„Aðalheiður Snorradóttir (Steini)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 19: Lína 19:
1. [[Snorri Þór Jóhannesson]] kennari, aðstoðarskólastjóri, f. 19. júlí 1940 í Eyjum, d. 23. apríl 2003. Kona hans Sigríður Bjarnadóttir.<br>
1. [[Snorri Þór Jóhannesson]] kennari, aðstoðarskólastjóri, f. 19. júlí 1940 í Eyjum, d. 23. apríl 2003. Kona hans Sigríður Bjarnadóttir.<br>
2. Kristín Jóhannesdóttir, f. 25. febrúar 1945, d. 24. apríl 1953.<br>
2. Kristín Jóhannesdóttir, f. 25. febrúar 1945, d. 24. apríl 1953.<br>
3. Sigrún Jóhannesdóttir húsfreyja, mennta- og kennsluráðgjafi, f. 1. október 1947. Maður hennar Jón Sigurðsson, látinn.<br>
3. Sigrún Jóhannesdóttir húsfreyja, uppeldisfræðingur, kennari, mennta- og kennsluráðgjafi, f. 1. október 1947. Barnsfaðir hennar Emil Ragnarsson. Maður hennar Jón Sigurðsson, látinn.<br>
4. Pálmi Hannes Jóhannesson skrifstofustjóri, f. 7. febrúar 1952. Kona hans Soffía Kjaran.<br>
4. Pálmi Hannes Jóhannesson skrifstofustjóri, f. 7. febrúar 1952. Kona hans Soffía Kjaran.<br>
5. Sigurður Jóhannesson rafeindavirki, f. 2. apríl 1954. Kona hans Halla Hafdís Guðmundsdóttir.
5. Sigurður Jóhannesson rafeindavirki, f. 2. apríl 1954. Kona hans Halla Hafdís Guðmundsdóttir.

Núverandi breyting frá og með 22. mars 2024 kl. 13:59

Aðalheiður Margrét Snorradóttir.

Aðalheiður Margrét Snorradóttir frá Steini, húsfreyja fæddist þar 29. október 1914 og lést 29. nóvember 2016.
Foreldrar hennar voru Snorri Þórðarson útvegsbóndi, f. 16. mars 1881 í Steig í Mýrdal, drukknaði 16. desember 1924, og kona hans Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 15. nóvember 1880, d. 19. júní 1939.

Börn Þorgerðar og Snorra voru:
1. Þuríður, f. 3. maí 1913, d. 20. september 2003.
2. Aðalheiður Margrét, f. 29. október 1914, d. 29. nóvember 2016.
3. Aðalsteinn Rútur, f. 26. apríl 1918, d. 18. ágúst 2001.

Aðalheiður var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var tíu ára.
Hún var í vist í Berjaneskoti og Hrútafelli u. Eyjafjöllum, síðar var hún kaupakona á Siglunesi, Reykjum í Hrútafirði og 1934 og 1935 var hún kaupakona í Laufási við Eyjafjörð. Það leiddi til þess, að hún réðst barnfóstra hjá prófessor Weatherall í Etonskólanum á Englandi 1936-1938. Þá sneri hún til Eyja til að annast heimilið fyrir móður sína í veikindum hennar.
Þau Jóhannes giftu sig 1940, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra átta ára gamalt. Þau bjuggu í Reykjavík, á Stað í Súgandafirði, í Reykholti í Borgarfirði 1972-1977, í Reynihvammi í Kópavogi.
Jóhannes lést 1978.
Aðalheiður flutti á Droplaugarstaði 2013.
Hún lést 2016.

I. Maður Aðalheiðar Margrétar, (1940), var séra Jóhannes Pálmason prestur, prófastur, kennari, f. 10. janúar 1914, d. 22. maí 1978. Foreldrar hans voru Pálmi Jóhannesson bóndi í Kálfagerði í Eyjafirði, f. 1. september 1875, d. 25. nóvember 1961 og kona hans Kristín Sigfúsdóttir húsfreyja, skáldkona, f. 19. júlí 1876, d. 28. september 1953.
Börn þeirra:
1. Snorri Þór Jóhannesson kennari, aðstoðarskólastjóri, f. 19. júlí 1940 í Eyjum, d. 23. apríl 2003. Kona hans Sigríður Bjarnadóttir.
2. Kristín Jóhannesdóttir, f. 25. febrúar 1945, d. 24. apríl 1953.
3. Sigrún Jóhannesdóttir húsfreyja, uppeldisfræðingur, kennari, mennta- og kennsluráðgjafi, f. 1. október 1947. Barnsfaðir hennar Emil Ragnarsson. Maður hennar Jón Sigurðsson, látinn.
4. Pálmi Hannes Jóhannesson skrifstofustjóri, f. 7. febrúar 1952. Kona hans Soffía Kjaran.
5. Sigurður Jóhannesson rafeindavirki, f. 2. apríl 1954. Kona hans Halla Hafdís Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.