Guðrún Bjarnadóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Bjarnadóttir var fædd 22. febrúar 1869 í Dölum. Hún dvaldist á Vilborgarstöðum á heimili þeirra hjóna, Árna hreppstjóra og Guðfinnu konu hans. Móðir Guðrúnar hét Margrét Guðmundsdóttir og var vinnukona hjá hjónunum, þegar Guðrún gekk í barnaskólann.
Faðir Guðrúnar var Bjarni Bjarnason maður Margrétar, bóndi í Dölum og vinnumaður á Vilborgarstöðum. Hann fór að Hraunkróki í Hrunamannahreppi, - var þar 1880.
Guðrún fór til Utah 1888 frá Vilborgarstöðum.


Heimildir