Ingibjörg Valsdóttir (sjúkraþjálfari)
Ingibjörg Valsdóttir sjúkraþjálfari fæddist 16. febrúar 1970 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Valur Oddsson frá Dal, sjómaður, vélstjóri, húsasmiður, f. 27. júlí 1942, og kona hans Kristín J. Stefánsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 27. maí 1945 í Reykjavík, d. 11. maí 2015.
Börn Kristínar og Vals:
1. Ingibjörg Valsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 16. febrúar 1970. Maður hennar Þorsteinn Hallgrímsson Júlíussonar.
2. Ásdís Valsdóttir húsfreyja, kennari í Lágafellsskóla, f. 18. október 1976. Sambúðarmaður hennar Úlfar Þorgeirsson.
Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, við Urðaveg 52, flutti með þeim til Reykjavíkur 1973 og í Mosfellsbæ 1976.
Hún lauk B.Sc.-prófi í sjúkraþjálfun í H.Í. 1995.
Ingibjörg vann hjá Sjúkraþjálfun sf. 1995-1997, á Endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans í Kóp. 1997, á Vífilsstaðaspítala 1997-1998, á Skálatúnsheimilinu frá 1999- 2003, í Janus endurhæfingu 2003-2006, í hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands 2006-2011, í Janus endurhæfingu 2011-2013, sjálfstætt starfandi 2014-1018, ritstjóri og þýðandi um skeið, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu 2018-2021 og sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu frá 2021.
Þau Þorsteinn giftu sig 2000, eignuðust tvö börn. Þau búa við Skeljatanga í Mosfellsbæ.
I. Maður Ingibjargar, (15. ágúst 2000), er Þorsteinn Hallgrímsson, tölvu- og kerfisfræðingur, f. 13. september 1969 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Kristín María Þorsteinsdóttir móta- og kynningastjóri, f. 21. júní 1998. Sambúðarmaður Theodór Emil Karlsson.
2. Valur Þorsteinsson háskólanemi, f. 1. júlí 2000. Sambúðarkona hans Birna Einarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ingibjörg.
- Íslendingabók.
- Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.