„Jón Magnússon (Merkisteini)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jón Magnússon''' sjómaður í Merkisteini, síðar í Bandaríkjunum fæddist 13. september 1893 og lést 7. október 1967.<br> Foreldrar hans voru Magnús Snorr...) |
m (Verndaði „Jón Magnússon (Merkisteini)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 10. mars 2018 kl. 18:12
Jón Magnússon sjómaður í Merkisteini, síðar í Bandaríkjunum fæddist 13. september 1893 og lést 7. október 1967.
Foreldrar hans voru Magnús Snorrason bóndi í Garðhúsum og Syðri-Sýrlæk í Flóa, f. 5. nóvember 1854, d. 26. júlí 1903, og kona hans Oddný Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1864, d. 11. febrúar 1950.
Fósturforeldrar hans voru Sigurður Ísleifsson smiður í Merkisteini, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir.
Oddný var systir
1. Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju og ljósmóður í Merkisteini.
Magnús faðir Jóns lést 1903, er Jón var á tíunda árinu. Guðrún móðursystir hans tók hann í fóstur og hann fylgdi þeim til Eyja 1903.
Hann var með þeim í Merkisteini 1910, vinnumaður þar 1917, en fluttur 1918.
Jón var sjómaður í Reykjavík um skeið, en fluttist til Boston í Bandaríkjunum og stundaði þar sjómennsku.
Hann var ókvæntur, lést 1967.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.