„Bjarni Bjarnason (Dölum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 7: Lína 7:


Bjarni var með foreldrum sínum á Litlu-Hólum til ársins 1830, var fósturbarn á Brekkum 1831-1835, á Haugnum í Mýrdal 1835-1846. Þá var hann vinnumaður í Nýjabæ í Meðallandi 1846-1850, á Loftsölum í Mýrdal  1850-1852, á Vatnsskarðshólum þar 1852-1853.<br>
Bjarni var með foreldrum sínum á Litlu-Hólum til ársins 1830, var fósturbarn á Brekkum 1831-1835, á Haugnum í Mýrdal 1835-1846. Þá var hann vinnumaður í Nýjabæ í Meðallandi 1846-1850, á Loftsölum í Mýrdal  1850-1852, á Vatnsskarðshólum þar 1852-1853.<br>
Hann var bóndi í Dölum í Eyjum 1855 og 1860 og var  vinnumaður á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] 1870, fluttist ásamt Friðriki syni sínum frá Eyjum í Kallaðarnessókn (Kaldaðarnessókn) 1873 var vinnumaður í Hrunakróki í Hrunamannahreppi 1880, fór að Sperðli í Landeyjum 1881 og til Eyja 1883. <br>
Hann var bóndi í Dölum í Eyjum 1855 og 1869, er hann brá búi vegna fátæktar og gjaldþrots. Hann  var  vinnumaður á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] 1870, fluttist ásamt Friðriki syni sínum frá Eyjum í Kallaðarnessókn (Kaldaðarnessókn) 1873 var vinnumaður í Hrunakróki í Hrunamannahreppi 1880, fór að Sperðli í Landeyjum 1881 og til Eyja 1883. <br>
Bjarni var hermaður í [[Herfylkingin|Herfylkingunni]].<br>
Bjarni var hermaður í [[Herfylkingin|Herfylkingunni]].<br>


Lína 31: Lína 31:
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
*Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
*Þorgils Jónasson.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Bændur]]

Núverandi breyting frá og með 23. september 2023 kl. 13:53

Bjarni Bjarnason bóndi í Dölum fæddist 12. maí 1828 á Litlu-Hólum í Mýrdal.
Faðir hans var Bjarni bóndi á Litlu-Hólum og Brekkum í Mýrdal, f. „7 vikur af sumri“ 1789 á Skagnesi í Mýrdal, Guðmundsson bónda á Skagnesi, f. 1759, d. 1800 á Skagnesi, Árnasonar bónda í Jórvík og víðar, f. 1715, Björnssonar, og konu Árna, Guðrúnar húsfreyju, f. 1727, d. 1804, Jónsdóttur.
Móðir Bjarna í Jórvík og kona Guðmundar Árnasonar var Guðrún húsfreyja, f. 1760, Bjarnadóttir bónda í Engigarði og Reynisholti í Mýrdal, f. 1716, Eiríkssonar, og konu Bjarna Eiríkssonar, Margrétar húsfreyju, f. 1717 í Suður-Vík í Mýrdal, d. 4. febrúar 1785 í Vík þar, Eiríksdóttur.

Móðir Bjarna í Dölum og kona Bjarna í Jórvík var Karítas húsfreyja, f. 1801, d. 26. júlí 1888 á Brekkum í Mýrdal, Ólafsdóttir bónda í Breiðahlíð í Mýrdal, f. 1768 á Flögu í Skaftártungu, d. 8. júlí 1842 í Gaulverjabæjarsókn í Flóa, Jónssonar bónda á Flögu og víðar, f. 1722, d. fyrir mt 1801, Runólfssonar, og konu Jóns Runólfssonar, Hugborgar húsfreyju, f. 1731, Ólafsdóttur.
Móðir Karítasar í Jórvík og fyrri kona Bjarna bónda var Ólöf húsfreyja, f. 1770, d. fyrir mt 1816, Þorsteinsdóttir bónda á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, f. 1746, d. 9. júlí 1834 á Ketilsstöðum, Eyjólfssonar, og fyrstu konu Þorsteins á Vatnsskarðshólum, Karítasar húsfreyju, d. 1800, Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði Vigfússonar, og konu hans, Þórunnar Hannesdóttur Scheving húsfreyju, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.

Bjarni var með foreldrum sínum á Litlu-Hólum til ársins 1830, var fósturbarn á Brekkum 1831-1835, á Haugnum í Mýrdal 1835-1846. Þá var hann vinnumaður í Nýjabæ í Meðallandi 1846-1850, á Loftsölum í Mýrdal 1850-1852, á Vatnsskarðshólum þar 1852-1853.
Hann var bóndi í Dölum í Eyjum 1855 og 1869, er hann brá búi vegna fátæktar og gjaldþrots. Hann var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1870, fluttist ásamt Friðriki syni sínum frá Eyjum í Kallaðarnessókn (Kaldaðarnessókn) 1873 var vinnumaður í Hrunakróki í Hrunamannahreppi 1880, fór að Sperðli í Landeyjum 1881 og til Eyja 1883.
Bjarni var hermaður í Herfylkingunni.

I. Barnsmóðir hans var Sólveig Sigurðardóttir vinnukona, f. 29. janúar 1840 í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, d. 17. mars 1894 á Sperðli.
Barn þeirra:
1. Sigurjón Bjarnason bóndi í Borgarfirði-eystra og Hvoli, f. 14. október 1883 á Sperðli, d. 24. janúar 1968.

II. Kona Bjarna í Dölum, (3. nóvember 1854), var Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1833, d. 2. janúar 1907.
Börn Bjarna og Margrétar hér nefnd:
2. Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja í Sjólyst, f. 22. ágúst 1855, d. 15. febrúar 1931. Hún var móðir Tómasar í Höfn.
3. Guðmundur Bjarnason, f. 18. maí 1857, d. 26. maí 1857 „af hér almennri barnaveiki“.
4. Guðrún Bjarnadóttir, f. 16. júlí 1858, d. 15. september 1868 úr „krampa“, líklega stífkrampi (ginklofi hjá nýfæddum).
5. Einar Bjarnason í Dölum, f. 13. apríl 1861, d. 1911 í Blaine í Washington-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
6. Guðfinna Bjarnadóttir, f. 13. apríl 1864, d. 19. júlí 1864 úr kvefsótt..
7. Friðrik Bjarnason, f. 25. júlí 1865. Fluttist úr Eyjum 1873 og var 15 ára vinnumaður í Hrunakróki í Hrunamannahreppi með föður sínuum 1880. Hann fórst með Jósefínu 1885.
8. Guðrún Bjarnadóttir, f. 22. febrúar 1869. Hún fór til Vesturheims 1888 frá Vilborgarstöðum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Þorgils Jónasson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.