„Andrés Guðmundsson (Hrísnesi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðmundur ''Andrés'' Guðmundsson''' frá Hrísnesi, sjómaður, bifreiðastjóri, afgreiðslumaður fæddist 16. nóvember 1915 í Steini við Vesturveg 10 og lé...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 25: | Lína 25: | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Prestþjónustubækur. }} | *Prestþjónustubækur. }} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Sjómenn]] | [[Flokkur: Sjómenn]] | ||
[[Flokkur: Bifreiðastjórar]] | [[Flokkur: Bifreiðastjórar]] |
Núverandi breyting frá og með 3. júlí 2020 kl. 11:44
Guðmundur Andrés Guðmundsson frá Hrísnesi, sjómaður, bifreiðastjóri, afgreiðslumaður fæddist 16. nóvember 1915 í Steini við Vesturveg 10 og lést 1. janúar 1994.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson verkamaður í Hrísnesi, f. 26. ágúst 1867, d. 24. febrúar 1950, og kona hans Guðríður Andrésdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1880 á Syðri-Hól í Holtssókn, d. 20. nóvember 1961.
Börn Guðríðar og Guðmundar:
1. Andvana barn, f. 31. júlí 1910 í Múlakoti.
2. Magnea Steinunn Guðmundsdóttir, f. 27. ágúst 1912, d. 11. maí 1914.
3. Guðmundur Andrés Guðmundsson sjómaður, bifreiðastjóri, afgreiðslumaður, f. 16. nóvember 1915, d. 1. janúar 1994.
Andrés var með foreldrum sínum í æsku, í Steini og síðan Hrísnesi.
Hann hóf sjómennsku á ungligsárum varð vélstjóri, varð sjúkur og dvaldi á Vífilsstöðum um skeið 1951, en var frá líkamlegri vinnu í tvö ár.
Þá varð hann vörubifreiðastjóri hjá Bifreiðastöðinni, en stundaði sjómennsku á trillu sinni Val í frístundum og eitt sumar frá Patreksfirði.
Þau Hjálmrún fluttu til Reykjavíkur 1962, stunduðu fiskiðnað á Kirkjusandi. Þar vann Andrés í átta ár, en síðan við bensínafgreiðslu hjá Skeljungi til sjötugs.
Þau Hjálmrún giftu sig 1943, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Ásnesi í fyrstu, en voru komin í Hrísnes 1953.
Andrés lést 1994 og Hjálmrún á árinu 2000.
Kona Guðmundar, (26. desember 1943), var Hjálmrún Guðnadóttir frá Lambhúshóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 12. október 1920, d. 7. maí 2000.
Börn þeirra:
1. Magnea Kristbjörg Andrésdóttir, f. 21. maí 1944 í Ásnesi.
2. Guðmunda Andrésdóttir, f. 26. desember 1945 í Ásnesi, d. 23. febrúar 2018.
3. Guðjón Rúnar Andrésson, f. 10. maí 1953 í Hrísnesi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.