„Skúli Lýðsson (byggingafræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Skúli Lýðsson''' byggingafræðingur fæddist 9. nóvember 1951 að Heiðarvegi 59.<br> Foreldrar hans voru Lýður Brynjólfsson kennari, skólastjóri, f. 25. október 1913, d. 12. mars 2002, og kona hans Auður Guðmundsdóttir frá Hrafnagili, húsfreyja, f. 27. janúar 1918, d. 1. febrúar 2003. Börn Auðar og Lýðs:<br> 1. Ásgeir Lýðsson (lögreglumaður)|Ásgeir Guðmundur...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Skuli Lydsson.JPG|thumb|200px|''Skúli Lýðsson.]]
'''Skúli Lýðsson''' byggingafræðingur fæddist 9. nóvember 1951 að Heiðarvegi 59.<br>
'''Skúli Lýðsson''' byggingafræðingur fæddist 9. nóvember 1951 að Heiðarvegi 59.<br>
Foreldrar hans voru [[Lýður Brynjólfsson (skólastjóri)|Lýður Brynjólfsson]] kennari, skólastjóri, f. 25. október 1913, d. 12. mars 2002, og kona hans [[Auður Guðmundsdóttir (Hrafnagili)|Auður Guðmundsdóttir]] frá [[Hrafnagil]]i, húsfreyja, f. 27. janúar 1918, d. 1. febrúar 2003.
Foreldrar hans voru [[Lýður Brynjólfsson (skólastjóri)|Lýður Brynjólfsson]] kennari, skólastjóri, f. 25. október 1913, d. 12. mars 2002, og kona hans [[Auður Guðmundsdóttir (Hrafnagili)|Auður Guðmundsdóttir]] frá [[Hrafnagil]]i, húsfreyja, f. 27. janúar 1918, d. 1. febrúar 2003.

Núverandi breyting frá og með 31. maí 2023 kl. 12:13

Skúli Lýðsson.

Skúli Lýðsson byggingafræðingur fæddist 9. nóvember 1951 að Heiðarvegi 59.
Foreldrar hans voru Lýður Brynjólfsson kennari, skólastjóri, f. 25. október 1913, d. 12. mars 2002, og kona hans Auður Guðmundsdóttir frá Hrafnagili, húsfreyja, f. 27. janúar 1918, d. 1. febrúar 2003.

Börn Auðar og Lýðs:
1. Ásgeir Guðmundur Lýðsson lögreglumaður í Eyjum, f. 27. desember 1942 á Fífilgötu 5. Kona hans Sólveig Bára Guðnadóttir.
2. Brynhildur Lýðsdóttir starfsmaður Flugleiða, f. 12. nóvember 1949 á Heiðarvegi 59, fráskilin, barnlaus, d. 20. janúar 2023.
3. Skúli Lýðsson byggingafræðingur, byggingafulltrúi á Akranesi, f. 9. nóvember 1951 á Heiðarvegi 59. Kona hans Áslaug Maríasdóttir.

Skúli var með foreldrum sínum.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur á bóknámsbraut í Gagnfræðaskólanum, lærði múrverk í Iðnskólanum í Reykjavík, varð sveinn 1974. Skúli lærði byggingafræði í Horsens í Danmörku, lauk námi þar 1980.
Hann var skipulags- og byggingafulltrúi á Akranesi í 25 ár, síðan í Hvalfjarðarsveit í 5 ár.
Skúli flutti til Reykjavíkur 2012, var eftirlitsmaður með byggingum hjá Félagsstofnun stúdenta í 2 ár, síðan sérfræðingur á byggingasviði hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til starfsloka vegna aldurs.
Þau Áslaug giftu sig 1976, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Skúla, (21. nóvember 1976), er Áslaug Maríasdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 11. apríl 1956. Foreldrar hennar voru Marías Þ. Guðmundsson frá Hnífsdal, kennari, framkvæmdastjóri, f. 13. apríl 1922, d. 17. mars 2010, og kona hans Málfríður Finnsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur frá Hvilft í Önundarfirði, f. 22. nóvember 1923, d. 13. febrúar 2019.
Börn þeirra:
1. Fríða Björk Skúladóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. janúar 1980. Maður hennar Jósef Stefánsson.
2. Brynhildur Skúladóttir lyfjatæknir, f. 6. maí 1982. Maður hennar Halldór Örn Halldórsson.
3. Marías Þór Skúlason iðnfræðingur, f. 6. febrúar 1989.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.