„Matthías Gíslason (Byggðarenda)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
(6 millibreytingar ekki sýndar frá 4 notendum)
Lína 1: Lína 1:
'''Matthías Gíslason''', [[Byggðarendi|Byggðarenda]], var fæddur að Vatnsholti í Flóa í Hraungerðishreppi þann 11. maí 1893 og lést 24. janúar 1930. Matthías byrjaði 15 ára gamall sjómennsku en fór til Vestmannaeyja árið 1915. Formennsku byrjaði hann 1919 á [[Hekla (bátur)|Heklu]]. Síðar var Matthías formaður á fleiri bátum. Árið 1930 var hann formaður á [[Ási|Ása]] og á honum fórst hann með allri áhöfn þann 24. janúar 1930 suður af [[Bjarnarey]] í suðaustan ofsaveðri.
[[Mynd:Matthias gislason.jpg|thumb|250 px|Matthías Gíslason]]
'''Matthías Gíslason''', [[Byggðarendi|Byggðarenda]], var fæddur að Vatnsholti í Flóa í Hraungerðishreppi þann 11. maí 1893 og lést 24. janúar 1930. Foreldrar Matthíasar voru Gísli Karelsson, f. 25. nóv. 1868, frá Sjávargötu á Eyrarbakka. Hann drukknaði í sjóslysi á Stokkseyrarsundi ásamt sjö öðrum sjómönnum 2. apríl 1908. Kona hans, Jónína Margrét Þórðardóttir, f. 25. maí 1870, d. 4. sept. 1951, var frá Vatnsholti í Villingaholtshreppi í Árnessýslu.
 
Matthías kvæntist [[Þórunn Júlía Sveinsdóttir|Þórunni Júlíu Sveinsdóttur]] þann 10. maí 1917. Fyrsta barn þeirra Þórunnar og Matthíasar fæddist 17. des. 1916 og fékk nafnið '''[[Ingólfur Matthíasson|Ingólfur Símon]]''' (Símonar-nafnið er Símon Dalaskáld). Frá [[Gjábakki|Gjábakka]] fluttust þau Þórunn og Matthías að [[Vestmannabraut]] 27, í hús sem hét [[Garðsauki]]. Það átti [[Árni Jónsson]] útgerðarmaður, hann átti vélbátinn Gissur hvíta. Þar fæddist '''[[Sveinn Matthíasson|Sveinn]]''' 14. ágúst 1918 og '''[[Óskar Matthíasson|Óskar]]''' 22. mars 1921. Frá Garðsauka flytjast þau hjón að [[Vallarnes|Vallarnesi]] og síðan á [[Hof]] við [[Urðavegur|Urðaveg]]. Á þessum árum eignuðust þau '''Gísla''', fæddur 17. apríl 1925, en hann lést í bílslysi í Reykjavík aðeins 8 ára gamall. '''[[Matthildur Þórunn Matthíasdóttir|Matthildur Þórunn]]''' fæddist 13. júní 1926. Það var síðan líklega 1928 sem þau kaupa minnsta húsið við [[Brekastígur|Brekastíg]], nr. 15a, en húsið heitir [[Byggðarendi]].
 
Matthías byrjaði 15 ára gamall sjómennsku en fór til Vestmannaeyja árið 1915. Formennsku byrjaði hann 1919 á [[Hekla (bátur)|Heklu]]. Síðar var Matthías formaður á fleiri bátum, [[Hekla VE|Heklu VE]], 1919, [[Unnur ÁR|Unni ÁR]], 1920, [[Kristbjörg I|Kristbjörgu I]] 1926-1928, [[Enok]] 1929.  
 
Árið 1930 var hann formaður á [[Ari VE 235|Ara]] og á honum fórst hann með fimm mönnum þann 24. janúar 1930 suður af [[Bjarnarey]] í suðaustan ofsaveðri.
 
== Myndir ==
<Gallery>
Mynd:KG-mannamyndir 7277.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 12399.jpg
 
</gallery>




{{Heimildir|
{{Heimildir|
* ''Sjómannablaðið Víkingur''. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.}}
* [[Sigmar Þór Sveinbjörnsson]]. ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2006.'' Vestmannaeyjar, 2006.
* ''Sjómannablaðið Víkingur''. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
* Viðbót við heimildir Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.
}}
 


[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Formenn]]
[[Flokkur:Formenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur:Íbúar við Brekastíg]]

Núverandi breyting frá og með 6. apríl 2019 kl. 20:09

Matthías Gíslason

Matthías Gíslason, Byggðarenda, var fæddur að Vatnsholti í Flóa í Hraungerðishreppi þann 11. maí 1893 og lést 24. janúar 1930. Foreldrar Matthíasar voru Gísli Karelsson, f. 25. nóv. 1868, frá Sjávargötu á Eyrarbakka. Hann drukknaði í sjóslysi á Stokkseyrarsundi ásamt sjö öðrum sjómönnum 2. apríl 1908. Kona hans, Jónína Margrét Þórðardóttir, f. 25. maí 1870, d. 4. sept. 1951, var frá Vatnsholti í Villingaholtshreppi í Árnessýslu.

Matthías kvæntist Þórunni Júlíu Sveinsdóttur þann 10. maí 1917. Fyrsta barn þeirra Þórunnar og Matthíasar fæddist 17. des. 1916 og fékk nafnið Ingólfur Símon (Símonar-nafnið er Símon Dalaskáld). Frá Gjábakka fluttust þau Þórunn og Matthías að Vestmannabraut 27, í hús sem hét Garðsauki. Það átti Árni Jónsson útgerðarmaður, hann átti vélbátinn Gissur hvíta. Þar fæddist Sveinn 14. ágúst 1918 og Óskar 22. mars 1921. Frá Garðsauka flytjast þau hjón að Vallarnesi og síðan á Hof við Urðaveg. Á þessum árum eignuðust þau Gísla, fæddur 17. apríl 1925, en hann lést í bílslysi í Reykjavík aðeins 8 ára gamall. Matthildur Þórunn fæddist 13. júní 1926. Það var síðan líklega 1928 sem þau kaupa minnsta húsið við Brekastíg, nr. 15a, en húsið heitir Byggðarendi.

Matthías byrjaði 15 ára gamall sjómennsku en fór til Vestmannaeyja árið 1915. Formennsku byrjaði hann 1919 á Heklu. Síðar var Matthías formaður á fleiri bátum, Heklu VE, 1919, Unni ÁR, 1920, Kristbjörgu I 1926-1928, Enok 1929.

Árið 1930 var hann formaður á Ara og á honum fórst hann með fimm mönnum þann 24. janúar 1930 suður af Bjarnarey í suðaustan ofsaveðri.

Myndir



Heimildir

  • Sigmar Þór Sveinbjörnsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2006. Vestmannaeyjar, 2006.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Viðbót við heimildir Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.