„Karl Guðmundsson (skipstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Karl Guðmundsson (skipstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 26: Lína 26:
Hann hóf ungur sjómennsku, tók hið meira vélstjórnarpróf hjá Fiskifélagi Íslands og síðar hið minna fiskimannapróf í Eyjum.<br>
Hann hóf ungur sjómennsku, tók hið meira vélstjórnarpróf hjá Fiskifélagi Íslands og síðar hið minna fiskimannapróf í Eyjum.<br>
Karl var  fyrst á Höfrungi, síðan á Tjaldi og Guðrúnu.<br>
Karl var  fyrst á Höfrungi, síðan á Tjaldi og Guðrúnu.<br>
Þá var hann skipstjóri á Gottu, en 1962 eignaðist hann Hafliða VE-13 ásamt [[Ármann Böðvarsson (vélstjóri)|Guðmundi ''Ármanni'' Böðvarssyni]] vélstjóra og gerðu þeir hann út til hins síðasta. Hann var seldur 1988. <br>
Þá var hann skipstjóri á Gottu, en 1962 eignaðist hann Hafliða VE-13 ásamt [[Ármann Böðvarsson (Ásum)|Guðmundi ''Ármanni'' Böðvarssyni]] vélstjóra og gerðu þeir hann út til hins síðasta. Hann var seldur 1988. <br>
Karl var í stjórn Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi um skeið.<br>
Karl var í stjórn Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi um skeið.<br>
Þau Símonía giftu sig 1943, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á [[Þrúðvangur|Þrúðvangi við Skólaveg 22]], voru komin á [[Brekastígur|Brekastíg 25]] 1947 og síðar á [[Sóleyjargata|Sóleyjargötu 4]].<br>
Þau Símonía giftu sig 1943, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á [[Þrúðvangur|Þrúðvangi við Skólaveg 22]], voru komin á [[Brekastígur|Brekastíg 25]] 1947 og síðar á [[Sóleyjargata|Sóleyjargötu 4]].<br>
Lína 33: Lína 33:
I. Kona Guðmundar ''Karls'', (23. október 1943), var [[Símonía Pálsdóttir|Símonía Valgerður Pálsdóttir]] húsfreyja, f. 7. febrúar 1925 í [[Langholt]]i, d. 25. febrúar 1878.<br>
I. Kona Guðmundar ''Karls'', (23. október 1943), var [[Símonía Pálsdóttir|Símonía Valgerður Pálsdóttir]] húsfreyja, f. 7. febrúar 1925 í [[Langholt]]i, d. 25. febrúar 1878.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Ingi Páll Karlsson]] sjómaður, f. 8. júní 1945 á Skólavegi 22. Kona hans [[Svana Högnadóttir]].<br>
1. [[Ingi Páll Karlsson]] sjómaður, f. 8. júní 1945 á Skólavegi 22. Kona hans [[Svana Anita Mountford (Vatnsdal)|Svana Anita Mountford]].<br>
2. [[Marta Karlsdóttir]] húsfreyja, rekur ræstingafyrirtæki í Eyjum, f. 15. september 1947 á Brekastíg 25. Maður hennar [[Helgi Sigurlásson]].<br>  
2. [[Marta Karlsdóttir]] húsfreyja, rekur ræstingafyrirtæki í Eyjum, f. 15. september 1947 á Brekastíg 25. Maður hennar [[Helgi Sigurlásson]].<br>  
3. [[Áróra Karlsdóttir]] starfsmaður sundlaugar í Keflavík, f. 30. apríl 1966 í Reykjavík, óg.
3. [[Áróra Karlsdóttir]] starfsmaður sundlaugar í Keflavík, f. 30. apríl 1966 í Reykjavík, óg.

Núverandi breyting frá og með 6. október 2023 kl. 13:59

Guðmundur Karl Guðmundsson.

Guðmundur Karl Guðmundsson fæddist 17. júlí 1922 og lést 25. ágúst 1987. Hann var kvæntur Símoníu Pálsdóttur. Þau bjuggu að Brekastíg 25 um miðja síðustu öld en bjuggu að Sóleyjargötu 4 seinni árin.

Karl var skipstjóri og útgerðarmaður.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Karl:

Karl veit ég kvíðinn varla,
köld þó að hríðin gnöldri.
Guðmundsson lögs á lundinn
leggur títt siglu-steggja.
Fjalari halur halar,
hafs út í bylja kafi.
Fengsæll með formanns gengi
fyrðurinn loðnung myrðir.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.

Frekari umfjöllun

Guðmundur Karl Guðmundsson skipstjóri fæddist 17. júlí 1922 í Sigtúni og lést 25. ágúst 1987 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason múrari, síðar afgreiðslumaður, f. 19. október 1893 í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi, d. 14. maí 1972, og kona hans Marta Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1897 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 6. apríl 1984.
Börn Mörtu og Guðmundar:
1. Guðmundur Karl Guðmundsson, f. 17. júlí 1922 í Sigtúni.
2. Steinunn Svala Guðmundsdóttir, f. 24. júní 1924 á Svalbarði.

Karl var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf ungur sjómennsku, tók hið meira vélstjórnarpróf hjá Fiskifélagi Íslands og síðar hið minna fiskimannapróf í Eyjum.
Karl var fyrst á Höfrungi, síðan á Tjaldi og Guðrúnu.
Þá var hann skipstjóri á Gottu, en 1962 eignaðist hann Hafliða VE-13 ásamt Guðmundi Ármanni Böðvarssyni vélstjóra og gerðu þeir hann út til hins síðasta. Hann var seldur 1988.
Karl var í stjórn Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi um skeið.
Þau Símonía giftu sig 1943, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Þrúðvangi við Skólaveg 22, voru komin á Brekastíg 25 1947 og síðar á Sóleyjargötu 4.
Símonía lést 1978 og Karl 1987.

I. Kona Guðmundar Karls, (23. október 1943), var Símonía Valgerður Pálsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1925 í Langholti, d. 25. febrúar 1878.
Börn þeirra:
1. Ingi Páll Karlsson sjómaður, f. 8. júní 1945 á Skólavegi 22. Kona hans Svana Anita Mountford.
2. Marta Karlsdóttir húsfreyja, rekur ræstingafyrirtæki í Eyjum, f. 15. september 1947 á Brekastíg 25. Maður hennar Helgi Sigurlásson.
3. Áróra Karlsdóttir starfsmaður sundlaugar í Keflavík, f. 30. apríl 1966 í Reykjavík, óg.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.