„Ásta Sigurðardóttir (Oddgeirshólum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurbjörg ''Ásta'' Sigurðardóttir''' á Oddgeirshólum, húsfreyja fæddist 3. nóvember 1906 í Nýja-Kastala við Stokkseyri og lést 23. júlí 1990.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson frá Ásmúla í Ásahreppi, tómthúsmaður í Nýja-Kastala, síðar í Eyjum og síðast Bandaríkjunum, f. 15. október 1878, d. 17. desember 1954 og sambúðarkona hans Kristbjörg Gísladóttir húskona í Nýja-Kastala, f. 31. ágúst 1874 í Su...)
 
m (Verndaði „Ásta Sigurðardóttir (Oddgeirshólum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 16. desember 2022 kl. 20:49

Sigurbjörg Ásta Sigurðardóttir á Oddgeirshólum, húsfreyja fæddist 3. nóvember 1906 í Nýja-Kastala við Stokkseyri og lést 23. júlí 1990.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson frá Ásmúla í Ásahreppi, tómthúsmaður í Nýja-Kastala, síðar í Eyjum og síðast Bandaríkjunum, f. 15. október 1878, d. 17. desember 1954 og sambúðarkona hans Kristbjörg Gísladóttir húskona í Nýja-Kastala, f. 31. ágúst 1874 í Suður-Nýjabæ í Djúpárhreppi, Rang., d. 23. desember 1953.

Ásta var með móður sinni og Lénharði Sæmundssyni fósturföður sínum í æsku.
Hún tók mikinn þátt í kirkjustarfi, var lengi í kirkjukór Landakirkju.
Þau Friðfinnur giftu sig 1926 á Stokkseyri, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heimagötu 22 1927 og 1930, voru komin að Oddgeirshólum 1934 og bjuggu þar lengst, en bjuggu síðar að Hólagötu 39. Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu þar í Laugarnesi og á Kleppsvegi.
Ásta dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Finnur lést í september 1989 og Ásta 1990.

I. Maður Ástu, (10. október 1926), var Friðfinnur Finnsson kafari, verslunarmaður, kaupmaður, f. 22. desember 1901, d. 6. september 1989.
Börn þeirra:
1. Finnbogi Friðfinnsson, f. 3. apríl 1927, d. 21. desember 2003.
2. Jóhann Friðfinnsson, f. 3. nóvember 1928, d. 13. september 2001.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.