„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1988/Við minnisvarðann“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Einar í Betel SDBL. 1988.jpg|miðja|thumb]] | |||
<center><big><big>'''Við minnisvarðann hafa margir sótt huggun'''</big></big></center><br> | <center><big><big>'''Við minnisvarðann hafa margir sótt huggun'''</big></big></center><br> | ||
''Í samfellt þrjátíu ár hefur [[Einar J. Gíslason|Einar J. Gíslason]], sett sinn sérstœða svip á öll hátíðahöld sjómannadagsins hér í Vestmannaeyjum.'' | ''Í samfellt þrjátíu ár hefur [[Einar J. Gíslason|Einar J. Gíslason]], sett sinn sérstœða svip á öll hátíðahöld sjómannadagsins hér í Vestmannaeyjum.'' | ||
''Áhrifaríkastur er hann við minnisvarða drukknaðra og hrapaðra, og líða þœr stundir seint úr minni fólks.'' | ''Áhrifaríkastur er hann við minnisvarða drukknaðra og hrapaðra, og líða þœr stundir seint úr minni fólks.'' | ||
''Því þótti rétt að inna Einar nokkru nánar um þessa hluti og fer það hér á eftir í beinni rœðu, svo spurningar spyrils skemmi ekki hin sérstœða stíl Einars.''<br> | ''Því þótti rétt að inna Einar nokkru nánar um þessa hluti og fer það hér á eftir í beinni rœðu, svo spurningar spyrils skemmi ekki hin sérstœða stíl Einars.''<br> | ||
Árið 1935, er ég var 12 ára gamall, sótti ég [[Þjóðhátíðin|Þjóðhátíð]] í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]]. Aðal ræðumenn voru þar um árabil séra [[Jes A. Gíslason|Jes A. Gíslason]] og [[Páll Oddgeirsson|Páll Oddgeirsson]] kaupmaður.<br> | Árið 1935, er ég var 12 ára gamall, sótti ég [[Þjóðhátíðin|Þjóðhátíð]] í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]]. Aðal ræðumenn voru þar um árabil séra [[Jes A. Gíslason|Jes A. Gíslason]] og [[Páll Oddgeirsson|Páll Oddgeirsson]] kaupmaður.<br> | ||
Þar og þá varpaði Páll fram hugmynd sinni um minnisvarða um hrapaða og drukknaða sjómenn. Það tók heil 16 ár, að koma þessari hugsjón hans í framkvæmd. Minnisvarðinn var gerður af [[Guðmundur Einarsson|Guðmundi Einarssyni]] frá Miðdal. Rætt var um að stað Séra [[Halldór Kolbeins|Halldór Kolbeins]] sóknarprestur, mun hafa minnst drukknaðra og hrapaðra og þeirra er farist höfðu í flugslysum. Gerði hann það nokkurm sinnum, síðar [[Steingrímur Benediktsson|Steingrímur Benediktsson]], kennari.<br> | Þar og þá varpaði Páll fram hugmynd sinni um minnisvarða um hrapaða og drukknaða sjómenn. Það tók heil 16 ár, að koma þessari hugsjón hans í framkvæmd. Minnisvarðinn var gerður af [[Guðmundur Einarsson|Guðmundi Einarssyni]] frá Miðdal. Rætt var um að stað Séra [[Halldór Kolbeins|Halldór Kolbeins]] sóknarprestur, mun hafa minnst drukknaðra og hrapaðra og þeirra er farist höfðu í flugslysum. Gerði hann það nokkurm sinnum, síðar [[Steingrímur Benediktsson|Steingrímur Benediktsson]], kennari.<br> | ||
7. janúar 1957, drukknaði [[Halldór Ágústsson]], [[Faxastígur|Faxastíg]] 6 A, af báti sínum Maí, (áður Viggó). Halldór var hinn mesti myndarmaður, til orðs og æðis.. Hann var lærður skipasmiður hjá [[Gunnar Marel Jónsson|Gunnari Marel]] og byggði hús yfir aldraða foreldra sína og yngri systkini. Síðan byggði hann hús yfir sig og fjölskyldu sína, að Faxastíg 6 a. Þar með urðum við nágrannar, auk þess vorum við skyldir í gegnum Elínu móðir hans, af Presta-Högna ætt.. Það var mikill eftirsjá í Halldóri, fyrir ekkju hans [[Guðbjörg Sigurjónsdóttir|Guðbjörgu Sigurjónsdóttur]] frá [[Víðidalur|Víðidal]] og 3 ung börn.<br> | 7. janúar 1957, drukknaði [[Halldór Ágústsson]], [[Faxastígur|Faxastíg]] 6 A, af báti sínum Maí, (áður Viggó). Halldór var hinn mesti myndarmaður, til orðs og æðis.. Hann var lærður skipasmiður hjá [[Gunnar Marel Jónsson|Gunnari Marel]] og byggði hús yfir aldraða foreldra sína og yngri systkini. Síðan byggði hann hús yfir sig og fjölskyldu sína, að Faxastíg 6 a. Þar með urðum við nágrannar, auk þess vorum við skyldir í gegnum Elínu móðir hans, af Presta-Högna ætt.. Það var mikill eftirsjá í Halldóri, fyrir ekkju hans [[Guðbjörg Sigurjónsdóttir|Guðbjörgu Sigurjónsdóttur]] frá [[Víðidalur|Víðidal]] og 3 ung börn.<br> | ||
Aðfaranótt síðasta gamlársdags, sem Halldór lifði, birtist honum mjög merkileg opinberun. Sagði hann mér frá þessu, einum manna, og var mikið undirniðri.. Hann leit út um n.a. gluggann í húsi sínu og sá til Eyjafjallajökuls, í norðan átt og hreinviðri.. Snögglega opnast himininn og út kemur Jesús Kristur, með miklum fjölda engla. [[Heimaey]] var myrkri hjúpuð, en ljós var yfir [[Stakkagerðistún|Stakkagerðistúni]], þar var hópur fólks samankominn, sem Halldór þekkti, þar á meðal [[Guðríður Þóroddsdóttir|Guðríði Þóroddsdóttur]] frá [[Víðidalur|Víðidal]] og fjölda annarra íbúa Eyjanna, sem allt var þekkt fyrir Guðs trú og vandað líferni. Halldór blandar sér í þennan hóp og upplifir í anda sínum upphrifninguna, sbr. Þess. 4. 16-18. | Aðfaranótt síðasta gamlársdags, sem Halldór lifði, birtist honum mjög merkileg opinberun. Sagði hann mér frá þessu, einum manna, og var mikið undirniðri.. Hann leit út um n.a. gluggann í húsi sínu og sá til Eyjafjallajökuls, í norðan átt og hreinviðri.. Snögglega opnast himininn og út kemur Jesús Kristur, með miklum fjölda engla. [[Heimaey]] var myrkri hjúpuð, en ljós var yfir [[Stakkagerðistún|Stakkagerðistúni]], þar var hópur fólks samankominn, sem Halldór þekkti, þar á meðal [[Guðríður Þóroddsdóttir|Guðríði Þóroddsdóttur]] frá [[Víðidalur|Víðidal]] og fjölda annarra íbúa Eyjanna, sem allt var þekkt fyrir Guðs trú og vandað líferni. Halldór blandar sér í þennan hóp og upplifir í anda sínum upphrifninguna, sbr. Þess. 4. 16-18.[[Mynd:Einar J. Gíslason var til margra ára skoðunarmaður SDBL. 1988.jpg|vinstri|thumb|Einar J. Gíslason, var til margra ára skoðunarmaður björgunarbáta fiskveiðiflota Eyjamanna.]] | ||
Halldór var mikið niðri fyrir og bað mig um útskýringu. Útskýrði ég fyrir honum endurkomu Jesús Krists og að hann sjálfur yrði viðbúinn henni, fyrir trúna á Jesúm. Viku seinna gisti Halldór hina votu gröf. Ég heimsótti heimili Halldórs heitins sama kvöld. Þar ríkti sorg og mikill harmur. Gerði ég bæn og sagði frá opinberun Halldórs, var þetta ekkju hans og öldruðum foreldrum mikil huggun.<br> | Halldór var mikið niðri fyrir og bað mig um útskýringu. Útskýrði ég fyrir honum endurkomu Jesús Krists og að hann sjálfur yrði viðbúinn henni, fyrir trúna á Jesúm. Viku seinna gisti Halldór hina votu gröf. Ég heimsótti heimili Halldórs heitins sama kvöld. Þar ríkti sorg og mikill harmur. Gerði ég bæn og sagði frá opinberun Halldórs, var þetta ekkju hans og öldruðum foreldrum mikil huggun.<br> | ||
Á sjómannadag 1957, er ég beðinn um að halda ræðu við minnisvarðann. Þetta framangreinda var undanfari þess. Ég fann minnimáttarkennd og óverðugleika, vildi draga mig undan, en fyrir þrábeiðni sjómannadagsráðs lét ég tilleiðast. Næsta sjómannadag 1988, mun ég gegna þessari þjónustu í 31. sinni..<br> | Á sjómannadag 1957, er ég beðinn um að halda ræðu við minnisvarðann. Þetta framangreinda var undanfari þess. Ég fann minnimáttarkennd og óverðugleika, vildi draga mig undan, en fyrir þrábeiðni sjómannadagsráðs lét ég tilleiðast. Næsta sjómannadag 1988, mun ég gegna þessari þjónustu í 31. sinni..<br> |
Núverandi breyting frá og með 20. febrúar 2019 kl. 14:24
Í samfellt þrjátíu ár hefur Einar J. Gíslason, sett sinn sérstœða svip á öll hátíðahöld sjómannadagsins hér í Vestmannaeyjum.
Áhrifaríkastur er hann við minnisvarða drukknaðra og hrapaðra, og líða þœr stundir seint úr minni fólks.
Því þótti rétt að inna Einar nokkru nánar um þessa hluti og fer það hér á eftir í beinni rœðu, svo spurningar spyrils skemmi ekki hin sérstœða stíl Einars.
Árið 1935, er ég var 12 ára gamall, sótti ég Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Aðal ræðumenn voru þar um árabil séra Jes A. Gíslason og Páll Oddgeirsson kaupmaður.
Þar og þá varpaði Páll fram hugmynd sinni um minnisvarða um hrapaða og drukknaða sjómenn. Það tók heil 16 ár, að koma þessari hugsjón hans í framkvæmd. Minnisvarðinn var gerður af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal. Rætt var um að stað Séra Halldór Kolbeins sóknarprestur, mun hafa minnst drukknaðra og hrapaðra og þeirra er farist höfðu í flugslysum. Gerði hann það nokkurm sinnum, síðar Steingrímur Benediktsson, kennari.
7. janúar 1957, drukknaði Halldór Ágústsson, Faxastíg 6 A, af báti sínum Maí, (áður Viggó). Halldór var hinn mesti myndarmaður, til orðs og æðis.. Hann var lærður skipasmiður hjá Gunnari Marel og byggði hús yfir aldraða foreldra sína og yngri systkini. Síðan byggði hann hús yfir sig og fjölskyldu sína, að Faxastíg 6 a. Þar með urðum við nágrannar, auk þess vorum við skyldir í gegnum Elínu móðir hans, af Presta-Högna ætt.. Það var mikill eftirsjá í Halldóri, fyrir ekkju hans Guðbjörgu Sigurjónsdóttur frá Víðidal og 3 ung börn.
Aðfaranótt síðasta gamlársdags, sem Halldór lifði, birtist honum mjög merkileg opinberun. Sagði hann mér frá þessu, einum manna, og var mikið undirniðri.. Hann leit út um n.a. gluggann í húsi sínu og sá til Eyjafjallajökuls, í norðan átt og hreinviðri.. Snögglega opnast himininn og út kemur Jesús Kristur, með miklum fjölda engla. Heimaey var myrkri hjúpuð, en ljós var yfir Stakkagerðistúni, þar var hópur fólks samankominn, sem Halldór þekkti, þar á meðal Guðríði Þóroddsdóttur frá Víðidal og fjölda annarra íbúa Eyjanna, sem allt var þekkt fyrir Guðs trú og vandað líferni. Halldór blandar sér í þennan hóp og upplifir í anda sínum upphrifninguna, sbr. Þess. 4. 16-18.
Halldór var mikið niðri fyrir og bað mig um útskýringu. Útskýrði ég fyrir honum endurkomu Jesús Krists og að hann sjálfur yrði viðbúinn henni, fyrir trúna á Jesúm. Viku seinna gisti Halldór hina votu gröf. Ég heimsótti heimili Halldórs heitins sama kvöld. Þar ríkti sorg og mikill harmur. Gerði ég bæn og sagði frá opinberun Halldórs, var þetta ekkju hans og öldruðum foreldrum mikil huggun.
Á sjómannadag 1957, er ég beðinn um að halda ræðu við minnisvarðann. Þetta framangreinda var undanfari þess. Ég fann minnimáttarkennd og óverðugleika, vildi draga mig undan, en fyrir þrábeiðni sjómannadagsráðs lét ég tilleiðast. Næsta sjómannadag 1988, mun ég gegna þessari þjónustu í 31. sinni..
Ekki er hægt á alvöru stund, að minnast þeirra sem farnir eru á undan okkur, nema hafa bæn og trúarlegt ívaf. Við minnisvarðann hafa margir sótt huggun og styrk á sorgarstundu.
Ekki er minnsti vafi á að íbúar Vestmannaeyja, eru opnari, en yfirleitt gerist fyrir bæn og trú. Reynslur og slysfarir, hafa kennt þeim, að leita Drottins í bæn. Ómetanlegur þáttur í athöfnunum, við minnisvarðann, er leikur Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Hafa stjórnendur hennar, reynst mjög samvinnuþýðir, bæði Oddgeir Kristjánsson og Hjálmar Guðnason. Það eru hátíðleg augnablik, þegar Lúðrasveitin leikur ,,Hærra minn Guð til þín hærra til þín". Allir lyfta höfuðfötum, helgi og lotning og virðing við minningu látinna, gegnumbifar hverja sál.
Minnisstæðir sjómannadagar eru fyrst og fremst þeir, þegar ekki verða slys. Þungir eru þeir dagar, þegar skörð hafa komið í sjómannastéttina. Stærsta slysið er þegar Grétar Skaftason fórst með áhöfn sinni á Þráni N.K. 7, að talið er austur í Reynisdýpi. Einnig er mér persónulega minnisstætt þegar Erlingur 4. fórst. Þá nótt vorum við á Gæfu, að berjast heim í S.A stormi, vestan af Selvogsbanka. Erlingur 4. lensaði til miða. Um það leyti, er við náðum höfn, vildi slysið til og tveir menn drukknuðu og komust ekki í gúmmíbátinn, sem Halkíon bjargaði og kom með til hafnar.
Sjómannadagurinn er haldinn í fimmtugasta sinni á Íslandi, en fertugasta og áttunda sinni hér í Eyjum. Ég bið sjómönnum í Eyjum, allra heilla og verndar Drottins. Jafnframt minnumst við þeirra, sem gista vota gröf, í trú um endurfundi heima hjá Drottni.
Einar J Gíslason frá Arnarhóli.