Viggó Símonarson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Viggó Símonarson sjómaður á Sólbakka fæddist 16. nóvember 1905 í Melhúsum í Leiru, Gull. og lést 13. apríl 1962.
Foreldrar hans voru Símon Guðmundsson útvegsbóndi í Hrúðurnesi í Gerðahreppi, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1887, d. 8. október 1977, og Sveinsína Pétursdóttir, hjá móður sinni í Bergvík í Útskálasókn 1901, f. 25. október 1880, d. 27. mars 1908.

Viggó missti móður sína, er hann var á þriðja árinu. Hann var hjá föðurforeldrum sínum í Melshúsum í Útskálasókn 1910 og 1920, var háseti á Grund í Reykjavík 1930, sjómaður í Reykjavík 1945.
Þau Jenný bjuggu á Sólbakka 1949 með Hrönn hjá sér, en síðar í Reykjavík.

I. Kona Viggós var Jenný Andersen húsfreyja, f. 10. maí 1911 á Patreksfirði, d. 29. ágúst 1972.
Barn þeirra:
1. Hrönn Viggósdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 16. júní 1940, d. 13. nóvember 2001.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 23. nóvember 2001. Minning Hrannar Viggósdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.