Svana Anita Mountford (Vatnsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Svana Anita Mountford frá Vatnsdal, húsfreyja og fiskiðnaðarkona í Eyjum fæddist 8. nóvember 1945 í Englandi.
Foreldrar hennar voru William Thomas Mountford flugmaður, f. 6. maí 1921 í Englandi, d. 23. ágúst 2012, og kona hans Anna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 12. september 1922 í Vatnsdal, d. 14. febrúar 2013.
Fósturfaðir hennar var Högni Sigurðsson yngri, vélstjóri, f. 19. janúar 1929 í Vatnsdal, d. 11. september 2018.

Börn Högna og Kristínar Ingibjargar Þorsteinsdóttur:
1. Þorsteinn Högnason bifreiðastjóri, f. 27. september 1947. Kona hans Helga Sigurðardóttir.
Börn Önnu og fósturbörn Högna:
2. Sigríður Högnadóttir húsfreyja, verslunarmaður í Eyjum, f. 5. september 1956. Barnsfaðir hennar Jón Stefánsson. Maður hennar er Haukur Hauksson sjómaður, f. 8. febrúar 1960 í Keflavík.
Börn Önnu og fósturbörn Högna:
3. Ágústa Patricia Högnadóttir húsfreyja í Eyjum, f. 14. mars 1944 á Englandi. Maður hennar er Stefán Jón Friðriksson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1943.
4. Svana Anita Mountford húsfreyja og fiskiðnaðarkona í Eyjum, f. 8. nóvember 1945 á Englandi. Maður hennar er Ingi Páll Karlsson sjómaður, eftirlitsmaður, f. 8. júní 1945.

Svana var með foreldrum sínum í Englandi og flutti til Eyja með móður sinni. Hún bjó með henni og Högna í Vatnsdal.
Þau Ingi Páll giftu sig 1966, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu að Fífilgötu 2 og Boðaslóð 11, fluttu til Reykjavíkur 2007 og hafa búið á Skúlagötu 20, en Ingi Páll dvelur nú á húkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík.

I. Maður Svönu, (11. júní 1966), er Ingi Páll Karlsson sjómaður, eftirlitsmaður gúmmíbjörgunarbáta, f. 8. júní 1945 á Þrúðvangi, d. 15. nóvember 2020.
Börn þeirra:
1. Valgerður Helga Ingadóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. febrúar 1965 í Eyjum. Fyrrum sambúðarmaður hennar Jóhann Berg Þorbergsson.
2. Hafliði Ingason starfsmaður við orkusölu, f. 10. ágúst 1974 í Eyjum. Barnsmóðir hans Gyða Stefanía Halldórsdóttir. Barnsmóðir hans Unnur Kristín Ragnarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Prestþjónustubækur.
  • Svana.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.