Þuríður Snorradóttir (Steini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þuríður Snorradóttir.

Þuríður Snorradóttir frá Steini, húsfreyja fæddist 3. maí 1913 á Hlíðarenda, og lést 20. september 2003 á Hjúkrunarheimilinu Eir.
Foreldrar hennar voru Snorri Þórðarson útvegsbóndi, f. 16. mars 1881 í Steig í Mýrdal, drukknaði 16. desember 1924, og kona hans Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 15. nóvember 1880, d. 19. júní 1939.

Börn Þorgerðar og Snorra voru:
1. Þuríður, f. 3. maí 1913, d. 20. september 2003.
2. Aðalheiður Margrét, f. 29. október 1914, d. 29. nóvember 2016.
3. Aðalsteinn Rútur, f. 26. apríl 1918, d. 18. ágúst 2001.

Þuríður var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á tólfta árinu.
Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Þau Konráð giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Miðtúni og síðan á Dalbraut.
Konráð lést 1994.
Þuríður dvaldi síðustu ár sín á Hjúkrunarheilmilinu Eir. Hún lést 2003.

I. Maður Þuríðar var Konráð Ingimundarson frá Strönd í Stokkseyrarhreppi, lögreglumaður, ökukennari, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 3. júlí 1913, d. 25. maí 1994. Foreldrar hans voru Ingimundur Jónsson sjómaður, f. 20. maí 1886, d. 4. desember 1963, kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1888, d. 5. janúar 1974.
Börn þeirra:
1. Ingigerður Konráðsdóttir húsfreyja, kennari, búsett í Bandaríkjunum, f. 23. júlí 1937. Maður hennar Malcolm Frank Halliday.
2. Hrafnhildur Konráðsdóttir húsfreyja, hársnyrtimeistari í Reykjavík, f. 12. júní 1941. Maður hennar Halldór S. H. Sigurðsson.
3. Gylfi Konráðsson blikksmíðameistari á Selfossi, f. 16. júní 1943. Kona hans Þóra Guðrún Grönfeld.
4. Ingimundur Konráðsson fiskútflytjandi, sölumaður, f. 22. maí 1946, d. 30. júlí 2021. Kona hans Áslaug Birna Hafstein.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gylfi.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. október 2003 og 2. júní 1994.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.