„Jenný Andersen (Landlyst)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Jenný Andersen''' húsfreyja fæddist 10. maí 1911 á Patreksfirði og lést 29. ágúst 1972.<br> | '''Jenný Andersen''' húsfreyja fæddist 10. maí 1911 á Patreksfirði og lést 29. ágúst 1972.<br> | ||
Foreldrar hennar voru [[Jens Andersen]] skipasmiður, skipstjóri, f. 10. ágúst 1885 og kona hans Svanlaug Þóra Magnúsdóttir á Patreksfirði, f. 26. október 1885, d. 1. september 1915.<br> | Foreldrar hennar voru [[Jens Andersen]] skipasmiður, skipstjóri, f. 10. ágúst 1885, d. 15. júní 1962, og kona hans Svanlaug Þóra Magnúsdóttir á Patreksfirði, f. 26. október 1885, d. 1. september 1915.<br> | ||
Föðurbræður Jennýjar voru:<br> | Föðurbræður Jennýjar voru:<br> |
Núverandi breyting frá og með 18. apríl 2018 kl. 17:16
Jenný Andersen húsfreyja fæddist 10. maí 1911 á Patreksfirði og lést 29. ágúst 1972.
Foreldrar hennar voru Jens Andersen skipasmiður, skipstjóri, f. 10. ágúst 1885, d. 15. júní 1962, og kona hans Svanlaug Þóra Magnúsdóttir á Patreksfirði, f. 26. október 1885, d. 1. september 1915.
Föðurbræður Jennýjar voru:
1. Pétur Andersen formaður, ættfaðir Andersen-ættar í Eyjum, og
2. Svend Ove Andersen.
Systkini Jennýjar voru:
3. Adolf Andersen.
4. Elna Andersen.
Hálfbróðir Jennýjar, samfeðra, var
5. Torfi Alexander (Andersen) Helgason.
Bræðrungar Jennýjar, synir Svends Ove eru:
6. Erling Andersen.
7. Arnar Andersen
Jenný missti móður sína, er hún var á 4. árinu. Hún fluttist frá Patreksfirði til Eyja með föður sínum 1915, finnst ekki skráð þar 1915 og 1916, en var hjá Jóhönnu og Pétri föðurbróður sínum í Landlyst 1917. Faðir hennar var farinn þaðan 1918 og Jenný var þá tökubarn í Landlyst. Hún var tökubarn hjá frændfólkinu á Sólbakka 1919, ættingi þar 1920, tökubarn þar 1922-1925, fósturbarn þar 1927. Hún dvaldi þar 1930, en heimili hennar var á Klapparstíg 17 í Reykjavík.
Þau Viggó bjuggu í Eyjum í nokkur ár með Hrönn, voru á Sólbakka (Hásteinsvegi 3) 1949, en þar bjó þá Pétur Andersen föðurbróðir hennar með Magneu síðari konu sinni.
Viggó lést 1962.
Jenný bjó með Inga Birni um nokkurra ára skeið.
Hún bjó síðast á Suðurlandsbraut 108, lést 1972.
I. Maður Jennýjar var Viggó Símonarson sjómaður, f. 16. nóvember 1905 í Melhúsum í Leiru, d. 13. apríl 1962.
Barn þeirra hér:
1. Hrönn Viggósdóttir húsfreyja, 16. júní 1940, d. 13. nóvember 2001.
II. Sambýlismaður Jennýjar var Ingi Björn Ívarsson sjómaður, f. 3. janúar 1909, d. 1. febrúar 1991.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.