„María Eirika Pétursdóttir“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Viglundur færði María Eirikka Pétursdóttir á María Eirika Pétursdóttir) |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 25: | Lína 25: | ||
1. [[Matthías Sveinsson (vélstjóri)|Matthías Sveinsson]] vélstjóri, f. 21. september 1943 á Hásteinsvegi 7. Kona hans [[Kristjana Björnsdóttir (Reykholti)|Kristjana Björnsdóttir]].<br> | 1. [[Matthías Sveinsson (vélstjóri)|Matthías Sveinsson]] vélstjóri, f. 21. september 1943 á Hásteinsvegi 7. Kona hans [[Kristjana Björnsdóttir (Reykholti)|Kristjana Björnsdóttir]].<br> | ||
2. Drengur, f. 18. nóvember 1946 á Hásteinsvegi 7, d. sama dag.<br> | 2. Drengur, f. 18. nóvember 1946 á Hásteinsvegi 7, d. sama dag.<br> | ||
3. [[Stefán Pétur Sveinsson]] skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. september 1948 á Hásteinsvegi 7. Kona hans [[Henný Dröfn Ólafsdóttir]], látin.<br> | 3. [[Pétur Sveinsson (skipstjóri)|Stefán Pétur Sveinsson]] skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. september 1948 á Hásteinsvegi 7. Kona hans [[Henný Dröfn Ólafsdóttir]], látin.<br> | ||
4. [[Sævar Sveinsson]] skipstjóri, útgerðarmaður f. 23. janúar 1953 á Brimhólabraut 14. Barnsmóðir [[Eyja Halldórsdóttir (Brautarholti)|Eyja Þorsteina Halldórsdóttir]]. Fyrri kona [[Svanhildur Sverrisdóttir]]. Kona hans Hólmfríður Björnsdóttir.<br> | 4. [[Sævar Sveinsson]] skipstjóri, útgerðarmaður f. 23. janúar 1953 á Brimhólabraut 14. Barnsmóðir [[Eyja Halldórsdóttir (Brautarholti)|Eyja Þorsteina Halldórsdóttir]]. Fyrri kona [[Svanhildur Sverrisdóttir]]. Kona hans Hólmfríður Björnsdóttir.<br> | ||
5. [[Halldór Sveinsson (lögregluþjónn)|Halldór Sveinsson]] lögregluþjónn, f. 16. október 1956 á Brimhólabraut 14. Kona hans [[Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir]].<br> | 5. [[Halldór Sveinsson (lögregluþjónn)|Halldór Sveinsson]] lögregluþjónn, f. 16. október 1956 á Brimhólabraut 14. Kona hans [[Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir]].<br> |
Núverandi breyting frá og með 24. október 2024 kl. 10:40
María Eirikka Pétursdóttir frá Neskaupstað, húsfreyja fæddist 9. nóvember 1923 og lést 4. október 2012 á Sjúkrahúsinu.
Faðir hennar var Pétur vinnumaður á Útnyrðingsstöðum í Vallanessókn 1890, sama þar 1901, hjú í Vallanesi þar 1910, síðar í Neskaupstað, f. 23. nóvember 1874, d. 19. mars 1937, Pétursson bónda á Gíslastöðum í Vallanessókn, f. 1833, d. 26. nóvember 1887, Ólasonar bónda á Útnyrðingsstöðum á Héraði, f. 3. febrúar 1807, d. 26. desember 1866, Ísleifssonar, og fyrri konu Óla, Guðnýjar húsfreyju frá Víkingsstöðum þar, f. 1798, d. 23. ágúst 1843, Pétursdóttur.
Móðir Péturs og kona Péturs á Gíslastöðum var Sigurbjörg húsfreyja, f. 1838, Jónsdóttir bónda og smiðs á Arnhólsstöðum í Skriðdal, f. 18. desember 1794, d. 28. desember 1872, Finnbogasonar, og konu Jóns Finnbogasonar, Kristínar húsfreyju, f. 9. október 1797, d. 1. apríl 1861, Ísleifsdóttur.
Móðir Maríu Eirikku og kona Péturs var Una Stefanía, hjú á Útnyrðingsstöðum 1901, hjú í Vallanesi 1910, f. 25. janúar 1882, d. 17. nóvember 1950, Stefánsdóttir á Norðfirði, f. 1863, d. 30. nóvember 1881, drukknaði í Norðfjarðarflóa, Ormarssonar bónda í Blöndugerði í Hróarstungu og síðar á Norðfirði, f. 1834, Guðmundssonar, og konu Ormars, Ragnheiðar húsfreyju, f. 1829, Bjarnadóttur.
Móðir Unu Stefaníu, heitkona og barnsmóðir Stefáns Ormarssonar, var Jónína Sigríður, síðar húsfreyja í Mjóafirði, kona Sveinbjörns Hallgrímssonar, fædd 18. febrúar 1857 á Fossvöllum í Jökulsárhlíð, Jónsdóttir „yngri“, þá vinnuhjú á Fossvöllum, fæddur 1822, d. 22. janúar 1857, Sigurðssonar bónda í Kambshjáleigu í Álftafirði, (Ásunnarstaðaætt í Breiðdal), Jónssonar, og konu Jóns „yngri“, Guðnýjar, þá vinnuhjú á Fossvöllum, frá Hóli á Langanesi, f. 1823, Pétursdóttur.
Jónína Sigríður Jónsdóttir amma Maríu Eirikku Pétursdóttur giftist síðar Sveinbirni Hallgrímssyni og bjuggu þau í Mjóafirði eystra. Sveinbjörn varð úti á leið frá Seyðisfirði 1899.
Meðal barna þeirra var Katrín Sigurlín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja á Geithálsi, f. 20. apríl 1895, kona Hjartar Einarssonar Sveinssonar bónda í Þorlaugargerði. Einnig var sonur þeirra Guðjón Sveinbjörnsson sjómaður, sem fórst með m.b. Ceres VE 151 2. mars 1920 í Álnum.
Systir Maríu var
1. Margrét Pétursdóttir húsfreyja í Varmadal, f. 3. maí 1911, d. 24. ágúst 2002.
María var með foreldrum sínum í æsku.
Hún hóf vinnukonustörf í Neskaupstað, fluttist til Eyja 17 ára, var vinnukona í Varmadal.
Þau Sveinn giftu sig 1945, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau eignuðust kjörbarn, dóttur Matthildar systur Sveins.
Þau bjuggu í fyrstu á Hásteinsvegi 7, en voru komin á Brimhólabraut 14 1953 og bjuggu þar síðan.
Hún söng í Kór Landakirkju í fjölda ára og var meðal stofnfélaga Félags eldriborgara í Vestmannaeyjum.
Sveinn lést 1998.
María Eiríka dvaldi að síðustu í Hraunbúðum og lést 2012.
Maður Maríu Eirikku, (8. júní 1945), var Sveinn Matthíasson sjómaður, matsveinn, útgerðarmaður, f. 14. ágúst 1918 í Garðsauka, d. 15. nóvember 1998.
Börn þeirra:
1. Matthías Sveinsson vélstjóri, f. 21. september 1943 á Hásteinsvegi 7. Kona hans Kristjana Björnsdóttir.
2. Drengur, f. 18. nóvember 1946 á Hásteinsvegi 7, d. sama dag.
3. Stefán Pétur Sveinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. september 1948 á Hásteinsvegi 7. Kona hans Henný Dröfn Ólafsdóttir, látin.
4. Sævar Sveinsson skipstjóri, útgerðarmaður f. 23. janúar 1953 á Brimhólabraut 14. Barnsmóðir Eyja Þorsteina Halldórsdóttir. Fyrri kona Svanhildur Sverrisdóttir. Kona hans Hólmfríður Björnsdóttir.
5. Halldór Sveinsson lögregluþjónn, f. 16. október 1956 á Brimhólabraut 14. Kona hans Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir.
6. Ómar Sveinsson verkamaður, f. 20. janúar 1959. Kona hans Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir.
Kjördóttir hjónanna:
7. Cassandra C. Siff Sveinsdóttir, f. 18. ágúst 1960. Fyrri
maður Hjörtur R. Jónsson. Síðari maður Peter Skov Andersen. Hún býr í Danmörku. Hún er dóttir Matthildar systur Sveins.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 15. október 2012. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.