„Ólafur Jóhannsson (flugstjóri)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ólafur Jóhannsson (Fagurlyst)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
m (Viglundur færði Ólafur Jóhannsson (Fagurlyst) á Ólafur Jóhannsson (flugstjóri)) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 8. febrúar 2023 kl. 10:42
Ólafur Jóhannsson frá Fagurlyst við Urðaveg 16, flugstjóri fæddist þar 20. septembver 1928 og fórst 31. janúar 1951.
Foreldrar hans voru Jóhann Þ. Jósefsson, kaupmaður, útgerðarmaður, ræðismaður, alþingismaður og ráðherra, f. 17. júní 1886, d. 15. maí 1961, og kona hans Magnea Dagmar Þórðardóttir húsfreyja, f. 10. október 1901, d. 2. júlí 1990.
Börn Jóhanns og Magneu voru:
1. Svana Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1921 í Eyjum, d. 12. nóvember 1992. Hún var búsett í Bandaríkjunum, gift Roger B. Hodgson verkfræðingi, áður gift Sturlaugi Böðvarssyni útgerðarmanni á Akranesi.
2. Ágústa Jóhannsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. desember 1922 í Eyjum, d. 31. mars 2013. Maður hennar var Ísleifur Pálsson frá Miðgarði, framkvæmdastjóri, f. 27. febrúar 1922, d. 14. desember 1996.
3. Ólafur Jóhannsson flugstjóri, f. 20. september 1928 í Eyjum, d. 31. janúar 1951. Kona hans var Ellen Sigurðardóttur Waage húsfreyja, f. 7. maí 1930.
Hálfsystir systkinanna var
4. Unnur Jóhannsdóttir, f. 27. júní 1911 í Borgarnesi, d. 4. nóvember 1931 í Þýskalandi. Móðir hennar var Ingveldur Jónsdóttir frá Hofakri.
Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1935. Þau bjuggu við Bergstaðastræti 86.
Hann lauk námi í flugskóla í Bandaríkjunum 1947.
Ólafur hóf störf hjá Flugfélagi Íslands vorið 1947, varð flugstjóri um haustið á eins hreyfils vél og vorið 1948 varð hann flugstjóri á tveggja hreyfla farþegavél og 5. júlí 1949 varð hann flugstjóri á Dakota-flugvél og gegndi því starfi síðan, en fórst með vél sinni 31. janúar 1951 í Faxaflóa.
I. Kona Ólafs, (10. nóvember 1950), er Ellen Sigurðardóttir Waage, f. 7. maí 1930. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristinn Waage Sigurðsson, f. 25. desember 1902, d. 31. október 1976, og kona hans Kristín Helga Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1906, d. 28. apríl 1938.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 24. febrúar 1951. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.