„Jón Sighvatsson (Jómsborg)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 16. desember 2018 kl. 17:29

Jón

Jón Sighvatsson í Jómsborg fæddist 4. júlí 1856 og lést 5. desember 1932. Hann var kaupmaður.

Jón var bókavörður Bókasafns Vestmannaeyja á árunum 1905-1924.

Kona Jóns var Karolína K. Oddsdóttir og áttu þau 4 börn Sæmund, Þorstein, Kristínu og Jónínu.

Frekari umfjöllun

Jón Sighvatsson útgerðarmaður, söðlasmiður, síðar kaupmaður og bókavörður í Jómsborg fæddist 4. júlí 1856 að Eyvindarholti u. Eyjafjöllum og lést 5. des. 1932.
Foreldrar hans voru Sighvatur bóndi, hreppstjóri og alþingismaður í Eyvindarholti u. Eyjafjöllum 1843-1901, en síðan í Rvk, f. 29. nóv. 1823, d. 20. júlí 1911, Árna bónda að Yzta-Skála Sveinssonar og konu Árna, Jórunnar Sighvatsdóttur í Skálakoti, Einarssonar.

Móðir Jóns og barnsmóðir Sighvats var Guðný, þá vinnukona hjá Sighvati í Efri-Holtum, síðar húsfreyja í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 21. apríl 1823, Brynjólfsdóttir, Brynjólfssonar, og konu Brynjólfs, Guðnýjar Erlendsdóttur húsfreyju.

Jón var með föður sínum og fjölskyldu frá fæðingu og enn 1870. Hann lærði söðlasmíði og bókband og var á heimili föður síns í Eyvindarholti 1880.
Þau Karólína giftu sig 1883 og bjuggu í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum til 1898, eignuðust sex börn.
Jón stundaði lengi sjómennsku við Eyjafjallasand og var formaður, en fluttist með fjölskyldu sína til Eyja 1898.
Hann var pakkhúsmaður hjá J.P.T. Bryde-verzlun, síðar hjá Gísla J. Johnsen.
Jón gerðist bóksali og var lengi bókavörður við Bókasafnið.

I. Kona Jóns, (1. jan. 1883), var Karólína Kristín Oddsdóttir húsfreyja, ættuð af Snæfellsnesi, f. 21. nóvember 1856, d. 12. september 1936.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Johnson bóksali, f. 19. júlí 1883, d. 16. júní 1959.
2. Þorvaldur Jónsson sjómaður, f. 7. júlí 1884, drukknaði 22. júní 1903.
3. Oddur Jónsson sjómaður, síðar Vestanhafs, f. 17. júlí 1885.
4. Sæmundur Jónsson útgerðarmaður, f. 2. apríl 1888, d. 31. mars 1968.
5. Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Garðhúsum, f. 7. ágúst 1890, d. 21. nóvember 1968.
6. Jónína Jónsdóttir húsfreyja á Hlíðarenda, f. 11. júlí 1892, síðast í Hafnarfirði, d. 21. mars 1976.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.