Ásgeir Lýðsson (lögreglumaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ásgeir Lýðsson.

Ásgeir Guðmundur Lýðsson vélstjóri, rafvirki, lögreglumaður í Eyjum fæddist 27. desember 1942 á Fífilgötu 5.
Foreldrar hans voru Lýður Brynjólfsson kennari, skólastjóri, f. 25. október 1913, d. 12. mars 2002, og kona hans Auður Guðmundsdóttir frá Hrafnagili, húsfreyja, f. 27. janúar 1918, d. 1. febrúar 2003.

Börn Auðar og Lýðs:
1. Ásgeir Guðmundur Lýðsson lögreglumaður í Eyjum, f. 27. desember 1942 á Fífilgötu 5. Kona hans Sólveig Bára Guðnadóttir.
2. Brynhildur Lýðsdóttir starfsmaður Flugleiða, f. 12. nóvember 1949 á Heiðarvegi 59, fráskilin, barnlaus.
3. Skúli Lýðsson byggingafræðingur, byggingafulltrúi á Akranesi, f. 9. nóvember 1951 á Heiðarvegi 59. Kona hans Áslaug Maríasdóttir.

Ásgeir var með foreldrum sínum í æsku
Hann varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagngfræðaskólanum 1959, nam vélstjórn í Vélskóla Vestmannaeyja 1962 og lauk prófi 1. stigs, nam rafvirkjun við Iðnskólann, tók sveinspróf 1966. Meistari var Lárus Guðmundsson.
Ásgeir nam í Lögregluskóla Ríkisins 1979.
Hann var síðan lögregluþjónn í Eyjum.
Þau Sólveig Bára giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Hrauntúni 39.

I. Kona Ásgeirs, (4. júní 1968), er Sólveig Bára Guðnadóttir.
Börn þeirra:
1. Lýður Ágeirsson sjómaður, f. 14. mars 1968. Hann á heimili á Selfossi. Kona hans Ágústa Sigurðardóttir.
2. Gunnar Ásgeirsson kerfisfræðingur, f. 15. ágúst 1969. Hann býr í Svíþjóð. Fyrrum kona hans Kamela Stenberg. Kona hans Lena Johanson.
3. Auður Ásgeirsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Eyjum, f. 19. nóvember 1974. Maður hennar Gunnar Ingólfur Gíslason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.