„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1968/Svipþyrping sækir þing“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 23: | Lína 23: | ||
<big>[[Guðjón Jónsson (Reykjum)|Guðjón Jónsson]], [[Reykir|Reykjum]]</big><br> | <big>[[Guðjón Jónsson (Reykjum)|Guðjón Jónsson]], [[Reykir|Reykjum]]</big><br> | ||
<big>f. 10. febrúar 1892 - d. 14. maí 1967</big><br> | <big>f. 10. febrúar 1892 - d. 14. maí 1967</big><br> | ||
[[Mynd:Guðjón Jónsson, Reykjum.png|200px|thumb]] | |||
Hann var fæddur að Selalæk í Rangárvallasýslu 10. febrúar 1892. Ungur að árum fluttist hann að Björnskoti undir Eyjafjöllum til Árna föðurbróður síns. Ólst hann upp hjá honum og átti þar heimili fram yfir tvítugs aldur. Guðjón var mjög bráðþroska unglingur, og var hann aðeins 16 ára, er hann byrjaði að róa hér í Eyjum. Kom þá strax í Ijós óvenjumikið þrek hans og áhugi, og varð hann brátt eftirsóttur í skiprúm. Reri hann hér með miklum aflamönnum, þar á meðal [[Friðrik Svipmundsson|Friðriki Svipmundssyni]] á [[Lönd|Löndum]], sem var orðlagður formaður og sjósóknari.<br> | Hann var fæddur að Selalæk í Rangárvallasýslu 10. febrúar 1892. Ungur að árum fluttist hann að Björnskoti undir Eyjafjöllum til Árna föðurbróður síns. Ólst hann upp hjá honum og átti þar heimili fram yfir tvítugs aldur. Guðjón var mjög bráðþroska unglingur, og var hann aðeins 16 ára, er hann byrjaði að róa hér í Eyjum. Kom þá strax í Ijós óvenjumikið þrek hans og áhugi, og varð hann brátt eftirsóttur í skiprúm. Reri hann hér með miklum aflamönnum, þar á meðal [[Friðrik Svipmundsson|Friðriki Svipmundssyni]] á [[Lönd|Löndum]], sem var orðlagður formaður og sjósóknari.<br> | ||
Vertíðina 1921 byrjaði Guðjón formennsku með m/b [[Kópur VE-212|Kóp]]. Síðan var hann með eftirtalda báta: [[Höfrungur VE-138|Höfrung]], [[France VE-159|France]], [[Gullfoss VE-184|Gullfoss]] og [[Baldur VE-24|Baldur]], allt fremur litlir bátar, um 10 tonn.<br> | Vertíðina 1921 byrjaði Guðjón formennsku með m/b [[Kópur VE-212|Kóp]]. Síðan var hann með eftirtalda báta: [[Höfrungur VE-138|Höfrung]], [[France VE-159|France]], [[Gullfoss VE-184|Gullfoss]] og [[Baldur VE-24|Baldur]], allt fremur litlir bátar, um 10 tonn.<br> | ||
Lína 31: | Lína 32: | ||
<big>[[Ólafur Jónsson (Garðhúsum)|Ólafur Jónsson]], [[Garðhús|Garðhúsum]]</big><br> | <big>[[Ólafur Jónsson (Garðhúsum)|Ólafur Jónsson]], [[Garðhús|Garðhúsum]]</big><br> | ||
<big>f. 23. desember I872 - d. 11. júní 1967</big><br> | <big>f. 23. desember I872 - d. 11. júní 1967</big><br> | ||
[[Mynd:Ólafur Jónsson.png|200px|thumb]] | |||
Ólafur var fæddur að Akurey í Vestur-Landeyjum 23. desember 1872. Ungur að árum byrjaði Ólafur að róa út frá Landeyjasandi, en fyrst reri hann á vetrarvertíð hér í Vestmannaeyjum 1896 og fluttist þá alkominn hingað.<br> | Ólafur var fæddur að Akurey í Vestur-Landeyjum 23. desember 1872. Ungur að árum byrjaði Ólafur að róa út frá Landeyjasandi, en fyrst reri hann á vetrarvertíð hér í Vestmannaeyjum 1896 og fluttist þá alkominn hingað.<br> | ||
Þegar vélbátaútgerð hófst hér, varð Ólafur brátt virkur þátttakandi á því sviði. Á öðru ári mótorbátanna, árið 1907, gerðist hann meðeigandi í m/b [[Fálki VE-105|Fálka VE 105]], að 1/10 hluta, og árið 1906 keypti hann 1/6 hluta í m/b [[Valur VE-129|Val VE 129]], sem hann gerði út til ársins 1919, er báturinn var seldur héðan. Ólafur var formaður fyrstu tvær vertíðirnar með m/b Val, en hætti þá sjómennsku og réðst að verzlun [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsens]] sem pakkhúsmaður. Fylgdi því starfi verkstjórn á upp- og útskipun á öllum vörum til verzlunar Gísla, en oft varð að afgreiða skip á þeim árum við erfiðar aðstæður á ytri og innri höfninni. Eftir að Gísli lét reisa olíugeymana á [[Nausthamar|Nausthamri]] árið 1926, tók Ólafur við olíuafgreiðslu til bátanna og hafði það starf á hendi til 85 ára aldurs. Nutu sjómenn sérstakrar lipurðar og fyrirgreiðslu Ólafs í þessu starfi, og afgreiddi hann bátana hvenær sólarhrings sem óskað var. Ólafur var hið mesta ljúfmenni, sem öllum vildi gott gera.<br> | Þegar vélbátaútgerð hófst hér, varð Ólafur brátt virkur þátttakandi á því sviði. Á öðru ári mótorbátanna, árið 1907, gerðist hann meðeigandi í m/b [[Fálki VE-105|Fálka VE 105]], að 1/10 hluta, og árið 1906 keypti hann 1/6 hluta í m/b [[Valur VE-129|Val VE 129]], sem hann gerði út til ársins 1919, er báturinn var seldur héðan. Ólafur var formaður fyrstu tvær vertíðirnar með m/b Val, en hætti þá sjómennsku og réðst að verzlun [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsens]] sem pakkhúsmaður. Fylgdi því starfi verkstjórn á upp- og útskipun á öllum vörum til verzlunar Gísla, en oft varð að afgreiða skip á þeim árum við erfiðar aðstæður á ytri og innri höfninni. Eftir að Gísli lét reisa olíugeymana á [[Nausthamar|Nausthamri]] árið 1926, tók Ólafur við olíuafgreiðslu til bátanna og hafði það starf á hendi til 85 ára aldurs. Nutu sjómenn sérstakrar lipurðar og fyrirgreiðslu Ólafs í þessu starfi, og afgreiddi hann bátana hvenær sólarhrings sem óskað var. Ólafur var hið mesta ljúfmenni, sem öllum vildi gott gera.<br> | ||
Lína 37: | Lína 39: | ||
<big>[[Jóhann Vilhjálmsson (Selalæk)|Jóhann Vilhjálmsson]] frá [[Selalækur|Selalæk]]</big><br> | <big>[[Jóhann Vilhjálmsson (Selalæk)|Jóhann Vilhjálmsson]] frá [[Selalækur|Selalæk]]</big><br> | ||
<big>f. 13. júlí 1893 - d. 23. júní 1967</big><br> | <big>f. 13. júlí 1893 - d. 23. júní 1967</big><br> | ||
[[Mynd:Jóhann Vilhjálmsson frá Selalæk.png|200px|thumb]] | |||
Hann var fæddur 13. júlí 1893 í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Hann lézt að Laugarvatni 23. júní 1967.<br> | Hann var fæddur 13. júlí 1893 í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Hann lézt að Laugarvatni 23. júní 1967.<br> | ||
Jóhann mun hafa komið hingað fyrst til vertíðarstarfa 1915, og stuttu síðar flutti hann hingað alkominn og gerðist hér sjómaður.<br> | Jóhann mun hafa komið hingað fyrst til vertíðarstarfa 1915, og stuttu síðar flutti hann hingað alkominn og gerðist hér sjómaður.<br> | ||
Lína 46: | Lína 49: | ||
<big>[[Guðmar Tómasson]]</big><br> | <big>[[Guðmar Tómasson]]</big><br> | ||
<big>f. 6. apríl 1933 - d. 26. júlí 1967</big><br> | <big>f. 6. apríl 1933 - d. 26. júlí 1967</big><br> | ||
[[Mynd:Guðmar tómasson skipstjóri.png|200|thumb]] | |||
Guðmar Tómasson var fæddur í Vestmannaeyjum 6. apríl 1933. Foreldrar hans voru hjónin [[Líney Guðmundsdóttir]] og [[Tómas Sveinsson]], [[Tommahús|Faxastíg 13]] hér í bæ.<br> | Guðmar Tómasson var fæddur í Vestmannaeyjum 6. apríl 1933. Foreldrar hans voru hjónin [[Líney Guðmundsdóttir]] og [[Tómas Sveinsson]], [[Tommahús|Faxastíg 13]] hér í bæ.<br> | ||
Guðmar var greindur vel og námsmaður góður. Hann lauk landsprófi og var síðan um skeið við nám í Menntaskólanum á Laugarvatni. En hugurinn leitaði í aðra átt, til sjávar og sjómennsku. Hann hætti því menntaskólanámi og innritaðist í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1955. Eftir það varð hann stýrimaður á fiskiskipum til ársins 1958, að hann réðst til [[Björgvin Jónsson|Björgvins Jónssonar]] frá [[Úthlíð]] sem skipstjóri á m/b [[Jón Stefánsson VE-49|Jón Stefánsson]]. Björgvin, sem sjálfur var kunnur skipstjóri og útgerðarmaður, hefur séð, hvað með þessum unga manni bjó, sem hafði heilshugar yfirgefið glæsilegan vettvang til að sinna hugðarefni sínu, enda varð hann ekki fyrir vonbrigðum. Þegar Guðmar lét af skipstjórn á Jóni Stefánssyni, varð hann skipstjóri á bátum [[Ársæll Sveinsson|Ársæls Sveinssonar]], seinast á [[Ísleifur IV|Ísleifi IV]], þar til heilsa hans bilaði í maí 1965 og hann varð að hætta sjómennsku. Var hann þá á stuttum tíma orðinn einn af þekktustu síldveiðiskipstjórum og jafnvígur á flest veiðarfæri.<br> | Guðmar var greindur vel og námsmaður góður. Hann lauk landsprófi og var síðan um skeið við nám í Menntaskólanum á Laugarvatni. En hugurinn leitaði í aðra átt, til sjávar og sjómennsku. Hann hætti því menntaskólanámi og innritaðist í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1955. Eftir það varð hann stýrimaður á fiskiskipum til ársins 1958, að hann réðst til [[Björgvin Jónsson|Björgvins Jónssonar]] frá [[Úthlíð]] sem skipstjóri á m/b [[Jón Stefánsson VE-49|Jón Stefánsson]]. Björgvin, sem sjálfur var kunnur skipstjóri og útgerðarmaður, hefur séð, hvað með þessum unga manni bjó, sem hafði heilshugar yfirgefið glæsilegan vettvang til að sinna hugðarefni sínu, enda varð hann ekki fyrir vonbrigðum. Þegar Guðmar lét af skipstjórn á Jóni Stefánssyni, varð hann skipstjóri á bátum [[Ársæll Sveinsson|Ársæls Sveinssonar]], seinast á [[Ísleifur IV|Ísleifi IV]], þar til heilsa hans bilaði í maí 1965 og hann varð að hætta sjómennsku. Var hann þá á stuttum tíma orðinn einn af þekktustu síldveiðiskipstjórum og jafnvígur á flest veiðarfæri.<br> | ||
Lína 54: | Lína 58: | ||
<big>[[Sigurður Stefánsson]]</big><br> | <big>[[Sigurður Stefánsson]]</big><br> | ||
<big>f. 25. janúar 1915 - d. 23. september 1965</big><br> | <big>f. 25. janúar 1915 - d. 23. september 1965</big><br> | ||
[[Mynd:Sigurður Stefánsson.png|200px|thumb]] | |||
Hann var fæddur í Búðakauptúni við Fáskrúðsfjörð 26. janúar 1915. Voru foreldrar hans hjónin Ólafía Jónsdóttir og Stefán Jónsson sjómaður. Sigurður ólst upp við öll almenn störf sjávarplássanna á uppvaxtarárum sínum og mun fljótt hafa orðið að taka til hendi á barnmörgu heimili. Hann kom fyrst á vertíð hingað til Vestmannaeyja 16 ára að aldri og varð strax viðurkenndur beitingamaður. Gat hann þegar eftir fyrstu vertíð sína valið úr skiprúmum. Sigurður lauk ungur hinu minna fiskimannaprófi og var stýrimaður í margar vertíðir með miklum aflamönnum.<br> | Hann var fæddur í Búðakauptúni við Fáskrúðsfjörð 26. janúar 1915. Voru foreldrar hans hjónin Ólafía Jónsdóttir og Stefán Jónsson sjómaður. Sigurður ólst upp við öll almenn störf sjávarplássanna á uppvaxtarárum sínum og mun fljótt hafa orðið að taka til hendi á barnmörgu heimili. Hann kom fyrst á vertíð hingað til Vestmannaeyja 16 ára að aldri og varð strax viðurkenndur beitingamaður. Gat hann þegar eftir fyrstu vertíð sína valið úr skiprúmum. Sigurður lauk ungur hinu minna fiskimannaprófi og var stýrimaður í margar vertíðir með miklum aflamönnum.<br> | ||
Sigurðar er minnzt sem góðs og dugandi sjómanns, en þó mun nafn hans lengst lifa sem skeleggasta málsvara sjómanna hér í bæ undanfarin 20 ár. Sigurður var formaður [[Sjómannafélagið Jötunn|Sjómannafélagsins Jötuns]] samfleytt í 25 ár, og hefur enginn gegnt því starfi svo lengi. Hann stóð ávallt í fremstu línu við kjarasamninga sjómanna, og náðu sjómenn í Vestmannaeyjum um langt skeið betri kjörum en annars staðar var á landinu. Var þetta stéttinni og byggðarlaginu til mikilla heilla. Völdust úrvalsmenn á Eyjabáta og var þá hvergi þróttmeiri útgerð en í Vestmannaeyjum.<br> | Sigurðar er minnzt sem góðs og dugandi sjómanns, en þó mun nafn hans lengst lifa sem skeleggasta málsvara sjómanna hér í bæ undanfarin 20 ár. Sigurður var formaður [[Sjómannafélagið Jötunn|Sjómannafélagsins Jötuns]] samfleytt í 25 ár, og hefur enginn gegnt því starfi svo lengi. Hann stóð ávallt í fremstu línu við kjarasamninga sjómanna, og náðu sjómenn í Vestmannaeyjum um langt skeið betri kjörum en annars staðar var á landinu. Var þetta stéttinni og byggðarlaginu til mikilla heilla. Völdust úrvalsmenn á Eyjabáta og var þá hvergi þróttmeiri útgerð en í Vestmannaeyjum.<br> | ||
Lína 61: | Lína 66: | ||
<big>[[Guðmundur Tómasson]], [[Bergsstaðir|Bergsstöðum]]</big><br> | <big>[[Guðmundur Tómasson]], [[Bergsstaðir|Bergsstöðum]]</big><br> | ||
<big>f. 24. júní 1886 - d. 12. október 1967</big><br> | <big>f. 24. júní 1886 - d. 12. október 1967</big><br> | ||
[[Mynd:Guðmundur Tómasson.png|200px|thumb]] | |||
Hann var fæddur að Gerðum í Landeyjum 24. júní 1886. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum, sem lengst af sínum búskap bjuggu á Arnarhóli í Vestur-Landeyjum, og var Guðmundur lengi fram eftir árum kenndur við æskuheimili sitt. Ungur hneigðist Guðmundur að sjónum, því að 13 ára byrjaði hann að róa út frá Landeyjasandi með föður sínum, sem var þar formaður á eigin skipi og þótti góður sjómaður. Hann réðst 16 ára gamall fullgildur háseti á áraskipið Trú, mikið happaskip Landeyinga (systurskip sexæringsins [[Ísak VE-137|Ísaks]]). Trú stýrði lengst af Guðlaugur bóndi í Hallgeirsey, sem átti skipið.<br> | Hann var fæddur að Gerðum í Landeyjum 24. júní 1886. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum, sem lengst af sínum búskap bjuggu á Arnarhóli í Vestur-Landeyjum, og var Guðmundur lengi fram eftir árum kenndur við æskuheimili sitt. Ungur hneigðist Guðmundur að sjónum, því að 13 ára byrjaði hann að róa út frá Landeyjasandi með föður sínum, sem var þar formaður á eigin skipi og þótti góður sjómaður. Hann réðst 16 ára gamall fullgildur háseti á áraskipið Trú, mikið happaskip Landeyinga (systurskip sexæringsins [[Ísak VE-137|Ísaks]]). Trú stýrði lengst af Guðlaugur bóndi í Hallgeirsey, sem átti skipið.<br> | ||
Upp úr aldamótum fór Guðmundur að róa hér í Eyjum og stundaði héðan sjó yfir 60 ár. Má með sanni segja, að það sé vel að verið. Guðmundur byrjaði að róa hér á fyrstu mótorbátunum árið 1907 með [[Guðjón Jónsson (Sandfelli)|Guðjóni]] á [[Sandfell|Sandfelli]] á m/b [[Ingólfur VE-108|Ingólfi VE 108]]. Vetrarvertíðina 1912 byrjaði Guðmundur sína happasælu og löngu formennsku með m/b [[Víkingur VE-133|Víking VE 133]], sem var 7,45 rúmlestir að stærð. Eftir það var hann óslitið formaður fram yfir 1960 eða í full 50 ár. Var Guðmundur með marga báta á þessu tímabili, en lengst var hann með m/b [[Marz VE-149|Marz VE 149]], sem var 8,60 rúmlestir, eða í níu vertíðir.<br> | Upp úr aldamótum fór Guðmundur að róa hér í Eyjum og stundaði héðan sjó yfir 60 ár. Má með sanni segja, að það sé vel að verið. Guðmundur byrjaði að róa hér á fyrstu mótorbátunum árið 1907 með [[Guðjón Jónsson (Sandfelli)|Guðjóni]] á [[Sandfell|Sandfelli]] á m/b [[Ingólfur VE-108|Ingólfi VE 108]]. Vetrarvertíðina 1912 byrjaði Guðmundur sína happasælu og löngu formennsku með m/b [[Víkingur VE-133|Víking VE 133]], sem var 7,45 rúmlestir að stærð. Eftir það var hann óslitið formaður fram yfir 1960 eða í full 50 ár. Var Guðmundur með marga báta á þessu tímabili, en lengst var hann með m/b [[Marz VE-149|Marz VE 149]], sem var 8,60 rúmlestir, eða í níu vertíðir.<br> | ||
Lína 70: | Lína 76: | ||
<big>[[Sveinn Ársælsson]]</big><br> | <big>[[Sveinn Ársælsson]]</big><br> | ||
<big>f. 26. desember 1915 - d. 3. febrúar 1968</big><br> | <big>f. 26. desember 1915 - d. 3. febrúar 1968</big><br> | ||
[[Mynd:Sveinn Ársælsson.png|200px|thumb]] | |||
Hann var fæddur að [[Fagrabrekka|Fögrubrekku]] í Vestmannaeyjum 26. desember 1915. Nafn Sveins Ársælssonar má gjarnan geymast í röðum látinna sjómanna, því að enda þótt sjómennska yrði ekki aðalstarf hans, hafði hann alla tíð mjög náin samskipti við sjómannastétt þessa bæjar og fylgdist af áhuga með högum þeirra og störfum á sjónum.<br> | Hann var fæddur að [[Fagrabrekka|Fögrubrekku]] í Vestmannaeyjum 26. desember 1915. Nafn Sveins Ársælssonar má gjarnan geymast í röðum látinna sjómanna, því að enda þótt sjómennska yrði ekki aðalstarf hans, hafði hann alla tíð mjög náin samskipti við sjómannastétt þessa bæjar og fylgdist af áhuga með högum þeirra og störfum á sjónum.<br> | ||
Ungur að árum fór hann að vinna margþætt störf við útgerð föður síns, og 15 ára gamall byrjaði hann að róa með honum á m/b [[Ísleifur VE-63|Ísleifi]]. Þótti Sveinn gott sjómannsefni, þó að hann stundaði ekki sjómennsku til langframa. Nokkur ár var Sveinn verkstjóri við dráttarbraut föður síns, og fórst honum það sem annað giftusamlega. Um fjölda ára vann Sveinn við kvikmyndatöku í frístundum sínum, og náði hann mikilli leikni og þjálfun í þeirri grein. Með myndatökum sínum af eldri og yngri atvinnuháttum Eyjabúa, þó einkum frá sjávarsíðunni, hefur hann bjargað miklum verðmætum, sem geyma vel sögu Eyjanna. Sveinn var íþróttamaður góður og margoft Íslandsmeistari í golfi. Var hans rúm ætíð vel skipað.<br> | Ungur að árum fór hann að vinna margþætt störf við útgerð föður síns, og 15 ára gamall byrjaði hann að róa með honum á m/b [[Ísleifur VE-63|Ísleifi]]. Þótti Sveinn gott sjómannsefni, þó að hann stundaði ekki sjómennsku til langframa. Nokkur ár var Sveinn verkstjóri við dráttarbraut föður síns, og fórst honum það sem annað giftusamlega. Um fjölda ára vann Sveinn við kvikmyndatöku í frístundum sínum, og náði hann mikilli leikni og þjálfun í þeirri grein. Með myndatökum sínum af eldri og yngri atvinnuháttum Eyjabúa, þó einkum frá sjávarsíðunni, hefur hann bjargað miklum verðmætum, sem geyma vel sögu Eyjanna. Sveinn var íþróttamaður góður og margoft Íslandsmeistari í golfi. Var hans rúm ætíð vel skipað.<br> | ||
<big>[[Ólafur Ingileifsson]], [[Heiðarbær|Heiðarbæ]]</big><br> | <big>[[Ólafur Ingileifsson]], [[Heiðarbær|Heiðarbæ]]</big><br> | ||
<big>f. 9. júní 1891 - d. 14. febrúar 1968</big><br> | <big>f. 9. júní 1891 - d. 14. febrúar 1968</big><br> | ||
[[Mynd:Ólafur Ingileifsson.png|200px|thumb]] | |||
Hann var fæddur á Ketilsstöðum í Mýrdal 9. júní 1891. Kom hann fyrst til Vestmannaeyja á vetrarvertíð árið 1907. Reri hann þá vertíð á áraskipinu [[Olgu]], sem var teinæringur með færeysku lagi. Upp frá því reri hann á mótorbátum og varð fljótlega vélstjóri.<br> | Hann var fæddur á Ketilsstöðum í Mýrdal 9. júní 1891. Kom hann fyrst til Vestmannaeyja á vetrarvertíð árið 1907. Reri hann þá vertíð á áraskipinu [[Olgu]], sem var teinæringur með færeysku lagi. Upp frá því reri hann á mótorbátum og varð fljótlega vélstjóri.<br> | ||
Ólafur byrjaði formennsku árið 1912 með m//b [[Svanur VE-152|Svan VE 152]], og var hann með þann bát tvö ár. Eftir það var hann formaður með 6 eftirtalda báta: [[Ásdís VE-144|Ásdísi]], [[Olga Esbjerg VE-147|Olgu Esbjerg]], [[Friður VE-156|Frið]], [[Karl]], [[Geir Goði|Geir goða]] og [[Loki|Loka]]. Stundaði Ólafur hér sjóinn um 30 ár og var kraftmikill og fengsæll formaður í 23 ár. Vertíðina 1922 varð hann hér aflakóngur.<br> | Ólafur byrjaði formennsku árið 1912 með m//b [[Svanur VE-152|Svan VE 152]], og var hann með þann bát tvö ár. Eftir það var hann formaður með 6 eftirtalda báta: [[Ásdís VE-144|Ásdísi]], [[Olga Esbjerg VE-147|Olgu Esbjerg]], [[Friður VE-156|Frið]], [[Karl]], [[Geir Goði|Geir goða]] og [[Loki|Loka]]. Stundaði Ólafur hér sjóinn um 30 ár og var kraftmikill og fengsæll formaður í 23 ár. Vertíðina 1922 varð hann hér aflakóngur.<br> | ||
Ólafur Ingileifsson var í hópi fyrstu formanna, sem fóru á bátum sínum til síldveiða við Norðurland og veiddi þar í reknet. Var hann þá með m/b Karl. Ólafur var gætinn og glöggur formaður, þrekmikill og hið mesta karlmenni. Hann var einn úr hópi þeirra mörgu Skaftfellinga, er fluttust hingað um og upp úr síðustu aldamótum og lögðu virka hönd að uppbyggingu þessa bæjar. Ólafur vann vel þessu byggðarlagi og skilaði þjóð sinni og sjómannastétt miklum sjóði.<br> | Ólafur Ingileifsson var í hópi fyrstu formanna, sem fóru á bátum sínum til síldveiða við Norðurland og veiddi þar í reknet. Var hann þá með m/b Karl. Ólafur var gætinn og glöggur formaður, þrekmikill og hið mesta karlmenni. Hann var einn úr hópi þeirra mörgu Skaftfellinga, er fluttust hingað um og upp úr síðustu aldamótum og lögðu virka hönd að uppbyggingu þessa bæjar. Ólafur vann vel þessu byggðarlagi og skilaði þjóð sinni og sjómannastétt miklum sjóði.<br> | ||
'''E. G.'''<br> | '''E. G.'''<br> | ||
<big>[[Valdimar Jakobsson Tranberg]]</big><br> | <big>[[Valdimar Jakobsson Tranberg]]</big><br> | ||
<big>f. 25. okt. 1900 - d. 9. apríl 1968</big><br> | <big>f. 25. okt. 1900 - d. 9. apríl 1968</big><br> | ||
[[Mynd:Valdimar Jakobsson Tranberg.png|200px|thumb]] | |||
Hann var fæddur í [[Jakobshús|Jakobshúsi]] í Vestmannaeyjum 25. október árið 1900. Svo stuttan spöl stóð heimili foreldra hans frá sjónum, að nærri mátti segja, að hann væri fæddur í flæðarmálinu. Bernskuleikvangur hans varð því oftast fjörusandurinn, og hneigðist hugur Valdimars snemma að sjónum, og þar varð hans ævistarf, á grunnmiðum Vestmannaeyja.<br> | Hann var fæddur í [[Jakobshús|Jakobshúsi]] í Vestmannaeyjum 25. október árið 1900. Svo stuttan spöl stóð heimili foreldra hans frá sjónum, að nærri mátti segja, að hann væri fæddur í flæðarmálinu. Bernskuleikvangur hans varð því oftast fjörusandurinn, og hneigðist hugur Valdimars snemma að sjónum, og þar varð hans ævistarf, á grunnmiðum Vestmannaeyja.<br> | ||
Hann mun ungur að árum hafa farið á sjó með föður sínum, [[Jakob Tranberg|Jakobi Tranberg]], sem um 30 ára skeið, frá 1890 til 1920, var formaður með lítil jul yfir sumarið. Stundaði Jakob eingöngu handfæraveiðar á grynnstu miðum hér í kringum Eyjar og fiskaði oft vel af smáfiski, og margar voru stórlúðurnar, sem Kobbi fékk á þessum miðum. Skipshöfn hans var oftast 3 drengir, 12 til 15 ára. Margir þessara drengja urðu hér síðar miklir sjómenn og áberandi fiskimenn.<br> | Hann mun ungur að árum hafa farið á sjó með föður sínum, [[Jakob Tranberg|Jakobi Tranberg]], sem um 30 ára skeið, frá 1890 til 1920, var formaður með lítil jul yfir sumarið. Stundaði Jakob eingöngu handfæraveiðar á grynnstu miðum hér í kringum Eyjar og fiskaði oft vel af smáfiski, og margar voru stórlúðurnar, sem Kobbi fékk á þessum miðum. Skipshöfn hans var oftast 3 drengir, 12 til 15 ára. Margir þessara drengja urðu hér síðar miklir sjómenn og áberandi fiskimenn.<br> |
Núverandi breyting frá og með 30. júní 2016 kl. 12:26
Endurminningin merlar æ
í mánasilfri hvað, sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar,
gleðina jafnar, sefar sorg.
Svipþyrping sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
(Grímur Thomsen)
Á sjómannadegi minnast sjómenn í Vestmannaeyjum þeirra, sem hafa horfið úr hópnum á liðnu ári.
Í fáum orðum hefur verið reynt að draga upp atvinnusögu þessara sjómanna. Í nokkrum línum er stiklað á æviskeiði og sögu, sem væri efni í bækur.
Menn, sem settu svip sinn á bæinn og athafnalífið eru horfnir, en eftir er minning, sem leitar á hugann, þegar litið er yfir farinn veg.
Ástvinum og aðstandendum öllum eru sendar innilegar samúðarkveðjur, og látnum sjómönnum vottum við virðingu okkar. Sem betur fer hafa Vestmannaeyingar sloppið við sjóslys undanfarin ár, og frá síðasta sjómannadegi hefur enginn sjómaður drukknað héðan. Þetta þakka allir af heilum hug.
Þegar þetta er hugleitt, koma fram í hugann hin miklu sjóslys, sem hafa orðið við Vestfirði undanfarna vetur.
Það voru daprir febrúardagar í vetur, þegar norðaustan stórviðrin geisuðu þar vestra og fjöldi íslenzkra og erlendra sjómanna fórust.
Hinn 5. febrúar fórst í Ísafjarðardjúpi vélbáturinn Hafrún frá Bolungavík með 6 mönnum; í þeim hópi voru faðir og tveir synir. Í þessu veðri fórust einnig tveir enskir togarar á sömu slóðum. Fórst annar togarinn með allri áhöfn, nema stýrimanni, sem komst lífs af á undraverðan hátt sakir karlmennsku sinnar og giftu. Í veðrahami janúar- og febrúarmánaðar liðins vetrar fórust í Norður-Atlantshafi fjórir enskir togarar með samtals 58 sjómönnum og eru þetta mestu sjóslys í sögu enskrar togaraútgerðar. Þrír þessara togara fórust hér við strendur Íslands, tveir í Ísafjarðardjúpi og einn við Mánáreyjar, á Eyjabreka, að álitið var.
Enn var höggvið í hóp íslenzkra sjómanna, þegar vélbáturinn Trausti frá Súðavík fórst hinn 14. febrúar með fjórum mönnum. Á hálfum mánuði fórust því 10 sjómenn frá verstöðvum vestanlands. Er þetta mikil blóðtaka litlum byggðarlögum og þjóðinni í heild að sjá af hraustum sjómönnum í blóma lífsins. Minnir þetta þjóðina beizklega á, hve starf sjómanna krefst stundum mikilla og dýrra fórna.
Þegar minnzt er sérstaklega látinna sjómanna í Vestmannaeyjum, senda Vestmannaeyingar jafnframt einlægar hluttekningarkveðjur til þeirra, sem eiga um sárt að binda vegna sjóslysanna.
Ritstj.
Guðjón Jónsson, Reykjum
f. 10. febrúar 1892 - d. 14. maí 1967
Hann var fæddur að Selalæk í Rangárvallasýslu 10. febrúar 1892. Ungur að árum fluttist hann að Björnskoti undir Eyjafjöllum til Árna föðurbróður síns. Ólst hann upp hjá honum og átti þar heimili fram yfir tvítugs aldur. Guðjón var mjög bráðþroska unglingur, og var hann aðeins 16 ára, er hann byrjaði að róa hér í Eyjum. Kom þá strax í Ijós óvenjumikið þrek hans og áhugi, og varð hann brátt eftirsóttur í skiprúm. Reri hann hér með miklum aflamönnum, þar á meðal Friðriki Svipmundssyni á Löndum, sem var orðlagður formaður og sjósóknari.
Vertíðina 1921 byrjaði Guðjón formennsku með m/b Kóp. Síðan var hann með eftirtalda báta: Höfrung, France, Gullfoss og Baldur, allt fremur litlir bátar, um 10 tonn.
Um 1930 hætti Guðjón formennsku, en stundaði áfram sjóinn á hverri vetrarvertíð fram yfir 1950.
Guðjón var hinn mesti dugnaðarmaður og var ætíð kenndur við íbúðarhús sitt, Reyki, sem hann byggði skömmu eftir að hann fluttist hingað alkominn árið 1920.
E. G.
Ólafur Jónsson, Garðhúsum
f. 23. desember I872 - d. 11. júní 1967
Ólafur var fæddur að Akurey í Vestur-Landeyjum 23. desember 1872. Ungur að árum byrjaði Ólafur að róa út frá Landeyjasandi, en fyrst reri hann á vetrarvertíð hér í Vestmannaeyjum 1896 og fluttist þá alkominn hingað.
Þegar vélbátaútgerð hófst hér, varð Ólafur brátt virkur þátttakandi á því sviði. Á öðru ári mótorbátanna, árið 1907, gerðist hann meðeigandi í m/b Fálka VE 105, að 1/10 hluta, og árið 1906 keypti hann 1/6 hluta í m/b Val VE 129, sem hann gerði út til ársins 1919, er báturinn var seldur héðan. Ólafur var formaður fyrstu tvær vertíðirnar með m/b Val, en hætti þá sjómennsku og réðst að verzlun Gísla J. Johnsens sem pakkhúsmaður. Fylgdi því starfi verkstjórn á upp- og útskipun á öllum vörum til verzlunar Gísla, en oft varð að afgreiða skip á þeim árum við erfiðar aðstæður á ytri og innri höfninni. Eftir að Gísli lét reisa olíugeymana á Nausthamri árið 1926, tók Ólafur við olíuafgreiðslu til bátanna og hafði það starf á hendi til 85 ára aldurs. Nutu sjómenn sérstakrar lipurðar og fyrirgreiðslu Ólafs í þessu starfi, og afgreiddi hann bátana hvenær sólarhrings sem óskað var. Ólafur var hið mesta ljúfmenni, sem öllum vildi gott gera.
E. G.
Jóhann Vilhjálmsson frá Selalæk
f. 13. júlí 1893 - d. 23. júní 1967
Hann var fæddur 13. júlí 1893 í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Hann lézt að Laugarvatni 23. júní 1967.
Jóhann mun hafa komið hingað fyrst til vertíðarstarfa 1915, og stuttu síðar flutti hann hingað alkominn og gerðist hér sjómaður.
Fyrstu vertíðarnar reri Jóhann hjá Árna Finnbogasyni á m/b Helgu VE 180 og fékk hann fljótlega orð á sig sem dugnaðar sjómaður.
Hann var hér formaður fimm vetrarvertíðir með eftirtalda báta: Helgu, Faxa og Sæbjörgu.
Jóhann hætti sjómennsku 1934 og gerðist útgerðarmaður. Keypti hann 1/3 í nýjum báti, Gulltoppi VE 321, er Binni í Gröf var formaður á. Í þeim bát átti hann, þar til Gulltoppur var seldur héðan um 1950. Vann hann við umhirðu og aðgerð á afla bátsins, en milli vertíða að standsetningu veiðarfæra.
Þegar Jóhann hætti útgerð, vann hann allt árið í fiski í einni af fiskvinnslustöðvunum hér, þar til hann fluttist héðan alfarinn 1963.
Guðmar Tómasson
f. 6. apríl 1933 - d. 26. júlí 1967
Guðmar Tómasson var fæddur í Vestmannaeyjum 6. apríl 1933. Foreldrar hans voru hjónin Líney Guðmundsdóttir og Tómas Sveinsson, Faxastíg 13 hér í bæ.
Guðmar var greindur vel og námsmaður góður. Hann lauk landsprófi og var síðan um skeið við nám í Menntaskólanum á Laugarvatni. En hugurinn leitaði í aðra átt, til sjávar og sjómennsku. Hann hætti því menntaskólanámi og innritaðist í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1955. Eftir það varð hann stýrimaður á fiskiskipum til ársins 1958, að hann réðst til Björgvins Jónssonar frá Úthlíð sem skipstjóri á m/b Jón Stefánsson. Björgvin, sem sjálfur var kunnur skipstjóri og útgerðarmaður, hefur séð, hvað með þessum unga manni bjó, sem hafði heilshugar yfirgefið glæsilegan vettvang til að sinna hugðarefni sínu, enda varð hann ekki fyrir vonbrigðum. Þegar Guðmar lét af skipstjórn á Jóni Stefánssyni, varð hann skipstjóri á bátum Ársæls Sveinssonar, seinast á Ísleifi IV, þar til heilsa hans bilaði í maí 1965 og hann varð að hætta sjómennsku. Var hann þá á stuttum tíma orðinn einn af þekktustu síldveiðiskipstjórum og jafnvígur á flest veiðarfæri.
Guðmar var ljúfmenni í viðkynningu og umgengni allri. Var hann elskaður og virtur af skipshöfn sinni, og sóttust menn eftir að vera í skiprúmi hjá honum. Rómuðu allir stillingu hans og drengskap. Hann var mikils virtur og vaxandi aflamaður, en ávallt sá sami; jafnlyndur, fastlyndur, glettinn á góðri stund. Drengur góður.
Hann naut trausts stéttarbræðra sinna að verðleikum og sat í stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í 6 ár samfleytt; hin síðustu ár sem gjaldkeri. Guðmar skildi vel hlutverk samtakanna í viðgangi sjómannastéttarinnar, og störf hans í Verðanda báru því vitni. Eru honum þökkuð vel unnin störf og góðar minningar frá liðnum árum.
Sigurður P. Oddsson
Sigurður Stefánsson
f. 25. janúar 1915 - d. 23. september 1965
Hann var fæddur í Búðakauptúni við Fáskrúðsfjörð 26. janúar 1915. Voru foreldrar hans hjónin Ólafía Jónsdóttir og Stefán Jónsson sjómaður. Sigurður ólst upp við öll almenn störf sjávarplássanna á uppvaxtarárum sínum og mun fljótt hafa orðið að taka til hendi á barnmörgu heimili. Hann kom fyrst á vertíð hingað til Vestmannaeyja 16 ára að aldri og varð strax viðurkenndur beitingamaður. Gat hann þegar eftir fyrstu vertíð sína valið úr skiprúmum. Sigurður lauk ungur hinu minna fiskimannaprófi og var stýrimaður í margar vertíðir með miklum aflamönnum.
Sigurðar er minnzt sem góðs og dugandi sjómanns, en þó mun nafn hans lengst lifa sem skeleggasta málsvara sjómanna hér í bæ undanfarin 20 ár. Sigurður var formaður Sjómannafélagsins Jötuns samfleytt í 25 ár, og hefur enginn gegnt því starfi svo lengi. Hann stóð ávallt í fremstu línu við kjarasamninga sjómanna, og náðu sjómenn í Vestmannaeyjum um langt skeið betri kjörum en annars staðar var á landinu. Var þetta stéttinni og byggðarlaginu til mikilla heilla. Völdust úrvalsmenn á Eyjabáta og var þá hvergi þróttmeiri útgerð en í Vestmannaeyjum.
Sigurður var þekktur langt út fyrir raðir sjómanna hér og naut virðingar og trausts verkalýðshreyfingarinnar. Átti hann sæti í stjórn Alþýðusambands Íslands í mörg ár. Sigurður var vel látinn skipsfélagi og blandaði þar aldrei í þrærum og deilum þjóðmála. Síðustu árin vann hann við neta- og nótaviðgerðir.
Hann andaðist snögglega á ferðalagi suður á Krímskaga hinn 23. september 1965.
Guðmundur Tómasson, Bergsstöðum
f. 24. júní 1886 - d. 12. október 1967
Hann var fæddur að Gerðum í Landeyjum 24. júní 1886. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum, sem lengst af sínum búskap bjuggu á Arnarhóli í Vestur-Landeyjum, og var Guðmundur lengi fram eftir árum kenndur við æskuheimili sitt. Ungur hneigðist Guðmundur að sjónum, því að 13 ára byrjaði hann að róa út frá Landeyjasandi með föður sínum, sem var þar formaður á eigin skipi og þótti góður sjómaður. Hann réðst 16 ára gamall fullgildur háseti á áraskipið Trú, mikið happaskip Landeyinga (systurskip sexæringsins Ísaks). Trú stýrði lengst af Guðlaugur bóndi í Hallgeirsey, sem átti skipið.
Upp úr aldamótum fór Guðmundur að róa hér í Eyjum og stundaði héðan sjó yfir 60 ár. Má með sanni segja, að það sé vel að verið. Guðmundur byrjaði að róa hér á fyrstu mótorbátunum árið 1907 með Guðjóni á Sandfelli á m/b Ingólfi VE 108. Vetrarvertíðina 1912 byrjaði Guðmundur sína happasælu og löngu formennsku með m/b Víking VE 133, sem var 7,45 rúmlestir að stærð. Eftir það var hann óslitið formaður fram yfir 1960 eða í full 50 ár. Var Guðmundur með marga báta á þessu tímabili, en lengst var hann með m/b Marz VE 149, sem var 8,60 rúmlestir, eða í níu vertíðir.
Síðasta sjóferð Guðmundar var með hinu undraverða svifskipi, sem kom hingað um miðjan ágúst s.l. Um 20. ágúst tók Guðmundur sér far með skipinu og komst upp í fæðingarhrepp sinn án þess að stíga fæti úr farkostinum. Þannig kvaddi hann æskustöðvar sínar.
Guðmundur var sérstaklega geðspakur og vinsæll maður, sem æðraðist aldrei á hverju sem gekk.
Hann var mikill sjómaður og skipstjóri, sem ávallt stýrði sínu fleyi heilu í höfn.
E. G.
Sveinn Ársælsson
f. 26. desember 1915 - d. 3. febrúar 1968
Hann var fæddur að Fögrubrekku í Vestmannaeyjum 26. desember 1915. Nafn Sveins Ársælssonar má gjarnan geymast í röðum látinna sjómanna, því að enda þótt sjómennska yrði ekki aðalstarf hans, hafði hann alla tíð mjög náin samskipti við sjómannastétt þessa bæjar og fylgdist af áhuga með högum þeirra og störfum á sjónum.
Ungur að árum fór hann að vinna margþætt störf við útgerð föður síns, og 15 ára gamall byrjaði hann að róa með honum á m/b Ísleifi. Þótti Sveinn gott sjómannsefni, þó að hann stundaði ekki sjómennsku til langframa. Nokkur ár var Sveinn verkstjóri við dráttarbraut föður síns, og fórst honum það sem annað giftusamlega. Um fjölda ára vann Sveinn við kvikmyndatöku í frístundum sínum, og náði hann mikilli leikni og þjálfun í þeirri grein. Með myndatökum sínum af eldri og yngri atvinnuháttum Eyjabúa, þó einkum frá sjávarsíðunni, hefur hann bjargað miklum verðmætum, sem geyma vel sögu Eyjanna. Sveinn var íþróttamaður góður og margoft Íslandsmeistari í golfi. Var hans rúm ætíð vel skipað.
Ólafur Ingileifsson, Heiðarbæ
f. 9. júní 1891 - d. 14. febrúar 1968
Hann var fæddur á Ketilsstöðum í Mýrdal 9. júní 1891. Kom hann fyrst til Vestmannaeyja á vetrarvertíð árið 1907. Reri hann þá vertíð á áraskipinu Olgu, sem var teinæringur með færeysku lagi. Upp frá því reri hann á mótorbátum og varð fljótlega vélstjóri.
Ólafur byrjaði formennsku árið 1912 með m//b Svan VE 152, og var hann með þann bát tvö ár. Eftir það var hann formaður með 6 eftirtalda báta: Ásdísi, Olgu Esbjerg, Frið, Karl, Geir goða og Loka. Stundaði Ólafur hér sjóinn um 30 ár og var kraftmikill og fengsæll formaður í 23 ár. Vertíðina 1922 varð hann hér aflakóngur.
Ólafur Ingileifsson var í hópi fyrstu formanna, sem fóru á bátum sínum til síldveiða við Norðurland og veiddi þar í reknet. Var hann þá með m/b Karl. Ólafur var gætinn og glöggur formaður, þrekmikill og hið mesta karlmenni. Hann var einn úr hópi þeirra mörgu Skaftfellinga, er fluttust hingað um og upp úr síðustu aldamótum og lögðu virka hönd að uppbyggingu þessa bæjar. Ólafur vann vel þessu byggðarlagi og skilaði þjóð sinni og sjómannastétt miklum sjóði.
E. G.
Valdimar Jakobsson Tranberg
f. 25. okt. 1900 - d. 9. apríl 1968
Hann var fæddur í Jakobshúsi í Vestmannaeyjum 25. október árið 1900. Svo stuttan spöl stóð heimili foreldra hans frá sjónum, að nærri mátti segja, að hann væri fæddur í flæðarmálinu. Bernskuleikvangur hans varð því oftast fjörusandurinn, og hneigðist hugur Valdimars snemma að sjónum, og þar varð hans ævistarf, á grunnmiðum Vestmannaeyja.
Hann mun ungur að árum hafa farið á sjó með föður sínum, Jakobi Tranberg, sem um 30 ára skeið, frá 1890 til 1920, var formaður með lítil jul yfir sumarið. Stundaði Jakob eingöngu handfæraveiðar á grynnstu miðum hér í kringum Eyjar og fiskaði oft vel af smáfiski, og margar voru stórlúðurnar, sem Kobbi fékk á þessum miðum. Skipshöfn hans var oftast 3 drengir, 12 til 15 ára. Margir þessara drengja urðu hér síðar miklir sjómenn og áberandi fiskimenn.
Þegar trillubátar fóru að ganga hér til fiskveiða, beindist hugur Valdimars fljótlega að þeirri gerð báta, og þegar ástæður hans leyfðu, eignaðist hann lítinn trillubát, sem hann lét heita „Jakob“. Á þessum báti stundaði hann sjóinn allt árið, eftir því sem veður leyfði, með handfæri og lúðulínu. Oftast reri hann einn.
Um lundaveiðitímann stundaði hann úteyjaferðir og var sókningsmaður í margar úteyjar.
Valdimar var góður drengur, og öllum, sem kynntust honum, var hlýtt til hans. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 9. apríl s.l. eftir langvarandi heilsuleysi.