„Jóhann Bjarnasen (Kornhól)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 23: | Lína 23: | ||
Jóhann lést 1845, 37 ára. Börn hans voru þá á aldrinum 4-11 ára. Þau Sigríður höfðu eignast 3 börn í Eyjum, og þau lifðu öll bernskuna, sem var sérstakt á þeim ginklofatímum.<br> | Jóhann lést 1845, 37 ára. Börn hans voru þá á aldrinum 4-11 ára. Þau Sigríður höfðu eignast 3 börn í Eyjum, og þau lifðu öll bernskuna, sem var sérstakt á þeim ginklofatímum.<br> | ||
Eftir lát Jóhanns 1845 fór yngsta barnið Ágústa í fóstur til [[Jóhanna Jónsdóttir Abel|Jóhönnu Abel]] móðursystur sinnar í [[Godthaab]]. Gísli var fósturbarn á [[Ofanleiti]], Jóhanna var í fóstri hjá [[Johan Nikolai Abel|Abel]] sýslumanni. Jóhann Pétur var í fóstri í Garðinum hjá [[Andreas Steener Iversen Haaland|Haalland]] lækni.<br> | Eftir lát Jóhanns 1845 fór yngsta barnið Ágústa í fóstur til [[Jóhanna Jónsdóttir Abel (Godthaab)|Jóhönnu Abel]] móðursystur sinnar í [[Godthaab]]. Gísli var fósturbarn á [[Ofanleiti]], Jóhanna var í fóstri hjá [[Johan Nikolai Abel|Abel]] sýslumanni. Jóhann Pétur var í fóstri í Garðinum hjá [[Andreas Steener Iversen Haaland|Haalland]] lækni.<br> | ||
I. Kona Jóhanns var [[Sigríður Jónsdóttir Bjarnasen]] húsfreyja, f. 1816, d. 13. apríl 1842.<br> | I. Kona Jóhanns var [[Sigríður Jónsdóttir Bjarnasen]] húsfreyja, f. 1816, d. 13. apríl 1842.<br> |
Núverandi breyting frá og með 3. febrúar 2016 kl. 17:01
Jóhann Bjarnasen var fæddur í Skagafirði árið 1810. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir fædd 1816. Þau eignuðust fjögur börn.
Þessi hjón fluttust til Vestmannaeyja árið 1837 og brátt gerðist Jóhann verslunarstjóri í Vestmannaeyjum.
Hjónin settust að í húsinu Sjólyst við Strandveg 41 og bjuggu þar fyrstu árin. Síðar fluttust þau í húseign sem hét Kornhóll. Það hús stóð austan við Skansinn.
Sigríður lést árið 1842 og Jóhann 1845.
Meðal barna þeirra var Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen verzlunarstjóri, f. 1835.
Heimildir
- Þorsteinn Þ. Víglundsson. Blik, ársrit Vestmannaeyja. 1976.
- Sigfús M. Johnsen. Saga Vestmannaeyja I. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1946, bls 286
Frekari umfjöllun
Jóhann Pétursson Bjarnasen verslunarstjóri í Danskagarði fæddist 9. febrúar 1808 í Keldudal í Skagafirði og lést 18. júlí 1845.
Foreldrar hans voru Pétur Bjarnason bóndi og hagyrðingur á Mikla-Hóli í Viðvíkursveit í Skagafirði, síðar á Vatnsleysu þar, f. 1779 í Hofdölum í Skagafirði, d. 26. maí 1854, og fyrri kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 1779.
Jóhann var með föður sínum og konu hans 1816, var assistent við verslunina á Skagaströnd 1835 undir nafninu Jóhann Bjarnason.
Jóhann, Sigríður og barnið Pétur Jóhannsson fluttust til Eyja frá Skagaströnd 1837 og bjuggu í Kornhól frá 1837. Hann var titlaður skipper á mt 1840, sem bendir til sjómennsku hans.
Sigríður lést 1842 og á því ári bjó Jóhann í Garðinum með börn sín fjögur. 1843 var hann kominn aftur að Kornhól með börnin, og bústýra hans var Jóhanna Abel mágkona hans, en 1844 var Guðfinna Austmann bústýra hans.
Jóhann lést 1845, 37 ára. Börn hans voru þá á aldrinum 4-11 ára. Þau Sigríður höfðu eignast 3 börn í Eyjum, og þau lifðu öll bernskuna, sem var sérstakt á þeim ginklofatímum.
Eftir lát Jóhanns 1845 fór yngsta barnið Ágústa í fóstur til Jóhönnu Abel móðursystur sinnar í Godthaab. Gísli var fósturbarn á Ofanleiti, Jóhanna var í fóstri hjá Abel sýslumanni. Jóhann Pétur var í fóstri í Garðinum hjá Haalland lækni.
I. Kona Jóhanns var Sigríður Jónsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 1816, d. 13. apríl 1842.
Börn þeirra hér:
1. Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen verslunarstjóri, f. 15. nóvember 1834 á Skagaströnd, d. 1. maí 1869.
2. Sigurður Gísli Gunnar Bjarnasen verslunarstjóri, f. 30. maí 1837, fór til Danmerkur.
3. Jóhanna Sigríður Margrét Bjarnasen húsfreyja, f. 22. júní 1839, d. 4. apríl 1910 í Vesturheimi.
4. Ágústa Bjarnasen húsfreyja, f. 23. ágúst 1841. Hún fór til Vesturheims.
II. Þórdís Þorvaldsdóttir frá Háagarði, f. 15. september 1814, d. 11. desember 1872, kenndi Jóhanni barn 1841, en hann neitaði.
Barnið var
5. Guðrún Jóhannsdóttir (Þórdísardóttir), f. 6. september 1841, d. 10. september 1841 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.