Hrönn Viggósdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hrönn Viggósdóttir.

Hrönn Viggósdóttir húsfreyja, starfsmaður Landsímans og Landspítalans fæddist 16. júní 1940 í Reykjavík og lést 13. nóvember 2001 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Viggó Símonarson sjómaður, f. 16. nóvember 1905 í Melhúsum í Leiru, Gull., d. 13. apríl 1962, og kona hans Jenný Andersen frá Landlyst, húsfreyja, f. 10. maí 1911 á Patreksfirði, d. 29. ágúst 1972.

Afabræður Hrannar voru:
1. Pétur Andersen formaður, ættfaðir Andersen-ættar í Eyjum.
2. Svend Ove Andersen.
Móðursystkini Hrannar voru:
3. Adolf Andersen.
4. Elna Andersen.
5. Torfi Alexander (Andersen) Helgason.
Móðurbræðrungar Hrannar, synir Svends Ove:
6. Erling Andersen.
7. Arnar Andersen.

Fyrst ár ævinnar bjó Hrönn með foreldrum sínum í Reykjavík, fluttist með þeim til Eyja og bjó með þeim á Sólbakka nokkur ár.
Hún fluttist til frændfólks síns í Efra-Hreppi í Skorradal á tíunda árinu og dvaldi þar fram yfir fermingu, en fór þá í Héraðsskólann í Skógum og lauk gagnfræðaprófi.
Þau Björgvin hófu búskap á Selfossi 1960, giftu sig 1961, en fluttust til Reykjavíkur 1966, bjuggu lengst í Þykkvabæ 8 og eignuðust fjögur börn.
Hrönn vann við Landsímann á Selfossi 1959-1966, vann hjá honum í afleysingum á sumrum, en starfaði hjá Landsímanum frá 1981-1991, en þá hóf hún aftur störf hjá Landsímanum við símavörslu og síðar skrifstofuvinnu.

I. Maður Hrannar, (16. september 1961), var Björgvin Halldórsson frá Króktúni í Hvolhreppi, f. 14. ágúst 1942. Foreldrar hans voru Halldór Páll Jónsson, f. 14. nóvember 1903 á Moshvoli í Hvolhreppi, d. 23. desember 1965, og Katrín Jónína Guðjónsdóttir, f. 10. janúar 1900 á Brekkum, Hvolhreppi, d. 21. maí 1954.
Börn þeirra:
1. Katrín Jónína Björgvinsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 26. nóvember 1960. Maður hennar er Gylfi Magnús Einarsson múrarameistari, f. 15. september 1959.
2. Jenný Björgvinsdóttir húsfreyja, ferðamálafræðingur, f. 20. september 1965. Maður hennar var Páll Þ.Ó. Hillers, f. 4. janúar 1963.
3. Daníela Björgvinsdóttir húsfreyja, flugfreyja, f. 25 ágúst 1967. Maður hennar er Hinrik Valsson Norðfjörð danskennari, f. 13. desember 1967.
4. Elísabet Björgvinsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, fjármálastjóri, f. 15 febrúar 1972. Maður hennar er Arnar Þór Jónsson viðskiptafræðingur, f. 7. júlí 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.