„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1957/ Bernskuminning“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<br> | |||
<big><center>[[Eyjólfur Gíslason|EYJÓLFUR GÍSLASON]]</center></big><br> | <big><center>[[Eyjólfur Gíslason|EYJÓLFUR GÍSLASON]]</center></big><br> | ||
<big><big><center>BERNSKUMINNING</center></big></big><br> | <big><big><center>''BERNSKUMINNING</center></big></big><br> | ||
Þegar mótorbátarnir komu hingað fyrst, greip flesta drengi, sem þá voru hér á æskuskeiði, mjög mikill áhugi fyrir þeim, og reyndu þeir að líkja eftir þeim í sem flestum leikjum sínum, líkt og drengir gerðu síðar að leika eftir bílum og flugvélum, þegar þau farartæki komu í notkun.<br> | Þegar mótorbátarnir komu hingað fyrst, greip flesta drengi, sem þá voru hér á æskuskeiði, mjög mikill áhugi fyrir þeim, og reyndu þeir að líkja eftir þeim í sem flestum leikjum sínum, líkt og drengir gerðu síðar að leika eftir bílum og flugvélum, þegar þau farartæki komu í notkun.<br> | ||
Oft léku drengir sér þá að því að „skopra“ gjörð, og var það með þeim hætti, að gjörðinni var haldið í jafnvægi og slegin áfram með um það bil álnar langri spýtu.<br> | Oft léku drengir sér þá að því að „skopra“ gjörð, og var það með þeim hætti, að gjörðinni var haldið í jafnvægi og slegin áfram með um það bil álnar langri spýtu.<br> | ||
Þegar fleiri drengir voru samankomnir, varð úr þessu mótorbátaleikur og kappkeyrsla og hlutu þá gjarðirnar bátsheitin, svo sem [[Unnur VE-80|Unnur]], [[Friðþjófur VE-98|Friðþjófur]], [[Bergþóra VE-88|Bergþóra]], [[Njáll VE-120|Njáll]], [[Neptúnus VE-183|Neptúnus]], [[Fálki VE-21|Fálki]], [[Haffrú VE|Haffrú]] o. s. frv. Og auðvitað langaði okkur að líkjast formönnunum á bátunum að einhverju leyti og reyndum víst að stæla þá í töktum og tilburðum, því að upp til þeirra litum við með sérstakri | Þegar fleiri drengir voru samankomnir, varð úr þessu mótorbátaleikur og kappkeyrsla og hlutu þá gjarðirnar bátsheitin, svo sem [[Unnur VE-80|Unnur]], [[Friðþjófur VE-98|Friðþjófur]], [[Bergþóra VE-88|Bergþóra]], [[Njáll VE-120|Njáll]], [[Neptúnus VE-183|Neptúnus]], [[Fálki VE-21|Fálki]], [[Haffrú VE|Haffrú]] o. s. frv. Og auðvitað langaði okkur að líkjast formönnunum á bátunum að einhverju leyti og reyndum víst að stæla þá í töktum og tilburðum, því að upp til þeirra litum við með sérstakri lotningu og aðdáun.<br> | ||
[[Mynd:Þessir_kunna_á_því_tökin.png|250px|thumb|''Þessir kunna á því tökin.]]<br> | |||
Þegar við vorum að þessum leik, reyndum við að „keyra“ sem mest og komast fyrstir í höfn, þ. e. a. s. að marki.<br> | Þegar við vorum að þessum leik, reyndum við að „keyra“ sem mest og komast fyrstir í höfn, þ. e. a. s. að marki.<br> | ||
Þá voru það og margir drengir, sem reyndu að klambra sér upp bátalíkönum við heimili sín, og ætla ég nú að segja frá tveimur slíkum.<br> | Þá voru það og margir drengir, sem reyndu að klambra sér upp bátalíkönum við heimili sín, og ætla ég nú að segja frá tveimur slíkum.<br> | ||
Ég átti | Ég átti leikbróður, sem hét Jón Vestmann, og átti hann heima á [[Vesturhús-eystri|Eystri-Vesturhúsum]].<br> | ||
Við byggðum okkur báta, og vorum við í félagsvinnu við það og alla aðdrætti. En það tók okkur langan tíma og mörg sporin að leita eftir spýtum og braki til bátasmíðanna; því að þá lá ekki timbur og spýtnabrak í hrönnum í flæðarmáli eða annars staðar, eins og nú á sér stað. Nei, allt slíkt var hirt jafnóðum til eldsneytis. Ekki höfðu drengir hér þá þau auraráð, að þeir gætu keypt sér spýtu, enda hefði slíkt verið talin ráðleysa og ekki leyft af foreldrunum. Þótti gott ef fengust 5 til 10 aurar til að kaupa nagla, sem oftast var vöntun á.<br> | Við byggðum okkur báta, og vorum við í félagsvinnu við það og alla aðdrætti. En það tók okkur langan tíma og mörg sporin að leita eftir spýtum og braki til bátasmíðanna; því að þá lá ekki timbur og spýtnabrak í hrönnum í flæðarmáli eða annars staðar, eins og nú á sér stað. Nei, allt slíkt var hirt jafnóðum til eldsneytis. Ekki höfðu drengir hér þá þau auraráð, að þeir gætu keypt sér spýtu, enda hefði slíkt verið talin ráðleysa og ekki leyft af foreldrunum. Þótti gott ef fengust 5 til 10 aurar til að kaupa nagla, sem oftast var vöntun á.<br> | ||
Þegar við Jón leikbróðir stóðum í þessari bátasmíði, varð okkur drýgst til fanga við Íshúsið, sem nú er [[Ingólfshvoll]] við [[Landagata|Landagötu]]. Síldin var þá oft flutt hingað í tunnum, sennilega frá Noregi(?). Tunnunum var svo staflað upp tómum, utan við Íshúsið, oftast norðan við það, en þar vildu þær stundum gisna í sundur og falla í stafi. Íshúsvörður var þá [[Högni Sigurðsson (Vatnsdal)|Högni Sigurðsson]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]]. Hann virtist skilja vel kvabb okkar drengjanna, og ekki man ég til, að hann léti okkur tómhenta frá sér fara, ef við gátum bent honum á lausa tunnustafi, sem við gerðum víst oftast. En að taka þá í leyfisleysi datt víst hvorugum okkar í hug. Man ég það, að Högni gaf okkur stundum ráð og leiðbeiningar við bátasmíðina, því sennilega höfum við sagt honum allar okkar ráðagerðir og tilhögun við það starf, og máske hefur hann þá brosað í kampinn? En síðan hefur mér ávallt verið mjög hlýtt til Högna í Vatnsdal.<br> | Þegar við Jón leikbróðir stóðum í þessari bátasmíði, varð okkur drýgst til fanga við Íshúsið, sem nú er [[Ingólfshvoll]] við [[Landagata|Landagötu]]. Síldin var þá oft flutt hingað í tunnum, sennilega frá Noregi(?). Tunnunum var svo staflað upp tómum, utan við Íshúsið, oftast norðan við það, en þar vildu þær stundum gisna í sundur og falla í stafi. Íshúsvörður var þá [[Högni Sigurðsson (Vatnsdal)|Högni Sigurðsson]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]]. Hann virtist skilja vel kvabb okkar drengjanna, og ekki man ég til, að hann léti okkur tómhenta frá sér fara, ef við gátum bent honum á lausa tunnustafi, sem við gerðum víst oftast. En að taka þá í leyfisleysi datt víst hvorugum okkar í hug. Man ég það, að Högni gaf okkur stundum ráð og leiðbeiningar við bátasmíðina, því sennilega höfum við sagt honum allar okkar ráðagerðir og tilhögun við það starf, og máske hefur hann þá brosað í kampinn? En síðan hefur mér ávallt verið mjög hlýtt til Högna í Vatnsdal.<br> | ||
Ekki man ég nú, hvað þetta starf okkar tók langan tíma, en upp komust báðir bátarnir.<br> | Ekki man ég nú, hvað þetta starf okkar tók langan tíma, en upp komust báðir bátarnir.<br> | ||
Bátur Jóns stóð á [[Vesturhús|Vesturhúsahlaðinu]], sunnan við íbúðarhúsið, og hann mun hafa verið nálægt 6 álnum á lengd, eða 4 tunnustafa lengd, því 2 voru notaðir í lengd um miðsíðuna og einn til hvors enda, hæðin mun hafa verið um 1 1/2 alin, breiddin um 2 álnir og aldekkaður. Lúkarinn var með 2 bekkjum, svo að við gátum báðir setið þar niðri. Lestin mun hafa verið í nokkuð réttu hlutfalli, með línudráttarpalli fremst til stjór, og lúgu þar yfir. En vélarhúsið var í minna lagi, svo við gátum helzt ekki báðir verið þar niðri samtímis, enda fór nokkuð mikið fyrir vélinni, sem var gamall „komfír“, (en „komfír“ var hitunartæki til að hita kaffi í hákarlatúrum á gömlu áraskipunum, nokkuð svipaðir fyrstu mótorbáta-„kafbissunum“).<br> | Bátur Jóns stóð á [[Vesturhús|Vesturhúsahlaðinu]], sunnan við íbúðarhúsið, og hann mun hafa verið nálægt 6 álnum á lengd, eða 4 tunnustafa lengd, því 2 voru notaðir í lengd um miðsíðuna og einn til hvors enda, hæðin mun hafa verið um 1 1/2 alin, breiddin um 2 álnir og aldekkaður. Lúkarinn var með 2 bekkjum, svo að við gátum báðir setið þar niðri. Lestin mun hafa verið í nokkuð réttu hlutfalli, með línudráttarpalli fremst til stjór, og lúgu þar yfir. En vélarhúsið var í minna lagi, svo við gátum helzt ekki báðir verið þar niðri samtímis, enda fór nokkuð mikið fyrir vélinni, sem var gamall „komfír“, (en „komfír“ var hitunartæki til að hita kaffi í hákarlatúrum á gömlu áraskipunum, nokkuð svipaðir fyrstu mótorbáta-„kafbissunum“).<br> | ||
Ofan á „komfírinn“ settum við svo ónýtan gashaus (þ. e. glóðarhöfuð), sem tappinn var sprunginn úr. Hausinn fundum við inni í [[Botn|Botni]] (þar sem nú eru settir upp hringnótabátarnir). Það kostaði okkur marga svitadropa að koma honum upp að Vesturhúsum. Höfðum við hann í bandi og drógum eða veltum, því að víða var þá yfir vegleysu að fara. En gashausar af fyrstu vélunum hér, t. d. Dan, voru stórir og þungir, ca. 30—40 kg. Ofan á gashausnum var svo komið fyrir járnröri, sem leitt var upp úr vélarhúsinu. Oft var kveikt upp í „komfírnum“ og látið rjúka, því að allt var ónýtt annars.<br> | Ofan á „komfírinn“ settum við svo ónýtan gashaus (þ. e. glóðarhöfuð), sem tappinn var sprunginn úr. Hausinn fundum við inni í [[Botn|Botni]] (þar sem nú eru settir upp hringnótabátarnir). Það kostaði okkur marga svitadropa að koma honum upp að Vesturhúsum. Höfðum við hann í bandi og drógum eða veltum, því að víða var þá yfir vegleysu að fara. En gashausar af fyrstu vélunum hér, t. d. Dan, voru stórir og þungir, ca. 30—40 kg. Ofan á gashausnum var svo komið fyrir járnröri, sem leitt var upp úr vélarhúsinu. Oft var kveikt upp í „komfírnum“ og látið rjúka, því að allt var ónýtt annars. | ||
[[Mynd:Það_er_ekki_illa_tekið.png|250px|thumb|''Það er ekki illa tekið á móti þeim gula í flökunarsalnum.]]<br> | |||
Stýrisgatið höfðum við það stórt, að við gátum báðir verið þar. Því um það var okkur kunnugt, að þar niður í, út til stjórnborðs, varð maðurinn, sem lagði línuna, að standa. Annars varð að útbúa fyrir hann aukagat með lúgu, og var það á nokkrum bátum.<br> | Stýrisgatið höfðum við það stórt, að við gátum báðir verið þar. Því um það var okkur kunnugt, að þar niður í, út til stjórnborðs, varð maðurinn, sem lagði línuna, að standa. Annars varð að útbúa fyrir hann aukagat með lúgu, og var það á nokkrum bátum.<br> | ||
Lengst vorum við að leita að því, sem við gætum látið skella í, án þess að berja í járn eða annað þess konar. Á endanum fundum við það, norðan við [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstaðatúngarðana]], því víða var leitað. Var það framhlið af innmúraðri kolaeldavél með heilli bakarofnshurð, sem á var ágæt loka (klinka). Með því að hnýta snærisspotta í hana og leiða upp úr mótorhúsgatinu, gat sá, sem við stýrið stóð, framleitt mjög eðlilega átta hestafla skelli.<br> | Lengst vorum við að leita að því, sem við gætum látið skella í, án þess að berja í járn eða annað þess konar. Á endanum fundum við það, norðan við [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstaðatúngarðana]], því víða var leitað. Var það framhlið af innmúraðri kolaeldavél með heilli bakarofnshurð, sem á var ágæt loka (klinka). Með því að hnýta snærisspotta í hana og leiða upp úr mótorhúsgatinu, gat sá, sem við stýrið stóð, framleitt mjög eðlilega átta hestafla skelli.<br> | ||
Af mínum bát fóru minni sögur. Hann stóð upp við lambhúsgaflhlað til að spara aðra síðuna. Að öðru leyti var hann eins að allri gerð og Jóns bátur, sem hét Unnur. En minn hét Emmanúel, eins og bátur [[Jóel Eyjólfsson|Jóels]] frænda. Vélin í mínum bát var skjólugarmur á hvolfi, með röri upp úr mótorhúsi, svo að hægt var að láta rjúka.<br> | Af mínum bát fóru minni sögur. Hann stóð upp við lambhúsgaflhlað til að spara aðra síðuna. Að öðru leyti var hann eins að allri gerð og Jóns bátur, sem hét Unnur. En minn hét Emmanúel, eins og bátur [[Jóel Eyjólfsson|Jóels]] frænda. Vélin í mínum bát var skjólugarmur á hvolfi, með röri upp úr mótorhúsi, svo að hægt var að láta rjúka.<br> | ||
[[Mynd:Fyrsta_flugvélin.png|250px|thumb|''Fyrsta flugvélin, sem lenti á flugvellinum í Vestmannaeyjum og áhöfn.]]<br> | |||
Ekki gleymdum við að seglbúa þessa báta okkar og kunnum góð skil á því, hvað var pikkfalur, klófalur, háls og skaut o. s. frv. Seglin útbjuggum við úr strigapokum, og auðvitað var hægt að leggja mastrið, eins og á stóru bátunum.<br> | Ekki gleymdum við að seglbúa þessa báta okkar og kunnum góð skil á því, hvað var pikkfalur, klófalur, háls og skaut o. s. frv. Seglin útbjuggum við úr strigapokum, og auðvitað var hægt að leggja mastrið, eins og á stóru bátunum.<br> | ||
Við klömbruðum einnig saman litlu bjóði og höfðum í því um einn streng af línu með 10—20 önglum á. Þegar við vorum að veiðum, hljóp annar okkar með línuendann út á tún, en hinn lagði línuna úr bjóðinu og reyndi þá að temja sér þau handtök, sem við höfðum heyrt að notuð væru við það verk. Seinna fékk ég að reyna, að þau voru rétt leikin. Á túnin voru þá bornir fiskhryggir til ræktunar, þornuðu þeir þar, og voru síðan notaðir til eldiviðar. Ávallt reyndum við að leggja línuna yfir sem flesta hryggi og láta þá krækjast á, þegar línan var dregin inn, en oft vildi það mistakast, nema með einn og einn hrygg, svo að annar okkar varð oftast að labba með línunni og krækja á. Að þessu vorum við, þar til komið var hátt í lestina, eða hún orðin full, sem oft kom fyrir. Var þá aflanum hent upp úr bátnum í eina kös, og úr henni skipt í köst (hluti), eins og við höfðum séð þá fullorðnu gera. (Þá var ekki spurt um í Vestmannaeyjum: „Hvað fékk hann mörg tonn?“ heldur: „Hvað fékk hann í kast?“)<br> | Við klömbruðum einnig saman litlu bjóði og höfðum í því um einn streng af línu með 10—20 önglum á. Þegar við vorum að veiðum, hljóp annar okkar með línuendann út á tún, en hinn lagði línuna úr bjóðinu og reyndi þá að temja sér þau handtök, sem við höfðum heyrt að notuð væru við það verk. Seinna fékk ég að reyna, að þau voru rétt leikin. Á túnin voru þá bornir fiskhryggir til ræktunar, þornuðu þeir þar, og voru síðan notaðir til eldiviðar. Ávallt reyndum við að leggja línuna yfir sem flesta hryggi og láta þá krækjast á, þegar línan var dregin inn, en oft vildi það mistakast, nema með einn og einn hrygg, svo að annar okkar varð oftast að labba með línunni og krækja á. Að þessu vorum við, þar til komið var hátt í lestina, eða hún orðin full, sem oft kom fyrir. Var þá aflanum hent upp úr bátnum í eina kös, og úr henni skipt í köst (hluti), eins og við höfðum séð þá fullorðnu gera. (Þá var ekki spurt um í Vestmannaeyjum: „Hvað fékk hann mörg tonn?“ heldur: „Hvað fékk hann í kast?“)<br> |
Núverandi breyting frá og með 6. mars 2018 kl. 20:23
Þegar mótorbátarnir komu hingað fyrst, greip flesta drengi, sem þá voru hér á æskuskeiði, mjög mikill áhugi fyrir þeim, og reyndu þeir að líkja eftir þeim í sem flestum leikjum sínum, líkt og drengir gerðu síðar að leika eftir bílum og flugvélum, þegar þau farartæki komu í notkun.
Oft léku drengir sér þá að því að „skopra“ gjörð, og var það með þeim hætti, að gjörðinni var haldið í jafnvægi og slegin áfram með um það bil álnar langri spýtu.
Þegar fleiri drengir voru samankomnir, varð úr þessu mótorbátaleikur og kappkeyrsla og hlutu þá gjarðirnar bátsheitin, svo sem Unnur, Friðþjófur, Bergþóra, Njáll, Neptúnus, Fálki, Haffrú o. s. frv. Og auðvitað langaði okkur að líkjast formönnunum á bátunum að einhverju leyti og reyndum víst að stæla þá í töktum og tilburðum, því að upp til þeirra litum við með sérstakri lotningu og aðdáun.
Þegar við vorum að þessum leik, reyndum við að „keyra“ sem mest og komast fyrstir í höfn, þ. e. a. s. að marki.
Þá voru það og margir drengir, sem reyndu að klambra sér upp bátalíkönum við heimili sín, og ætla ég nú að segja frá tveimur slíkum.
Ég átti leikbróður, sem hét Jón Vestmann, og átti hann heima á Eystri-Vesturhúsum.
Við byggðum okkur báta, og vorum við í félagsvinnu við það og alla aðdrætti. En það tók okkur langan tíma og mörg sporin að leita eftir spýtum og braki til bátasmíðanna; því að þá lá ekki timbur og spýtnabrak í hrönnum í flæðarmáli eða annars staðar, eins og nú á sér stað. Nei, allt slíkt var hirt jafnóðum til eldsneytis. Ekki höfðu drengir hér þá þau auraráð, að þeir gætu keypt sér spýtu, enda hefði slíkt verið talin ráðleysa og ekki leyft af foreldrunum. Þótti gott ef fengust 5 til 10 aurar til að kaupa nagla, sem oftast var vöntun á.
Þegar við Jón leikbróðir stóðum í þessari bátasmíði, varð okkur drýgst til fanga við Íshúsið, sem nú er Ingólfshvoll við Landagötu. Síldin var þá oft flutt hingað í tunnum, sennilega frá Noregi(?). Tunnunum var svo staflað upp tómum, utan við Íshúsið, oftast norðan við það, en þar vildu þær stundum gisna í sundur og falla í stafi. Íshúsvörður var þá Högni Sigurðsson í Vatnsdal. Hann virtist skilja vel kvabb okkar drengjanna, og ekki man ég til, að hann léti okkur tómhenta frá sér fara, ef við gátum bent honum á lausa tunnustafi, sem við gerðum víst oftast. En að taka þá í leyfisleysi datt víst hvorugum okkar í hug. Man ég það, að Högni gaf okkur stundum ráð og leiðbeiningar við bátasmíðina, því sennilega höfum við sagt honum allar okkar ráðagerðir og tilhögun við það starf, og máske hefur hann þá brosað í kampinn? En síðan hefur mér ávallt verið mjög hlýtt til Högna í Vatnsdal.
Ekki man ég nú, hvað þetta starf okkar tók langan tíma, en upp komust báðir bátarnir.
Bátur Jóns stóð á Vesturhúsahlaðinu, sunnan við íbúðarhúsið, og hann mun hafa verið nálægt 6 álnum á lengd, eða 4 tunnustafa lengd, því 2 voru notaðir í lengd um miðsíðuna og einn til hvors enda, hæðin mun hafa verið um 1 1/2 alin, breiddin um 2 álnir og aldekkaður. Lúkarinn var með 2 bekkjum, svo að við gátum báðir setið þar niðri. Lestin mun hafa verið í nokkuð réttu hlutfalli, með línudráttarpalli fremst til stjór, og lúgu þar yfir. En vélarhúsið var í minna lagi, svo við gátum helzt ekki báðir verið þar niðri samtímis, enda fór nokkuð mikið fyrir vélinni, sem var gamall „komfír“, (en „komfír“ var hitunartæki til að hita kaffi í hákarlatúrum á gömlu áraskipunum, nokkuð svipaðir fyrstu mótorbáta-„kafbissunum“).
Ofan á „komfírinn“ settum við svo ónýtan gashaus (þ. e. glóðarhöfuð), sem tappinn var sprunginn úr. Hausinn fundum við inni í Botni (þar sem nú eru settir upp hringnótabátarnir). Það kostaði okkur marga svitadropa að koma honum upp að Vesturhúsum. Höfðum við hann í bandi og drógum eða veltum, því að víða var þá yfir vegleysu að fara. En gashausar af fyrstu vélunum hér, t. d. Dan, voru stórir og þungir, ca. 30—40 kg. Ofan á gashausnum var svo komið fyrir járnröri, sem leitt var upp úr vélarhúsinu. Oft var kveikt upp í „komfírnum“ og látið rjúka, því að allt var ónýtt annars.
Stýrisgatið höfðum við það stórt, að við gátum báðir verið þar. Því um það var okkur kunnugt, að þar niður í, út til stjórnborðs, varð maðurinn, sem lagði línuna, að standa. Annars varð að útbúa fyrir hann aukagat með lúgu, og var það á nokkrum bátum.
Lengst vorum við að leita að því, sem við gætum látið skella í, án þess að berja í járn eða annað þess konar. Á endanum fundum við það, norðan við Vilborgarstaðatúngarðana, því víða var leitað. Var það framhlið af innmúraðri kolaeldavél með heilli bakarofnshurð, sem á var ágæt loka (klinka). Með því að hnýta snærisspotta í hana og leiða upp úr mótorhúsgatinu, gat sá, sem við stýrið stóð, framleitt mjög eðlilega átta hestafla skelli.
Af mínum bát fóru minni sögur. Hann stóð upp við lambhúsgaflhlað til að spara aðra síðuna. Að öðru leyti var hann eins að allri gerð og Jóns bátur, sem hét Unnur. En minn hét Emmanúel, eins og bátur Jóels frænda. Vélin í mínum bát var skjólugarmur á hvolfi, með röri upp úr mótorhúsi, svo að hægt var að láta rjúka.
Ekki gleymdum við að seglbúa þessa báta okkar og kunnum góð skil á því, hvað var pikkfalur, klófalur, háls og skaut o. s. frv. Seglin útbjuggum við úr strigapokum, og auðvitað var hægt að leggja mastrið, eins og á stóru bátunum.
Við klömbruðum einnig saman litlu bjóði og höfðum í því um einn streng af línu með 10—20 önglum á. Þegar við vorum að veiðum, hljóp annar okkar með línuendann út á tún, en hinn lagði línuna úr bjóðinu og reyndi þá að temja sér þau handtök, sem við höfðum heyrt að notuð væru við það verk. Seinna fékk ég að reyna, að þau voru rétt leikin. Á túnin voru þá bornir fiskhryggir til ræktunar, þornuðu þeir þar, og voru síðan notaðir til eldiviðar. Ávallt reyndum við að leggja línuna yfir sem flesta hryggi og láta þá krækjast á, þegar línan var dregin inn, en oft vildi það mistakast, nema með einn og einn hrygg, svo að annar okkar varð oftast að labba með línunni og krækja á. Að þessu vorum við, þar til komið var hátt í lestina, eða hún orðin full, sem oft kom fyrir. Var þá aflanum hent upp úr bátnum í eina kös, og úr henni skipt í köst (hluti), eins og við höfðum séð þá fullorðnu gera. (Þá var ekki spurt um í Vestmannaeyjum: „Hvað fékk hann mörg tonn?“ heldur: „Hvað fékk hann í kast?“)
Síðan urðum við svo að bera alla hryggina út á túnið aftur og dreifa þar úr þeim sem líkast og þeir lágu.
Bátur Jóns stóð á Vesturhúsahlaðinu í 3— 4 ár og margir strákar komu þangað til að skoða hann og dást að, þó sérstaklega vélinni. Að geta látið skella svona fyrirhafnarlítið og hafa gashaus, það var alveg dásamlegt.
Þegar ég lít til baka, finnst mér þessi leikur okkar drengjanna hafi verið svo raunhæfur fyrir mig, að hann megi gjarnan geymast í sjómannadagsblaðinu okkar ásamt nafni míns kæra leikbróður.
Jón Vestmann var sonur hjónanna Eyjólfs Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur, er bjuggu allan sinn búskap á Vesturhúsum. Jón er sá duglegasti drengur, sem ég hef þekkt um ævina. Vetrarvertíðina 1911, þá á þrettánda árinu, beitti hann hjá Þorsteini í Laufási á „Unni“ I. Áður en netaveiðar hófust hér, árið 1916, beittu venjulega tveir drengir eða unglingar ásamt einum fullorðnum manni á hverjum bát. Tóku því allflestir skóladrengir hér fullan þátt í vetrarvertíðarstörfunum, en þá starfaði ekki heldur barnaskólinn hér nema til febrúarloka.
Þótt Jón væri ungur að árum, var hann búinn að fara margar sjóferðir með handfæri að sumri til, og reyndist hann netfiskinn. Sömuleiðis hefði hann orðið afburða fjallamaður, en að hafa þessa kosti hér áður fyrr var nóg veganesti út í lífið.
Jón Vestmann dó á sóttarsæng sumarið 1911, þá 13 ára gamall.