„Sjöundi áratugurinn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 4: Lína 4:
== Úthafssíldveiðar hefjast - stærri skip ==
== Úthafssíldveiðar hefjast - stærri skip ==
Í byrjun sjöunda áratugarins hófust úthafssíldveiðar Íslendinga og þurfti þá mun stærri skip en til voru í Eyjum. En Vestmannaeyingar létu það ekki stoppa sig heldur réðust nokkrir í það að láta smíða fyrir sig skip af þeirri stærð sem hentaði við þessar veiðar.  
Í byrjun sjöunda áratugarins hófust úthafssíldveiðar Íslendinga og þurfti þá mun stærri skip en til voru í Eyjum. En Vestmannaeyingar létu það ekki stoppa sig heldur réðust nokkrir í það að láta smíða fyrir sig skip af þeirri stærð sem hentaði við þessar veiðar.  
Fyrstir til þess var [[Kristinn Pálsson]] skipstjóri og félagar hans með m/b [[Bergur VE-44|Berg VE 44]] sem smíðaður var árið [[1963]]. Á eftir þeim komu þeir [[Guðmundur I. Guðmundsson]] skipstjóri og hans félagar með m/b [[Huginn VE-55|Hugin II]] og [[Ársæll Sveinsson]] útgerðarmaður með [[Ísleifur VE-63|Ísleif IV]]. Voru allir þesir bátar 216 lestir að stærð og smíðaðir í Þrándheimi í Noregi, síðan fylgdu svo fleiri á eftir sem voru nokkuð stærri.
Fyrstir til þess var [[Kristinn Pálsson (skipstjóri)|Kristinn Pálsson]] skipstjóri og félagar hans með m/b [[Bergur VE-44|Berg VE 44]] sem smíðaður var árið [[1963]]. Á eftir þeim komu þeir [[Guðmundur I. Guðmundsson]] skipstjóri og hans félagar með m/b [[Huginn VE-55|Hugin II]] og [[Ársæll Sveinsson]] útgerðarmaður með [[Ísleifur VE-63|Ísleif IV]]. Voru allir þesir bátar 216 lestir að stærð og smíðaðir í Þrándheimi í Noregi, síðan fylgdu svo fleiri á eftir sem voru nokkuð stærri.


Stunduðu öll þessi skip, og einnig þau sem á eftir komu af svipaðri stærð, síldveiðar hvar sem var við landið og einnig á fjarlægari miðum, bæði í Norðursjó og víðar. Reyndust þau einnig vel nothæf til netaveiða á vetrarvertíðum og til togveiða þegar það þótti henta.
Stunduðu öll þessi skip, og einnig þau sem á eftir komu af svipaðri stærð, síldveiðar hvar sem var við landið og einnig á fjarlægari miðum, bæði í Norðursjó og víðar. Reyndust þau einnig vel nothæf til netaveiða á vetrarvertíðum og til togveiða þegar það þótti henta.
Lína 15: Lína 15:
== Heildarafli ==
== Heildarafli ==
Heildarafli þennan áratug var 854.457 tonn, þar af síld og loðna 423.892 tonn, mest í bræðslu og frystingu.
Heildarafli þennan áratug var 854.457 tonn, þar af síld og loðna 423.892 tonn, mest í bræðslu og frystingu.
[[Flokkur:Saga]]
[[Flokkur:Útgerð]]

Núverandi breyting frá og með 24. júlí 2007 kl. 12:47

Um miðjan sjöunda áratuginn hófust loðnuveiðar Íslendinga í stórum stíl. Urðu Vestmannaeyingar strax þátttakendur með sínum stærri skipum sem reyndust þó fljótlega of lítil.

Úthafssíldveiðar hefjast - stærri skip

Í byrjun sjöunda áratugarins hófust úthafssíldveiðar Íslendinga og þurfti þá mun stærri skip en til voru í Eyjum. En Vestmannaeyingar létu það ekki stoppa sig heldur réðust nokkrir í það að láta smíða fyrir sig skip af þeirri stærð sem hentaði við þessar veiðar. Fyrstir til þess var Kristinn Pálsson skipstjóri og félagar hans með m/b Berg VE 44 sem smíðaður var árið 1963. Á eftir þeim komu þeir Guðmundur I. Guðmundsson skipstjóri og hans félagar með m/b Hugin II og Ársæll Sveinsson útgerðarmaður með Ísleif IV. Voru allir þesir bátar 216 lestir að stærð og smíðaðir í Þrándheimi í Noregi, síðan fylgdu svo fleiri á eftir sem voru nokkuð stærri.

Stunduðu öll þessi skip, og einnig þau sem á eftir komu af svipaðri stærð, síldveiðar hvar sem var við landið og einnig á fjarlægari miðum, bæði í Norðursjó og víðar. Reyndust þau einnig vel nothæf til netaveiða á vetrarvertíðum og til togveiða þegar það þótti henta.

Stærri skip

Réðust þá allmargir útgerðarmenn í að láta smíða fyrir sig enn stærri skip sem hentuðu betur, þar á meðal Guðjón Pálsson skipstjóri og félagar hans með m/b Gullberg VE-292 sem smíðað var í Noregi. En aðrir keyptu stærri notuð skip innanlands, eða erlendis frá, til þessara veiða, þannig að Vestmannaeyingar eiga nú allverulegan flota til loðnuveiða. Var loðnu fyrst landað til bræðslu og frystingar í Vestmannaeyjum árið 1964.

Hafa bæði síldveiðarnar og loðnuveiðarnar fært Vestmannaeyingum verulega björg í bú, jafnt afli heimaskipanna og þeirra aðkomuskipa sem landað hafa afla sínum þar, en Vestmannaeyjar hafa oft verið aflahæsta löndunarstöð landsins.

Heildarafli

Heildarafli þennan áratug var 854.457 tonn, þar af síld og loðna 423.892 tonn, mest í bræðslu og frystingu.