ||
Lína 49: | Lína 49: | ||
''Þessa mynd af Vestmannaeyjahöfn birti Vitamálaskrifst. í Lögbirtingabl. í marz 1956. Vitamálastjórnin hefur vinsamlega lánað Bliki þessa mynd með því að við vitum, að allir Eyjabúar hafa ánœgju af að eiga hana og athuga vel. Hún sýnir dýpi hafnarinnar, hafnarmannvirki og athafnasvæði við höfnina. — Svo sem ljóst er, þá er höfnin og hafnarframkvœmdirnar undirstaða hins blómlega atvinnulífs í Eyjum og hinnar miklu framleiðsluorku Eyjabúa. | ''Þessa mynd af Vestmannaeyjahöfn birti Vitamálaskrifst. í Lögbirtingabl. í marz 1956. Vitamálastjórnin hefur vinsamlega lánað Bliki þessa mynd með því að við vitum, að allir Eyjabúar hafa ánœgju af að eiga hana og athuga vel. Hún sýnir dýpi hafnarinnar, hafnarmannvirki og athafnasvæði við höfnina. — Svo sem ljóst er, þá er höfnin og hafnarframkvœmdirnar undirstaða hins blómlega atvinnulífs í Eyjum og hinnar miklu framleiðsluorku Eyjabúa. | ||
Lína 70: | Lína 66: | ||
Ef ekki þótti fært út af Eiðinu vegna veðurs á vel menntum og sæmilegum árabáti, þá þótti heldur ekki kleift að sigla skipinu inn á innri höfnina af sömu ástæðum, enda þótt hásjávað væri. <br> | Ef ekki þótti fært út af Eiðinu vegna veðurs á vel menntum og sæmilegum árabáti, þá þótti heldur ekki kleift að sigla skipinu inn á innri höfnina af sömu ástæðum, enda þótt hásjávað væri. <br> | ||
Er skipið nálgaðist innsiglinguna, reyndi hafnsögumaðurinn að fara sem nákvæmlegast eftir leiðarmerkjum, en það var oft erfiðleikum háð vegna ýmissa orsaka. <br> | Er skipið nálgaðist innsiglinguna, reyndi hafnsögumaðurinn að fara sem nákvæmlegast eftir leiðarmerkjum, en það var oft erfiðleikum háð vegna ýmissa orsaka. <br> | ||
Þegar skipið var komið inn á milli hafnargarðanna svo langt, að það væri innan við þverfesti þá, sem framtaumarnir voru festir við, lét skipið ætíð annað ankerið falla, venjulega stjórnborðsankerið. Þetta var gert til þess að snúa skipinu, svo að það sneri með framstefnið í austur eða gegn hafnarmynninu. Venjulega voru gefnir út | Þegar skipið var komið inn á milli hafnargarðanna svo langt, að það væri innan við þverfesti þá, sem framtaumarnir voru festir við, lét skipið ætíð annað ankerið falla, venjulega stjórnborðsankerið. Þetta var gert til þess að snúa skipinu, svo að það sneri með framstefnið í austur eða gegn hafnarmynninu. Venjulega voru gefnir út 1½—2 liðir af ankerisfestinni eða um 30 faðmar til að snúa skipinu á. Alltaf var skipinu snúið til stjórnborðs, þar sem það var æskilegra og mun auðveldara vegna aðstöðunnar. Svo er og hitt, að hægara er að snúa flestum gufuknúnum skipum ti1 stjórnborða vegna snúnings skrúfunnar. Sökum beygjunnar á innsiglingunni voru heldur engin tök á að snúa skipinu til bakborða vegna þess, hve vegalengdin er stutt til lands sunnanmegin hafnarinnar. <br> | ||
Til þess að snúa skipinu eftir að ankerið fann botninn og gefið hafði verið út af festinni eins og fyrr er sagt, var haldið við festina, stýrið sett yfir til stjórnborða, og vél skipsins látin ganga með hægu álagi áfram. Til þess að auðvelda snúninginn á skipinu var nú róið á árabátnum að hlið þess og tekin vír í hann, oft og tíðum eins og hann hafði burðarmagn til. Síðan var ýtt frá skipinu og róið í áttina að einhverjum afturtaumnum. Þegar róðurinn hófst frá skipinu, var vélin stöðvuð sökum hættu á að fá vírinn í skrúfuna. Skipverjar gáfu út vírinn frá skipinu, svo lengi sem hægt var að draga hann á árabátnum. En þegar ekki var lengur drægt á árunum, var vírinn í bátnum gefinn út. En við hann hafði verið haldið í árabátnum, meðan hann var gefinn út frá skipinu. Þegar komið var að duflinu við Afturtauminn, en það var venjulega staur 4x4 þuml. að gildleika og um 2 metrar að lengd, var það tekið inn í bátinn. Í annan enda þessa dufls var fest grönn festi. Hún lá niður í gildari festi, tauminn, sem skipið var fest við. Þessa grönnu festi þurfti að draga upp í bátinn eða svo hátt, að hægt væri að festa vírinn í tauminn. Er það hafði verið gert, voru skipsmenn | Til þess að snúa skipinu eftir að ankerið fann botninn og gefið hafði verið út af festinni eins og fyrr er sagt, var haldið við festina, stýrið sett yfir til stjórnborða, og vél skipsins látin ganga með hægu álagi áfram. Til þess að auðvelda snúninginn á skipinu var nú róið á árabátnum að hlið þess og tekin vír í hann, oft og tíðum eins og hann hafði burðarmagn til. Síðan var ýtt frá skipinu og róið í áttina að einhverjum afturtaumnum. Þegar róðurinn hófst frá skipinu, var vélin stöðvuð sökum hættu á að fá vírinn í skrúfuna. Skipverjar gáfu út vírinn frá skipinu, svo lengi sem hægt var að draga hann á árabátnum. En þegar ekki var lengur drægt á árunum, var vírinn í bátnum gefinn út. En við hann hafði verið haldið í árabátnum, meðan hann var gefinn út frá skipinu. Þegar komið var að duflinu við Afturtauminn, en það var venjulega staur 4x4 þuml. að gildleika og um 2 metrar að lengd, var það tekið inn í bátinn. Í annan enda þessa dufls var fest grönn festi. Hún lá niður í gildari festi, tauminn, sem skipið var fest við. Þessa grönnu festi þurfti að draga upp í bátinn eða svo hátt, að hægt væri að festa vírinn í tauminn. Er það hafði verið gert, voru skipsmenn látnir vinda til sín vírinn og hjálpuðu þannig til að snúa skipinu, þar til það stefndi gegn mynni hafnarinnar. <br> | ||
Sá taumurinn, sem vírinn var tengdur við, var undinn það vel inn í skipið sem talið var hæfilegt. Eftir því sem betur var strengt á taumnum, því minna svigrúm hafði skipið til að reika (hér var notað danska orðið að „svansa“) aftur og fram. Er þessi taumur hafði verið festur um borð í skipinu, var vírinn tekinn aftur í bátinn og festur á sama hátt í annan afturtaum, sem einnig var dreginn upp í skipið og festur þar. <br> | Sá taumurinn, sem vírinn var tengdur við, var undinn það vel inn í skipið sem talið var hæfilegt. Eftir því sem betur var strengt á taumnum, því minna svigrúm hafði skipið til að reika (hér var notað danska orðið að „svansa“) aftur og fram. Er þessi taumur hafði verið festur um borð í skipinu, var vírinn tekinn aftur í bátinn og festur á sama hátt í annan afturtaum, sem einnig var dreginn upp í skipið og festur þar. <br> | ||
Það var næsta ófrávíkjanleg venja að festa sérhvert skip að aftan með tveim taumum. Oft var örðugt og stritsamt við þessa tauma, illt að ná þeim upp sökum þyngsla. Það kom æði oft fyrir, að taumarnir flóknuðu, þegar þeim var sleppt frá skipinu eða straumsog sneri þá saman. <br> | Það var næsta ófrávíkjanleg venja að festa sérhvert skip að aftan með tveim taumum. Oft var örðugt og stritsamt við þessa tauma, illt að ná þeim upp sökum þyngsla. Það kom æði oft fyrir, að taumarnir flóknuðu, þegar þeim var sleppt frá skipinu eða straumsog sneri þá saman. <br> | ||
Lína 78: | Lína 74: | ||
Væru góð veður eða kyrrt í sjó, var annar framtaumurinn látinn nægja, annars voru báðir framtaumarnir notaðir. Reynt var eftir megni að strengja sem bezt allar festar, svo að skipið yrði stöðugra og rásaði síður fram og aftur. <br> | Væru góð veður eða kyrrt í sjó, var annar framtaumurinn látinn nægja, annars voru báðir framtaumarnir notaðir. Reynt var eftir megni að strengja sem bezt allar festar, svo að skipið yrði stöðugra og rásaði síður fram og aftur. <br> | ||
Þegar skipin voru losuð úr festum til brottfarar, var ávallt byrjað að losa þau að framan og framtaumunum sleppt af festum. Þegar öllum taumunum hafði verið rennt út af skipinu, var ankerisfestin dregin inn og haldið í áttina að hafnarmynninu. Ef vindur var hliðstæður eða á eftir, var tíðum hafður vír úr afturtaum í skipið til þess að halda því í horfinu, meðan ankerið var dregið upp. Þegar ankerið var laust frá botni, var vír þessum sleppt úr afturtaumnum, og skipið hóf ferð sína út [[Leið]]ina. Árabátnum var nú róið á eftir skipinu út á Víkina til þess að sækja hafnsögumanninn. Væri ekki fært að ná honum úr skipinu á Víkinni, varð að setja bátinn yfir Eiðið og ýta þar úr vör. Slíkar ferðir út af Eiðinu voru æði oft stritsamar hrakningaferðir, tímafrekar og áhættusamar, svo sem sannazt hefur með slysförum, sem átt hafa sér þar stað.<br> | Þegar skipin voru losuð úr festum til brottfarar, var ávallt byrjað að losa þau að framan og framtaumunum sleppt af festum. Þegar öllum taumunum hafði verið rennt út af skipinu, var ankerisfestin dregin inn og haldið í áttina að hafnarmynninu. Ef vindur var hliðstæður eða á eftir, var tíðum hafður vír úr afturtaum í skipið til þess að halda því í horfinu, meðan ankerið var dregið upp. Þegar ankerið var laust frá botni, var vír þessum sleppt úr afturtaumnum, og skipið hóf ferð sína út [[Leið]]ina. Árabátnum var nú róið á eftir skipinu út á Víkina til þess að sækja hafnsögumanninn. Væri ekki fært að ná honum úr skipinu á Víkinni, varð að setja bátinn yfir Eiðið og ýta þar úr vör. Slíkar ferðir út af Eiðinu voru æði oft stritsamar hrakningaferðir, tímafrekar og áhættusamar, svo sem sannazt hefur með slysförum, sem átt hafa sér þar stað.<br> | ||
<nowiki>*</nowiki> <small> [[Holuklettur]] er norðan undir [[Skansinn|Skansinum]].<br> | |||
<nowiki>*</nowiki><nowiki>*</nowiki>Syðsti hluti Heimakletts, milli [[Langa|Stóru- og Litlu-Löngu]]</small> | |||
:::::::::::::::[[Jón Ísak Sigurðsson|''Jón Í. Sigurðsson'']]. | |||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 4. júlí 2010 kl. 18:18
áður fyrr
Þegar aðkomuskip áður fyrr leituðu hafnar hér í Vestmannaeyjum, voru allar aðstæður erfiðari en nú að koma þeim í höfn. Þá varð eingöngu að treysta á handaflið og árarnar svo og vélar skipanna, ef þau voru knúin vélaafli.
Ég átti því láni að fagna, þegar ég fékk aldur til, að fá alloft vinnu hjá Hannesi heitnum lóðs við skip, sem hann var að leiðsegja inn eða út úr höfninni. Endurminningar mínar frá þeim tímum eru bæði góðar og slæmar, sumar um áhættusamar svaðilfarir. Mörg höppin og lánsemin átti sér stað. Óhöppin og erfiðleikarnir steðjuðu líka að stundum. En samverkamanna minna frá þeim tímum mun ég ætíð minnast með virðingu og þakklátum hug.
Tímarnir hafa breytzt mikið, og margt er öðruvísi en áður var varðandi höfnina og skipalægið.
Að fenginni margra ára reynslu hefi ég æ fundið það betur og betur, hve nauðsynlegt það er að bæta hjálpartæki öll og allan aðbúnað við höfnina. Árabáturinn var einasta farartækið og hjálpartækið áður fyrr, sem höfnin lagði til þjónustunnar við skipin. — Já, árabáturinn var fyrsta fljótandi farartækið, sem höfnin eignaðist til afnota við skipaafgreiðslu sína.
Oft kom það fyrir, að setja varð árabátinn yfir Eiðið, ýta þar úr vör, og róa síðan út í skipið með hafnsögumann.
Árið 1948, 28. marz, er í síðasta sinn farið út af Eiðinu með hafnsögumann. Skipið var v.s. Vatnajökull. Vindur var austan suðaustan 9 stig. Lýkur þar með slíkum árabátaferðum út af Eiðinu. Áður fyrr voru þær tíðar, þegar ekki var kleift eða fært að fara á árabát út á Víkina til að afgreiða skip.
Árabáturinn heyrir nú gamla tímanum til.
Áður en skip þau, sem hingað komu, gátu lagzt að bryggju, voru þau, sem á innri höfnina komu, fest með járnfestum á skipalæginu. Þannig var frá festingum þessum gengið:
Í Holuklett* var fest keðja, sem lögð var inn og norður í höfnina. Önnur keðja var fest utarlega í Hörgeyrargarðinn og lögð inn og suður í höfnina. Mynduðu keðjarnar „hanafót“, sem svo var kallaður, eða V, þar sem „opið“ sneri gegn innsiglingunni. Þar sem endar keðjanna komu saman, en það var mitt á milli Hörgeyrargarðsins (Norðurhafnargarðsins) og Frambryggjunnar, voru þær tengdar saman með keðjulásum. Þá voru við þessar tengingar festir tveir keðjutaumar allgildir. Á enda þessara keðjutauma voru fest dufl. Þessir keðjutaumar voru kallaðir Framtaumarnir. Voru þeir ætíð notaðir til að festa skipin að framan. Auk þess lágu skipin við anker sín.
Til þess að festa skipin að aftan voru lagðar keðjur eftir botni hafnarinnar í austur frá
Ytra-Básaskerinu. Annar endi þessara keðja var festur í Básaskerið, en í nokkurri fjarlægð frá skerinu voru þær festar við keðju, sem lá þvert um botn hafnarinnar, norður yfir Botninn í Löngunef**. Þessi þverfesti var einnig notuð til að halda í skefjum bátafestunum, sem síðar verður minnzt á.
Á eystri enda áðurnefndra skipafesta, sem lágu frá Básaskerinu, voru fimm keðjutaumar með dufli á enda. Fjórir af þessum taumum náðu lítið eitt austur í höfnina í stefnu að Framtaumunum, en 5. taumurinn náði ekki eins langt austur og hinir fjórir, en var mun efnismeiri. Hann var aðallega notaður, þegar mjög stór skip komu eða vond voru veður og sérstök nauðsyn bar til að festa skipunum vel. Þessi taumur var kallaður Vesturtaumurinn, en hinir fjórir Afturtaumar. Bilið milli Fram- og Afturtauma var á að gizka 100—110 m langt. Þetta bil eða svæði var nefnt Skipalegan. Eftir botni hafnarinnar fyrir norðan Skipaleguna lágu sex festar með vissu millibili (20—23 föðmum) frá austri til vesturs eða frá Hörgeyrargarði inn í Botn. Fimm af þessum keðjum voru festar í garðinn, en sjötta festin, sú nyrzta, var fest í anker á móts við Löngunefið. Vesturendar þessara festa voru festir inn í Botni í svo kölluð „berghöld“, en þau voru ýmist stór anker, grjótfarg eða stórir staurar, sem grafnir voru niður í sandinn inni í Botni. Þessar festar voru notaðar til að leggja vélbátaflotanum við. En til þess að hægt væri að nota þær sem legufæri, varð að tengja við hverja botnfesti keðjur með vissu millibili, sem var að vísu nokkuð misjafnt. Það fór eftir stærð bátanna o.fl., t.d. mismunandi dýpi. Einnig voru þessar keðjur mismunandi langar af sömu ástæðum.
Keðjur þessar voru settar saman af festum af mismunandi gildleika og styrk. Bar hvor festarhluti sitt nafn. Neðri hlutinn, sem var að öllum jafnaði mun gildari og um 2½ faðmur á lengd, var kallaður taumur, en efri endinn, sem festur var í bólin, var kallaður háls. Hálsinn, sem gerður var úr tveim keðjum mun grennri en taumurinn, var tengdur við hann með keðjulásum. Milli háls og taums var tengihlekkur, sem kallaður var sigurnagli. Hann hindraði, að báturinn setti snúninga á tauminn, þótt hann snerist í hringi við legufæri sitt sökum straums og misvinda.
Eins og áður er sagt, lágu festar yfir þveran Botninn, þvert á þær festar, sem áður voru nefndar og lágu frá austri til vesturs. Þessar þverfestar voru tvær. Lá sú ytri úr Löngunefi suður yfir Botninn, en sú innri úr Básaskerinu þvert norður yfir höfnina. Alls staðar þar sem þessar þverfestar lágu yfir festarnar frá austri til vesturs, var þversumfest og langsumfest tengd saman með keðjulásum. Þetta var gert til þess að bilið á milli austur-vestur-festanna héldist jafnt og hindraði, að bátarnir drægjust saman.
Fyrir sunnan skipaleguna var ein festi, sem eins var útbúin og festarnar norðan vert við skipaleguna.
Eftir að Básaskersbryggjan var byggð, voru útbúin nokkur legufæri handa bátum með líkum hætti og áður er lýst. Einnig voru útbúin legufæri í krikanum
innan við syðri hafnargarðinn en utan við Holuklett. En þar sem raun sannaði, að ekki voru tök á að hafa þar báta vegna sjávargangs í illviðrum, var hætt við að leggja bátum þar, og legufærin tekin upp. Báturinn, sem notaði um tíma þetta legufæri, hét Freyja, VE 260.
Festarnar í höfninni voru ætíð yfirfarnar og lagfærðar á hverju ári, og þess utan alltaf auðvitað, ef þær biluðu, því að þá höfðu bátar ekki í önnur horn að venda en að liggja við festar úti á höfn.
Hver bátsfesti með taumi og háls var kölluð ból. Sérhvert ból bar nafn af þeim báti, sem það notaði eða hafði notarétt af.
Til þess að komast á milli lands og vélbáts á höfninni, átti hver bátur sinn eigin árabát til afnota handa sinni skipshöfn. Þessir árabátar voru mismunandi að stærð og ólíkir að útliti og gæðum. Bátar þessir voru kallaðir skjögtbátar eða skjögtarar. Stundum urðu þessir bátar mestu óheillafleytur, ullu slysum og manntjóni, en það er önnur saga.
Nú eru allir hættir að leggja fiskibátum sínum úti á höfn við legufæri að loknum fiskiróðri, þar sem Eyjabúar eiga nú öruggar bátakvíar og góðar bryggjur til afnota bátunum og til geymslu á þeim.
Vafalaust sér enginn eftir því að losna við þann frumbýlingshátt og það erfiði, sem samfara var festunum og bólunum.
Þegar búið var að landa fiskinum, var farið með vélbátinn út að bóli. Þar þurfti að draga upp hálsana og festa bátinn, ausa mjög oft þóttufullan skjögtbát, og stundum taka barning frá vélbátnum í naust. Síðan kom setningur á þungum bát. Þetta allt var hvimleitt aukastarf fyrir blauta og hrakta sjómenn eftir erfiða veiðiför í vondum sjóveðrum.
Nú er þetta, sem betur fer, söguþáttur liðins tíma og kemur aldrei aftur. Bættur aðbúnaður á öllum sviðum er það, sem koma skal. Gjörbreytingar og stórframfarir til bættrar aðstöðu og aukinna þæginda hér innan hafnar eru bæði lofs- og þakkarverðar.
Leiðarmerki fyrir innsiglingu inn á höfnina voru tvö. Þessi merki voru staðsett þannig: Ytra merkið var á Sjóbúðarkletti. Hann var þar sem Hafnarhúsið við Básaskersbryggju stendur nú. Innra merkið var í Skildingafjöru eða þar sem nú er fiskhús v.b. Von II, VE 115. Þessi merki voru allháir ljósastaurar með rauðum ljósum, þá er þau loguðu. Er þessi merki báru saman, var þar hin rétta leið inn á höfnina milli hafnargarðanna fram hjá eyrarhálsunum.
Þessa mynd af Vestmannaeyjahöfn birti Vitamálaskrifst. í Lögbirtingabl. í marz 1956. Vitamálastjórnin hefur vinsamlega lánað Bliki þessa mynd með því að við vitum, að allir Eyjabúar hafa ánœgju af að eiga hana og athuga vel. Hún sýnir dýpi hafnarinnar, hafnarmannvirki og athafnasvæði við höfnina. — Svo sem ljóst er, þá er höfnin og hafnarframkvœmdirnar undirstaða hins blómlega atvinnulífs í Eyjum og hinnar miklu framleiðsluorku Eyjabúa.
Síðar, þegar farið var að mæla upp höfnina og vinna að dýpkun á henni, kom í ljós, að þessi umræddu merki voru skakkt staðsett, því að í ljós kom við nána rannsókn, að leiðin eftir þeim lá yfir báða eyrarhálsana, norður- og suðureyrarhálsinn, enda hafa innsiglingarmerkin verið flutt til eftir því sem höfnin hefur verið dýpkuð og lagfærð.
Til þess að fylgjast með sjávarhæð í höfninni eða vita hið rétta dýpi hverju sinni í innsiglingunni voru notuð ýmis kennileiti. Oftast var farið eftir Edinborgarbryggjunni. Hún var einskonar dýptarmálstokkur fyrir innsiglinguna.
Áður en innsiglingin var dýpkuð, var um 11—12 feta dýpi á henni miðað við meðal-smástraumsflóð, en var þó misjafnt. Það fór nokkuð eftir vindátt og öðrum ástæðum.
Við vesturbrún Edinborgarbryggjunnar var stallur með aflíðandi halla fram á stallsbrúnina. Fremst á þessari brún var smáskora, og var það talið ugglaust, að um 11 feta dýpi væri á innsiglingunni, ef sjórinn jafnjaðraði við þessa skoru. Enda var þetta smástraumsflóðsmarkið, sem farið var eftir að öllum jafnaði.
Hér í Eyjum er mismunurinn milli stórstraumsflóðs og -fjöru um 3 metrar, en um 2 metrar í smástraumum við allar venjulegar aðstæður.
Kæmi skip, sem ætlaði inn á innri höfnina, þurfti það að sæta sjávarföllum, — helzt að nota háflæði. Þó fór það að vísu eftir því, hve stór skipin voru og djúpskreið. Einnig voru skilyrðin sæmilegt veður, til þess að skipin kæmust inn á höfnina, enda þótt þau væru vélknúin.
Þegar skip beiddist hafnsögumanns, þurfti að kalla menn til starfa á farkost hafnarinnar, sem var í fyrstu árabátur, eins og áður er sagt.
Venjulega ýttu fimm menn úr vör auk hafnsögumanns og reru með hann út að skipinu á því flóðinu, sem það skyldi takast inn. Ef þannig viðraði, að ekki voru tök á að afgreiða skipið á Víkinni, var hafnsögubáturinn settur yfir Eiðið og róið út af því norðanvert við það.
Eftir að hafnsögumanni hafði verið komið um borð, var róið aftur upp að Eiðinu og sett yfir það. Síðan var biðið innan hafnar, þar til skipið kom inn á höfnina.
Á fyrstu árum vélbátanna átti það sér ekki oft stað, að vélbátur væri fenginn til að fara inn fyrir Eiði með hafnsögumann. Þó kom það fyrir. Ástæðan til þess, hversu sjaldan þetta var gert, tel ég fyrst og fremst vanmat á notagildi vélbátanna til þess og svo kostnaðarhliðin.
Ef ekki þótti fært út af Eiðinu vegna veðurs á vel menntum og sæmilegum árabáti, þá þótti heldur ekki kleift að sigla skipinu inn á innri höfnina af sömu ástæðum, enda þótt hásjávað væri.
Er skipið nálgaðist innsiglinguna, reyndi hafnsögumaðurinn að fara sem nákvæmlegast eftir leiðarmerkjum, en það var oft erfiðleikum háð vegna ýmissa orsaka.
Þegar skipið var komið inn á milli hafnargarðanna svo langt, að það væri innan við þverfesti þá, sem framtaumarnir voru festir við, lét skipið ætíð annað ankerið falla, venjulega stjórnborðsankerið. Þetta var gert til þess að snúa skipinu, svo að það sneri með framstefnið í austur eða gegn hafnarmynninu. Venjulega voru gefnir út 1½—2 liðir af ankerisfestinni eða um 30 faðmar til að snúa skipinu á. Alltaf var skipinu snúið til stjórnborðs, þar sem það var æskilegra og mun auðveldara vegna aðstöðunnar. Svo er og hitt, að hægara er að snúa flestum gufuknúnum skipum ti1 stjórnborða vegna snúnings skrúfunnar. Sökum beygjunnar á innsiglingunni voru heldur engin tök á að snúa skipinu til bakborða vegna þess, hve vegalengdin er stutt til lands sunnanmegin hafnarinnar.
Til þess að snúa skipinu eftir að ankerið fann botninn og gefið hafði verið út af festinni eins og fyrr er sagt, var haldið við festina, stýrið sett yfir til stjórnborða, og vél skipsins látin ganga með hægu álagi áfram. Til þess að auðvelda snúninginn á skipinu var nú róið á árabátnum að hlið þess og tekin vír í hann, oft og tíðum eins og hann hafði burðarmagn til. Síðan var ýtt frá skipinu og róið í áttina að einhverjum afturtaumnum. Þegar róðurinn hófst frá skipinu, var vélin stöðvuð sökum hættu á að fá vírinn í skrúfuna. Skipverjar gáfu út vírinn frá skipinu, svo lengi sem hægt var að draga hann á árabátnum. En þegar ekki var lengur drægt á árunum, var vírinn í bátnum gefinn út. En við hann hafði verið haldið í árabátnum, meðan hann var gefinn út frá skipinu. Þegar komið var að duflinu við Afturtauminn, en það var venjulega staur 4x4 þuml. að gildleika og um 2 metrar að lengd, var það tekið inn í bátinn. Í annan enda þessa dufls var fest grönn festi. Hún lá niður í gildari festi, tauminn, sem skipið var fest við. Þessa grönnu festi þurfti að draga upp í bátinn eða svo hátt, að hægt væri að festa vírinn í tauminn. Er það hafði verið gert, voru skipsmenn látnir vinda til sín vírinn og hjálpuðu þannig til að snúa skipinu, þar til það stefndi gegn mynni hafnarinnar.
Sá taumurinn, sem vírinn var tengdur við, var undinn það vel inn í skipið sem talið var hæfilegt. Eftir því sem betur var strengt á taumnum, því minna svigrúm hafði skipið til að reika (hér var notað danska orðið að „svansa“) aftur og fram. Er þessi taumur hafði verið festur um borð í skipinu, var vírinn tekinn aftur í bátinn og festur á sama hátt í annan afturtaum, sem einnig var dreginn upp í skipið og festur þar.
Það var næsta ófrávíkjanleg venja að festa sérhvert skip að aftan með tveim taumum. Oft var örðugt og stritsamt við þessa tauma, illt að ná þeim upp sökum þyngsla. Það kom æði oft fyrir, að taumarnir flóknuðu, þegar þeim var sleppt frá skipinu eða straumsog sneri þá saman.
Oftast var fyrst lokið við að festa skipið að aftan, áður en framtaumarnir voru dregnir upp í það, en þó átti hitt sér stað í einstaka tilviki.
Ef það þótti æskilegt að skipið lægi innarlega eða vestarlega á legunni, þurfti auðvitað að gefa meira út af ankerisfestinni en fyrr er sagt.
Væru góð veður eða kyrrt í sjó, var annar framtaumurinn látinn nægja, annars voru báðir framtaumarnir notaðir. Reynt var eftir megni að strengja sem bezt allar festar, svo að skipið yrði stöðugra og rásaði síður fram og aftur.
Þegar skipin voru losuð úr festum til brottfarar, var ávallt byrjað að losa þau að framan og framtaumunum sleppt af festum. Þegar öllum taumunum hafði verið rennt út af skipinu, var ankerisfestin dregin inn og haldið í áttina að hafnarmynninu. Ef vindur var hliðstæður eða á eftir, var tíðum hafður vír úr afturtaum í skipið til þess að halda því í horfinu, meðan ankerið var dregið upp. Þegar ankerið var laust frá botni, var vír þessum sleppt úr afturtaumnum, og skipið hóf ferð sína út Leiðina. Árabátnum var nú róið á eftir skipinu út á Víkina til þess að sækja hafnsögumanninn. Væri ekki fært að ná honum úr skipinu á Víkinni, varð að setja bátinn yfir Eiðið og ýta þar úr vör. Slíkar ferðir út af Eiðinu voru æði oft stritsamar hrakningaferðir, tímafrekar og áhættusamar, svo sem sannazt hefur með slysförum, sem átt hafa sér þar stað.
* Holuklettur er norðan undir Skansinum.
**Syðsti hluti Heimakletts, milli Stóru- og Litlu-Löngu