Jón Magnússon (Merkisteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Magnússon sjómaður í Merkisteini, síðar í Bandaríkjunum fæddist 13. september 1893 og lést 7. október 1967.
Foreldrar hans voru Magnús Snorrason bóndi í Garðhúsum og Syðri-Sýrlæk í Flóa, f. 5. nóvember 1854, d. 26. júlí 1903, og kona hans Oddný Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1864, d. 11. febrúar 1950. Fósturforeldrar hans voru Sigurður Ísleifsson smiður í Merkisteini, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir.

Oddný var systir
1. Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju og ljósmóður í Merkisteini.

Magnús faðir Jóns lést 1903, er Jón var á tíunda árinu. Guðrún móðursystir hans tók hann í fóstur og hann fylgdi þeim til Eyja 1903.
Hann var með þeim í Merkisteini 1910, vinnumaður þar 1917, en fluttur 1918.
Jón var sjómaður í Reykjavík um skeið, en fluttist til Boston í Bandaríkjunum og stundaði þar sjómennsku.
Hann var ókvæntur, lést 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.