Ásta Sigurðardóttir (Oddgeirshólum)
Sigurbjörg Ásta Sigurðardóttir á Oddgeirshólum, húsfreyja fæddist 3. nóvember 1906 í Nýja-Kastala við Stokkseyri og lést 23. júlí 1990.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson frá Ásmúla í Ásahreppi, tómthúsmaður í Nýja-Kastala, síðar í Eyjum og síðast Bandaríkjunum, f. 15. október 1878, d. 17. desember 1954 og sambúðarkona hans Kristbjörg Gísladóttir húskona í Nýja-Kastala, f. 31. ágúst 1874 í Suður-Nýjabæ í Djúpárhreppi, Rang., d. 23. desember 1953.
Ásta var með móður sinni og Lénharði Sæmundssyni fósturföður sínum í æsku.
Hún tók mikinn þátt í kirkjustarfi, var lengi í kirkjukór Landakirkju.
Þau Friðfinnur giftu sig 1926 á Stokkseyri, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heimagötu 22 1927 og 1930, voru komin að Oddgeirshólum 1934 og bjuggu þar lengst, en bjuggu síðar að Hólagötu 39. Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu þar í Laugarnesi og á Kleppsvegi.
Ásta dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Finnur lést í september 1989 og Ásta 1990.
I. Maður Ástu, (10. október 1926), var Friðfinnur Finnsson kafari, verslunarmaður, kaupmaður, f. 22. desember 1901, d. 6. september 1989.
Börn þeirra:
1. Finnbogi Friðfinnsson, f. 3. apríl 1927, d. 21. desember 2003.
2. Jóhann Friðfinnsson, f. 3. nóvember 1928, d. 13. september 2001.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.