„Ólafur Ólafsson (Sólheimum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Ólafur Ólafsson (Sólheimum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 20. janúar 2020 kl. 16:33

Ólafur Ólafsson.

Ólafur Ólafsson kaupmaður á Sólheimum fæddist 8. ágúst 1873 í Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum og lést 8. apríl 1956.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson bóndi í Stóru-Mörk, f. 9. mars 1822 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 26. mars 1905, og kona hans Guðlaug Ólafsdóttir frá Vatnsdalskoti í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 10. febrúar 1833, d. 11. októer 1909.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, stundaði sjómennsku frá Eyjafjallasandi og Eyjum.
Þá var hann vinnumaður í Berjanesi hjá foreldrum Steinunnar Jónsdóttur.
Þau Steinunn giftu sig 1905, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Steinum og á Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum.
Steinunn lést 1919 úr sullaveiki.
Ólafur bjó á Eyvindarhólum, húsmaður, en flutti til Eyja 1925 með Jón Hörð son sinn. Þeir bjuggu í Skógum við Bessastíg 8 1927. Ólafur rak verslun í Eyjum til dauðadags, fyrst í húsinu Reyni við Bárustíg 5 en lengst af í Sólheimum við Njarðarstíg, íbúðarhúsi, sem hann keypti árið 1931. Var verslun hans ævinlega kölluð Verslun Óla Hóla.
Hann eignaðist Sigurbjörgu 1923 með Jóhönnu Sigurðardóttur, sem var ekkja og bústýra að Hlíð u. Eyjafjöllum. Hún flutti með Sigurbjörgu til Eyja 1928 og bjó með Ólafi síðan. Eyþór og Vilborg börn Jóhönnu af fyrra hjónabandi fluttust síðar til Eyja.

I. Kona Ólafs, (26. ágúst 1905), var Steinunn Auðbjörg Jónsdóttir í Núpakoti, síðar húsfreyja, f. 24. ágúst 1872 í Drangshlíð, d. 16. október 1919. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson frá Drangshlíð, bóndi, f. 18. júní 1828, d. 6. júní 1907, og Vilborg Jónsdóttir frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 25. apríl 1846, d. 12. janúar 1913.
Börn þeirra:
1. Kjartan Ólafsson hagfræðingur, rithöfundur í Reykjavík, f. 4. september 1905 í Núpakoti, d. 9. mars 1994. Barnsmóðir Dagrún E. Ólafsdóttir.
2. Haraldur Axel Ólafsson bifreiðastjóri í Varmahlíð u. Eyjafjöllum 1948, síðar bóndi í Vallnatúni, f. 29. desember 1906 í Núpakoti, d. 17. apríl 1977, ókvæntur.
3. Jón Hörður Ólafsson vélvirki í Reykjavík, f. 8. júní 1910 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 14. desember 1977. Kona hans Guðrún Ingimundardóttir.

II. Sambýliskona Ólafs (1928), var Jóhanna Kristín Sigurðardóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, ekkja, síðan húsfreyja, f. 9. september 1880, d. 20. október 1974.
Barn þeirra:
5. Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, kaupkona, f. 12. desember 1923 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 8. janúar 2020 að Hrafnistu í Reykjavík.
Börn Jóhönnu frá fyrra hjónabandi hennar:
6. Vilborg Guðjóna Sigurbergsdóttir húsfreyja í Eyjum, síðast á Selfossi, f. 10. júlí 1913, d. 27. október 1990.
7. Eyþór Sigurbergsson verkamaður í Eyjum, f. 29. apríl 1915, d. 22. nóvember 1972, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.