„Sundkennsla“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(24 millibreytingar ekki sýndar frá 8 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:1945.5.jpg|thumb|250px|Miðhúsalaug var oft köld, en þar lærðu Eyjamenn að synda]] | |||
[[Sigurður Sigurfinnsson]] hreppstjóri kom fyrstur manna fram með þá tillögu að sundkunnátta væri gerð að skilyrði fyrir burtfararprófi úr barnaskóla. Fyrsti sundkennari í Vestmannaeyjum var [[Friðrik Gíslason]] ljósmyndari, en hann var föðurbróðir [[Friðrik Jesson|Friðriks Jessonar]], safnvarðar, sem lengst allra kenndi sund í Eyjum. Sundkennslan var fyrst um sinn á vegum Bjargráðafélags, sem þá starfaði í Vestmannaeyjum, en síðar sá Glímu- og sundfélag, sem sett var á laggirnar af Sigurði hreppstjóra, um kennsluna. Félagið lognaðist síðan út af árið 1897 og eftir það sá sýslunefnd um sundkennsluna. | |||
Friðrik Gíslason kenndi sund til og með ársins 1894, en aðrir kennarar til aldamóta voru [[Guðjón Jónsson (Sjólyst)|Guðjón Jónsson]] frá [[Sjólyst]], [[Eldeyjar-Hjalti|Hjalti Jónsson]] (sem nefndur var Eldeyjar-Hjalti), [[Sigurður Sigurfinnsson]] og [[Gísli J. Johnsen]] í þrjú sumur. Kennt var í köldum sjó og fór árangur kennslunnar því mjög eftir veðri. | |||
== Sundkennsla við Eiðið == | == Sundkennsla við Eiðið == | ||
[[Mynd:Sundlaug 1.JPG|thumb|250px|Miðhúsalaug.]]Sundkennsla hófst aftur árið 1903 undir leiðsögn Björgúlfs Ólafssonar, sem síðar varð þjóðkunnur læknir og rithöfundur. Haraldur Jónasson, síðar prestur að Kolfreyjustað, kenndi í fimm sumur, frá 1907-1911. Frá 1911-1922 voru Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti lýðveldisins, og bræðurnir [[Kristinn Ólafsson|Kristinn]] og [[Jóhann Gunnar Ólafsson|Jóhann Gunnar]] Ólafssynir frá [[Reynir|Reyni]], meðal kennara. Eftir árið 1923 fór aðsókn vaxandi þó kennt væri í köldum sjó, 10-15 gráðu heitum. Stúlkur voru duglegri við sundiðkunina og fljótlega þurfti tvo kennara. Þá hófst sundkennaraferill Friðriks Jessonar. [[Ásdís Jesdóttir|Ásdís]], systir Friðriks, kenndi með bróður sínum í þrjú sumur. [[Þuríður Þorkelsdóttir]] byrjaði sundkennslu árið 1932. Þá kenndi [[Friðþjófur G. Johnsen]] sund í þrjú sumur. | |||
[[Einar ríki|Einar Sigurðsson]] segir í bókinni ''Fagurt er í Eyjum'' að sjö ára gamall hafi hann verið látinn læra sund. | |||
Um byggingu Sundskálans á Eiðinu segir svo í gömlum gamanbrag sem enn er sunginn í Vestmannaeyjum: | |||
''Þeim vex ekki allt í augum, ungmennunum hér,'' | |||
''þau ætla að reisa sundskála sem Heimaklettur er'' | |||
''og leigja þar út sólskinið og selja hreinan sjó,'' | |||
''á sextíu aura pottinn hélt hann Steinn að væri nóg.'' | |||
''„Sund var þá kennt inni á Eiði og synt í sjónum undir Litlu-Löngu og Bólverkinu fast undir berginu. Það var í fyrsta sinn sem stúlkum var kennt sund. Þótti þeim Guðmundur | :''„Sund var þá kennt inni á [[Þrælaeiði|Eiði]] og synt í sjónum undir Litlu-Löngu og Bólverkinu fast undir berginu. Það var í fyrsta sinn sem stúlkum var kennt sund. Þótti þeim [[Guðmundur Sigurjónsson sundkennari|Guðmundur Sigurjónsson]] sundkennari harður við að drífa þær í sjóinn hvernig sem viðraði. Enginn sem fór út slapp með minna en að leggjast flatur í sjóinn og bleyta sig þrisvar sinnum allan [...]“'' | ||
== Sundreglugerð fyrir Vestmannaeyjar == | |||
Árangur af kennslu í köldum sjó var ekki sem skyldi og fyrir frumkvæði [[Arnbjörg Ólafsdóttir|Arnbjargar Ólafsdóttur]] bar [[Kristinn Ólafsson]], þáverandi bæjarstjóri, fram tillögu á bæjarstjórnarfundi þann 27. janúar árið 1925 þess efnis ''„[...] að bæjarstjórn skori á Alþingi að setja lög um sundskyldu barna og unglinga á aldrinum 12-16 ára.“'' Tillagan var samþykkt einróma í bæjarstjórn. [[Jóhann Þ. Jósefsson]] bar svo málið fram á Alþingi árið 1925. Jóhann talaði fyrir því að bæjarstjórn Vestmannaeyja fengi heimild til að koma á sundskyldu barna og unglinga tvo mánuði á ári. Jóhann vildi færa aldurinn upp í 18 ár, en menntamálanefnd efri deildar þingsins kom með breytingartillögu um að skyldualdurinn yrði sem fyrr 12-16 ára. Jóhann talaði fyrir því að sund væri nytsöm íþrótt og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum. Hann nefndi til sögunnar [[Árni J. Johnsen|Árna J. Johnsen]] sem væri ágætlega sundfær maður, en þá hafði hann nýlega bjargað fjórum börnum frá drukknun í Eyjum. Fór svo að frumvarpið var samþykkt í efri deild með 11 atkvæðum gegn 3. Í neðri deild Alþingis mælti Ásgeir Ásgeirsson fyrir áliti menntamálanefndar. Nefndin var meðmælt frumvarpinu, en vildi stytta kennslutímann. Þá bæri Alþingi að veita styrki til sundlaugarbyggingar. | |||
Niðurstaðan varð síðan sú að í kaupstöðum eða sveitarfélögum skuli bæjar- og sveitarstjórnum heimilt með reglugerð að gera öllum heimilisföstum unglingum frá 12-16 ára innan síns umdæmis skylt að stunda sundnám í allt að fjóra mánuði samtals. Sundreglugerð fyrir Vestmannaeyjar var staðfest 9. ágúst árið 1926. Samkvæmt henni bar bænum að halda uppi almennri sundkennslu á hverju sumri, a.m.k. tvo mánuði á tímabilinu júní til ágúst. Í lok kennslunnar skyldi síðan haldið próf og bæjarstjórn send skýrsla um kostnað og árangur af kennslunni. | |||
== Miðhúsalaug == | == Miðhúsalaug == | ||
[[Mynd:Miðhúsalaug.jpg|thumb|250px|Miðhúsalaug.]] | |||
Eftir að sjóveita kom til sögunnar árið 1931 komst hreyfing á sundlaugarmál í Vestmannaeyjum, enda löngu orðið tímabært að taka til hendinni og koma upp sundlaug. Með sjóveitu var hægur vandi að fá ferskan sjó úr [[Sjóveitutankur|sjógeyminum]] sem staðsettur var á [[Skansinn|Skansinum]] og veita honum í sundlaug. Voru menn á því að reisa skyldi stóra og rúmgóða sundlaug, ekki minni en 20 x 10 metra. Sundlaug sem þessi hlyti að kosta mikið fé, sér í lagi þar sem hita þyrfti laugina upp. Þá var kreppa ríkjandi í landinu á þessum árum sem hjálpaði ekki til. Menn gerðu ráð fyrir hitaveitu frá [[Rafstöðin|rafstöðinni]] sem hitaði sjóinn í 23 gráður. Veitan yrði 275 metra löng og myndi kosta 3300 krónur. | |||
[[Mynd:Gos 39.jpg|thumb|250px|Hraunið byrjað að ógna.]] | |||
Árið 1933 var hafist handa við að byggja sundlaugina sem Finnbogi R. Þorvaldsson, verkfræðingur (faðir Vigdísar forseta), teiknaði. Árið áður hafði [[Björgunarfélag Vestmannaeyja|Björgunarfélagið]] undirbúið framkvæmdirnar, en treysti sér ekki til að standa fyrir framkvæmdum eitt og sér. Þá lagði félagið 1300 krónur til framkvæmda. Sumarið 1933 lagði fjárhagsnefnd til að bæjarsjóður tæki að sér að sjá um framkvæmdir. Var það samþykkt. Ásamt Björgunarfélaginu studdu íþróttafélögin í Vestmannaeyjum framkvæmdir, en skorti fé til að láta af hendi rakna. Árið 1934 samþykkti ríkisstjóður að styðja við sundlaugarbygginguna með fjárframlagi sem næmi allt að helmingi, en þó ekki meira en 12 þúsund krónur. Fjárhagsáætlun hljóðaði hins vegar upp á 35 þúsund krónur. Kostnaður við laugina fór aftur á móti upp í 40 þúsund krónur árið 1939. | |||
Laugin var síðan opnuð 14. nóvember 1934 með sjómannanámskeiði. Almenningur gat hins vegar nýtt sér sundlaugina sumarið á eftir. | |||
[[Mynd:Mynd 355.jpg|thumb|250px|Miðhúsalaug að fara undir hraun.]] | |||
Miðhúsalaug var steinsteypt, 20 x 12 metrar að stærð. Dýpt laugarinnar var einn metri að norðan og tveir að sunnan. Finnbogi hafði lagt til að lengd laugarinnar yrði 25 metrar, en ekki var fallist á það vegna kostnaðar. Klefar við laugina voru fimm talsins. Sjórinn í lauginni var hitaður upp í 22-28 gráður, allt eftir veðurfari. Seinna fékk laugin heitt vatn frá [[Rafstöðin|Rafstöð Vestmannaeyja]]. Til að fylla laugina þurfti 330 tonn af sjó. | |||
Laugin var opin um tvo mánuði á sumrin auk þess sem sundnámskeið fóru fram á haustin. Aðgangseyrir í Miðhúsalaug var 25 aurar. | |||
== Myndir == | |||
<Gallery> | |||
Mynd:Fa-svart (36).jpg | |||
</gallery> | |||
< | |||
{{Heimildir| | |||
* Þorbergur Þórðarson, ''Fagur fiskur í sjó'', 2. bindi. Reykjavík, 1968. | * Þorbergur Þórðarson, ''Fagur fiskur í sjó'', 2. bindi. Reykjavík, 1968. | ||
* Við Ægisdyr II bindi, | * Haraldur Guðnason. ''Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár'', II. bindi. Reykjavík: Vestmannaeyjabær, 1991. | ||
}} | |||
[[Flokkur:Menntun]] |
Núverandi breyting frá og með 1. febrúar 2018 kl. 17:32
Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri kom fyrstur manna fram með þá tillögu að sundkunnátta væri gerð að skilyrði fyrir burtfararprófi úr barnaskóla. Fyrsti sundkennari í Vestmannaeyjum var Friðrik Gíslason ljósmyndari, en hann var föðurbróðir Friðriks Jessonar, safnvarðar, sem lengst allra kenndi sund í Eyjum. Sundkennslan var fyrst um sinn á vegum Bjargráðafélags, sem þá starfaði í Vestmannaeyjum, en síðar sá Glímu- og sundfélag, sem sett var á laggirnar af Sigurði hreppstjóra, um kennsluna. Félagið lognaðist síðan út af árið 1897 og eftir það sá sýslunefnd um sundkennsluna.
Friðrik Gíslason kenndi sund til og með ársins 1894, en aðrir kennarar til aldamóta voru Guðjón Jónsson frá Sjólyst, Hjalti Jónsson (sem nefndur var Eldeyjar-Hjalti), Sigurður Sigurfinnsson og Gísli J. Johnsen í þrjú sumur. Kennt var í köldum sjó og fór árangur kennslunnar því mjög eftir veðri.
Sundkennsla við Eiðið
Sundkennsla hófst aftur árið 1903 undir leiðsögn Björgúlfs Ólafssonar, sem síðar varð þjóðkunnur læknir og rithöfundur. Haraldur Jónasson, síðar prestur að Kolfreyjustað, kenndi í fimm sumur, frá 1907-1911. Frá 1911-1922 voru Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti lýðveldisins, og bræðurnir Kristinn og Jóhann Gunnar Ólafssynir frá Reyni, meðal kennara. Eftir árið 1923 fór aðsókn vaxandi þó kennt væri í köldum sjó, 10-15 gráðu heitum. Stúlkur voru duglegri við sundiðkunina og fljótlega þurfti tvo kennara. Þá hófst sundkennaraferill Friðriks Jessonar. Ásdís, systir Friðriks, kenndi með bróður sínum í þrjú sumur. Þuríður Þorkelsdóttir byrjaði sundkennslu árið 1932. Þá kenndi Friðþjófur G. Johnsen sund í þrjú sumur.
Einar Sigurðsson segir í bókinni Fagurt er í Eyjum að sjö ára gamall hafi hann verið látinn læra sund.
Um byggingu Sundskálans á Eiðinu segir svo í gömlum gamanbrag sem enn er sunginn í Vestmannaeyjum:
Þeim vex ekki allt í augum, ungmennunum hér,
þau ætla að reisa sundskála sem Heimaklettur er
og leigja þar út sólskinið og selja hreinan sjó,
á sextíu aura pottinn hélt hann Steinn að væri nóg.
- „Sund var þá kennt inni á Eiði og synt í sjónum undir Litlu-Löngu og Bólverkinu fast undir berginu. Það var í fyrsta sinn sem stúlkum var kennt sund. Þótti þeim Guðmundur Sigurjónsson sundkennari harður við að drífa þær í sjóinn hvernig sem viðraði. Enginn sem fór út slapp með minna en að leggjast flatur í sjóinn og bleyta sig þrisvar sinnum allan [...]“
Sundreglugerð fyrir Vestmannaeyjar
Árangur af kennslu í köldum sjó var ekki sem skyldi og fyrir frumkvæði Arnbjargar Ólafsdóttur bar Kristinn Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri, fram tillögu á bæjarstjórnarfundi þann 27. janúar árið 1925 þess efnis „[...] að bæjarstjórn skori á Alþingi að setja lög um sundskyldu barna og unglinga á aldrinum 12-16 ára.“ Tillagan var samþykkt einróma í bæjarstjórn. Jóhann Þ. Jósefsson bar svo málið fram á Alþingi árið 1925. Jóhann talaði fyrir því að bæjarstjórn Vestmannaeyja fengi heimild til að koma á sundskyldu barna og unglinga tvo mánuði á ári. Jóhann vildi færa aldurinn upp í 18 ár, en menntamálanefnd efri deildar þingsins kom með breytingartillögu um að skyldualdurinn yrði sem fyrr 12-16 ára. Jóhann talaði fyrir því að sund væri nytsöm íþrótt og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum. Hann nefndi til sögunnar Árna J. Johnsen sem væri ágætlega sundfær maður, en þá hafði hann nýlega bjargað fjórum börnum frá drukknun í Eyjum. Fór svo að frumvarpið var samþykkt í efri deild með 11 atkvæðum gegn 3. Í neðri deild Alþingis mælti Ásgeir Ásgeirsson fyrir áliti menntamálanefndar. Nefndin var meðmælt frumvarpinu, en vildi stytta kennslutímann. Þá bæri Alþingi að veita styrki til sundlaugarbyggingar.
Niðurstaðan varð síðan sú að í kaupstöðum eða sveitarfélögum skuli bæjar- og sveitarstjórnum heimilt með reglugerð að gera öllum heimilisföstum unglingum frá 12-16 ára innan síns umdæmis skylt að stunda sundnám í allt að fjóra mánuði samtals. Sundreglugerð fyrir Vestmannaeyjar var staðfest 9. ágúst árið 1926. Samkvæmt henni bar bænum að halda uppi almennri sundkennslu á hverju sumri, a.m.k. tvo mánuði á tímabilinu júní til ágúst. Í lok kennslunnar skyldi síðan haldið próf og bæjarstjórn send skýrsla um kostnað og árangur af kennslunni.
Miðhúsalaug
Eftir að sjóveita kom til sögunnar árið 1931 komst hreyfing á sundlaugarmál í Vestmannaeyjum, enda löngu orðið tímabært að taka til hendinni og koma upp sundlaug. Með sjóveitu var hægur vandi að fá ferskan sjó úr sjógeyminum sem staðsettur var á Skansinum og veita honum í sundlaug. Voru menn á því að reisa skyldi stóra og rúmgóða sundlaug, ekki minni en 20 x 10 metra. Sundlaug sem þessi hlyti að kosta mikið fé, sér í lagi þar sem hita þyrfti laugina upp. Þá var kreppa ríkjandi í landinu á þessum árum sem hjálpaði ekki til. Menn gerðu ráð fyrir hitaveitu frá rafstöðinni sem hitaði sjóinn í 23 gráður. Veitan yrði 275 metra löng og myndi kosta 3300 krónur.
Árið 1933 var hafist handa við að byggja sundlaugina sem Finnbogi R. Þorvaldsson, verkfræðingur (faðir Vigdísar forseta), teiknaði. Árið áður hafði Björgunarfélagið undirbúið framkvæmdirnar, en treysti sér ekki til að standa fyrir framkvæmdum eitt og sér. Þá lagði félagið 1300 krónur til framkvæmda. Sumarið 1933 lagði fjárhagsnefnd til að bæjarsjóður tæki að sér að sjá um framkvæmdir. Var það samþykkt. Ásamt Björgunarfélaginu studdu íþróttafélögin í Vestmannaeyjum framkvæmdir, en skorti fé til að láta af hendi rakna. Árið 1934 samþykkti ríkisstjóður að styðja við sundlaugarbygginguna með fjárframlagi sem næmi allt að helmingi, en þó ekki meira en 12 þúsund krónur. Fjárhagsáætlun hljóðaði hins vegar upp á 35 þúsund krónur. Kostnaður við laugina fór aftur á móti upp í 40 þúsund krónur árið 1939.
Laugin var síðan opnuð 14. nóvember 1934 með sjómannanámskeiði. Almenningur gat hins vegar nýtt sér sundlaugina sumarið á eftir.
Miðhúsalaug var steinsteypt, 20 x 12 metrar að stærð. Dýpt laugarinnar var einn metri að norðan og tveir að sunnan. Finnbogi hafði lagt til að lengd laugarinnar yrði 25 metrar, en ekki var fallist á það vegna kostnaðar. Klefar við laugina voru fimm talsins. Sjórinn í lauginni var hitaður upp í 22-28 gráður, allt eftir veðurfari. Seinna fékk laugin heitt vatn frá Rafstöð Vestmannaeyja. Til að fylla laugina þurfti 330 tonn af sjó.
Laugin var opin um tvo mánuði á sumrin auk þess sem sundnámskeið fóru fram á haustin. Aðgangseyrir í Miðhúsalaug var 25 aurar.
Myndir
Heimildir
- Þorbergur Þórðarson, Fagur fiskur í sjó, 2. bindi. Reykjavík, 1968.
- Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík: Vestmannaeyjabær, 1991.