„Sigmundur Magnússon (læknir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Sigmundur Magnússon. '''Sigmundur Grétar Magnússon''' læknir, sérfræðingur í blóðsjúkdómum, yfirlæknir, dósent, fæddist 22. desember 1927 á Grímsstöðum við Skólaveg 27 og lést 26. mars 2017.<br> Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson frá Sléttabóli á Brunasandi í Hörglandshreppi, V.-Skaft., sjómaður, verkamaður f. þar 5. mars 1895, 2. janúar...)
 
m (Verndaði „Sigmundur Magnússon (læknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 23. febrúar 2023 kl. 17:46

Sigmundur Magnússon.

Sigmundur Grétar Magnússon læknir, sérfræðingur í blóðsjúkdómum, yfirlæknir, dósent, fæddist 22. desember 1927 á Grímsstöðum við Skólaveg 27 og lést 26. mars 2017.
Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson frá Sléttabóli á Brunasandi í Hörglandshreppi, V.-Skaft., sjómaður, verkamaður f. þar 5. mars 1895, 2. janúar 1983 í Reykjavík, og kona hans Sigríður Sigmundsdóttir frá Breiðuhlíð í Mýrdal, V.-Skaft., húsfreyja, verkakona, f. 18. mars 1897, d. 18. maí 1982.

Börn Sigríðar og Magnúsar:
1. Sigmundur Grétar Magnússon læknir, sérfræðingur í blóðsjúkdómum, yfirlæknir, dósent, f. 22. desember 1927 á Grímsstöðum, d. 26. mars 2017.
2. Þórður Eydal Magnússon tannlæknir, prófessor, f. 11. júlí 1931.
Barn Magnúsar með Jónínu Sigríði Gísladóttur, f. 1. júlí 1900, d. 2. desember 1993:
3. Þórarinn Magnússon kennari, skólastjóri, f. 17. febrúar 1921, d. 18. janúar 1999.

Sigmundur var með foreldrum sínum, á Grímsstöðum og á Skólavegi 25, síðan í Hafnarfirði og Reykjavík.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1948, lauk prófum í læknadeild H. Í. 1. júní 1954. Hann lauk kandídatsári sínu á Íslandi og í Bandaríkjunum, lærði lyflækningar og blóðsjúkdómalækningar í Boston City Hospital, Boston University School of Medicine og við Tufts University School of Medicine, meðferð geislavirkra efna á Oak Ridge Institute of Nuclear Studies í Oak Ridge í Tennessee og vann við næma sjúkdóma á Seton Hall College of Medicine og Jersey Medical Center í Jersey City í New Jersey.
Sigmundur sótti fjölmörg þing og ráðstefnur um meinafræði, blóðmeinafræði og blóðsjúkdómafræði. Hann sótti námskeið á Karolinska sjukhuset í Stokkhólmi á vegum Evrópuráðsins í 2 mánuði 1968 og átti námsdvöl við Mount Sinai Hospital í New York , blóðmeinadeild, aðallega till að kynna sér B12 og folínsýrumælingar.
Hann öðlaðist almennt lækningaleyfi á Íslandi 4. september 1961 og sérfræðingsleyfi í lyflækningum með sérstöku tilliti til blóðsjúkdóma 4. september 1961.
Sigmundur var yfirlæknir á Landspítalanum, síðar forstöðulæknir og sviðsstjóri (1996) rannsóknastofu í blóðmeinafræði (síðar blóðfræði) frá september 1962 til ársloka 1997.
Hann rak einnig lækninga- og rannsóknastofu í Reykjavík frá ágúst 1962-2002.
Kennslustörf:
Sigmundur var dósent í blóðsjúkdómafræði og blóðsjúkdómalækningum við læknadeild H. Í. frá desember 1962 til ársloka 1997, var stundakennari við Tækniskóla Íslands, meinatæknideild, 1969-1997 og í Hjúkrunarskóla Íslands 1974-1975.
Félags- og trúnaðarstörf:
Formaður Yfirlæknafélags Íslands 1964-1967, gjaldkeri í stjórn Læknafélags Íslands 1965-1967, í samninganefnd sjúkrahúslækna við gerð fyrstu sjálfstæðu samninga læknafélaganna við sjúkrahúseigendur 1966. Hann var formaður Læknafélags Reykjavíkur 1968-1970, í kennslunefnd læknadeildar Háskóla Íslands 1973-1977, formaður 1973-1976, formaður Blæðingasjúkdómafélags Íslands frá stofnun þess í júní 1977-1998.
Sigmundur sat í siðanefnd Landspítalans 1985-1996, þar af formaður 1991-1996, var formaður Öldungadeildar Læknafélags Íslands frá maí 1997.
Ritstörf:
Margar greinar í erlendum og innlendum læknaritum og öðrum tímaritum um heilbrigðismál.
Þau Guðlaug giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Sigmundur lést 2017 og Guðlaug 2020.

I. Kona Sigmundar, (31. október 1957), var Guðlaug Sigurgeirsdóttir húsfreyja, húsmæðrakennari, næringarráðgjafi, f. 16. febrúar 1927 á Ísafirði, d. 5. október 2020. Foreldrar hennar voru Sigurgeir Sigurðsson biskup, f. 3. ágúst 1890, d. 13. október 1953, og kona hans Guðrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 5. október 1893, d. 20. júlí 1979.
Börn þeirra:
1. Sigurgeir Sigmundsson viðskiptafræðingur, tónlistarmaður, f. 8. september 1958. Fyrrum sambúðarkona hans Anna Lilja Valgeirsdóttir. Kona hans Hildur Ásta Viggósdóttir kennari.
2. Sigríður Sigmundsdóttir stúdent, sjúkraliði og tölvuður, f. 16. ágúst 1960. Maður hennar Hermann Ársælsson rafeindavirki, kerfisfræðingur, framkvæmdastjóri.
3. Guðrún Sigmundsdóttir læknir, sérfræðingur í smitsjúkdómum, yfirlæknir, f. 30. ágúst 1961. Maður hennar Gylfi Óskarsson. sérfræðingur í barnasjúkdómum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 2017.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.