„Kristín J. Stefánsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Kristín J. Stefánsdóttir. '''Kristín J. Stefánsdóttir''' úr Reykjavík, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 27. maí 1945 og lést 11. maí 2015.<br> Foreldrar hennar voru Stefán H. Jónsson sýningastjóri, ólympíukeppandi, f. 19. febrúar 1918, d. 5. apríl 2011, og kona hans Unnur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. október 1920, d. 6. nóvember 2004. Kristín var með forel...) |
m (Verndaði „Kristín J. Stefánsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 24: | Lína 24: | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar við Urðaveg]] | [[Flokkur: Íbúar við Urðaveg]] | ||
Núverandi breyting frá og með 5. september 2022 kl. 17:54
Kristín J. Stefánsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 27. maí 1945 og lést 11. maí 2015.
Foreldrar hennar voru Stefán H. Jónsson sýningastjóri, ólympíukeppandi, f. 19. febrúar 1918, d. 5. apríl 2011, og kona hans Unnur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. október 1920, d. 6. nóvember 2004.
Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann skrifstofustörf hjá Tryggingastofnun Ríkisins og hjá Sláturfélagi Suðurlands. Síðar vann hún á skrifstofu Álafoss og hjá Markaðskjúklingi. Frá 1989 starfaði hún hjá útibúi Búnaðarbanka Íslands (síðar Arionbanki) í Mosfellsbæ.
Þau Valur giftu sig 1969, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Urðaveg 52 við Gosið 1973.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1973 og í Mosfellbæ 1976, bjuggu á Arnartanga 29, byggðu að Svöluhöfða 22 og bjuggu þar síðast.
Kristín lést 2015.
I. Maður Kristínar, (24. maí 1969), er Valur Oddsson frá Dal, sjómaður, húsasmiður, f. 27. júlí 1942.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Valsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, íslenskufræðingur, vinnur hjá utanríkisráðuneytinu, f. 16. febrúar 1970. Maður hennar Þorsteinn Hallgrímsson Júlíussonar.
2. Ásdís Valsdóttir húsfreyja, kennari í Lágafellsskóla, f. 18. október 1976. Sambúðarmaður hennar Úlfar Þorgeirsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 21. mars 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.