„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1962/ Gúmbátar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(br>)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 9: Lína 9:
Seint verður þeim mönnum fullþakkað, sem ruddu brautina með þessi tæki um borð í íslenzk skip. Eins og kunnugt er, voru það þeir [[Kjartan Ólafsson (Hrauni)|Kjartan Ólafsson]] á [[Hraun|Hrauni]] og [[Sighvatur Bjarnason (Ási)|Sighvatur Bjarnason]] í [[Ás|Ási]], er fyrstir manna hér létu gúmbáta í skip sín. Þörfin sagði fljótt til sín, því þegar v. b. „[[Veiga VE-291|Veiga]]“ fórst á vertíð 1951, bjargaðist meginhluti áhafnarinnar með aðstoð gúmbátsins. Sagan endurtók sig svo 1953, er þeir sem björguðust af „[[Guðrún VE|Guðrúnu]]“ áttu það gúmbátnum að þakka. Öll áhöfn v.b. „[[Halkion VE]]“, skipstj. [[Pétur Sigurðsson]], áhöfn v.b. „[[Glaður VE-270|Glaður]]“. skipstj. [[Þorleifur Guðjónsson]], áhöfn og farþegar v.b. „[[Már VE-178|Már]]“. skipstj. [[Júlíus Sigurðsson]], og áhöfn v.b. „Langanes“ NK, sem réri héðan, þakka allar mikilvæga aðstoð gúmbáts við björgun úr sjávarháska, er þær lentu í.
Seint verður þeim mönnum fullþakkað, sem ruddu brautina með þessi tæki um borð í íslenzk skip. Eins og kunnugt er, voru það þeir [[Kjartan Ólafsson (Hrauni)|Kjartan Ólafsson]] á [[Hraun|Hrauni]] og [[Sighvatur Bjarnason (Ási)|Sighvatur Bjarnason]] í [[Ás|Ási]], er fyrstir manna hér létu gúmbáta í skip sín. Þörfin sagði fljótt til sín, því þegar v. b. „[[Veiga VE-291|Veiga]]“ fórst á vertíð 1951, bjargaðist meginhluti áhafnarinnar með aðstoð gúmbátsins. Sagan endurtók sig svo 1953, er þeir sem björguðust af „[[Guðrún VE|Guðrúnu]]“ áttu það gúmbátnum að þakka. Öll áhöfn v.b. „[[Halkion VE]]“, skipstj. [[Pétur Sigurðsson]], áhöfn v.b. „[[Glaður VE-270|Glaður]]“. skipstj. [[Þorleifur Guðjónsson]], áhöfn og farþegar v.b. „[[Már VE-178|Már]]“. skipstj. [[Júlíus Sigurðsson]], og áhöfn v.b. „Langanes“ NK, sem réri héðan, þakka allar mikilvæga aðstoð gúmbáts við björgun úr sjávarháska, er þær lentu í.
Reynsla viðkomandi áhafna með skipstjóra sína í fararbroddi hefur verið óspart notuð af framleiðendum og skipaeftirliti ríkisins til þegar betur hefur mátt horfa.<br>
Reynsla viðkomandi áhafna með skipstjóra sína í fararbroddi hefur verið óspart notuð af framleiðendum og skipaeftirliti ríkisins til þegar betur hefur mátt horfa.<br>
[[Mynd:Oft er vandi á herðum Lóðsins.png|400px|thumb|center|Oft er vandi á herðum lóðsins.- Tröllafoss í hafnarmynninu.]]
Í þolraunum stórviðra og átaka s.l. vetur, ekki aðeins hér við land, heldur og í Norðursjó og víðar, þegar taka átti til notkunar gúmbáta, varð notkun þeirra til björgunar misbrestasöm, þó að oft rættist betur úr en á horfðist. Slíkt er náttúrlega ekki dauðadómur yfir tækin sem slík, heldur ábending um að þau eru ekki alfullkomin eins og Guð almáttugur. Þróunin, reynslan og þekkingin eykur viðsýni til betri útbúnaðar í ýmsum myndum, svo að veiku hlekkirnir verða færri og færri. Mér er kunnugt um, að hr. skipaskoðunarstjóri Hjálmar R. Bárðarson hefur haft vakandi augu með að tilkynna framleiðendum það, sem betur hefur mátt fara að fenginni reynslu og á hann þakkir skildar frá íslenzkri sjómannastétt fyrir það.<br>
Í þolraunum stórviðra og átaka s.l. vetur, ekki aðeins hér við land, heldur og í Norðursjó og víðar, þegar taka átti til notkunar gúmbáta, varð notkun þeirra til björgunar misbrestasöm, þó að oft rættist betur úr en á horfðist. Slíkt er náttúrlega ekki dauðadómur yfir tækin sem slík, heldur ábending um að þau eru ekki alfullkomin eins og Guð almáttugur. Þróunin, reynslan og þekkingin eykur viðsýni til betri útbúnaðar í ýmsum myndum, svo að veiku hlekkirnir verða færri og færri. Mér er kunnugt um, að hr. skipaskoðunarstjóri Hjálmar R. Bárðarson hefur haft vakandi augu með að tilkynna framleiðendum það, sem betur hefur mátt fara að fenginni reynslu og á hann þakkir skildar frá íslenzkri sjómannastétt fyrir það.<br>
Að síðustu þetta. Þó svo að skip og fargögn öll séu í fullkomnu lagi, gúmbátur skoðaður og skipshöfn hafi kynnt sér ástand hans og notkun, á gúmbáturinn stöðugar hættur yfir sér, nema því betur sé fylgzt með ástandi hans um borð í bátunum. Óvin númer 1 tel ég nudd. Nái gúmbáturinn því að vera laus í kassanum (hylkinu), sem geymir bátinn, þá nuddast umbúðir og margfalt strigagúmlag efnisins, sem báturinn er gerður úr, fær á sig göt, sem engu lofti halda. Þetta vita sjómenn og útgerðarmenn.<br>  
Að síðustu þetta. Þó svo að skip og fargögn öll séu í fullkomnu lagi, gúmbátur skoðaður og skipshöfn hafi kynnt sér ástand hans og notkun, á gúmbáturinn stöðugar hættur yfir sér, nema því betur sé fylgzt með ástandi hans um borð í bátunum. Óvin númer 1 tel ég nudd. Nái gúmbáturinn því að vera laus í kassanum (hylkinu), sem geymir bátinn, þá nuddast umbúðir og margfalt strigagúmlag efnisins, sem báturinn er gerður úr, fær á sig göt, sem engu lofti halda. Þetta vita sjómenn og útgerðarmenn.<br>  

Núverandi breyting frá og með 21. júní 2016 kl. 14:21

Gúmbátar


Allt frá þeim tíma er menn gjörðust sæfarendur, hefur þeim verið ljós slysahætta og dauði af völdum Ægis. Ber þar einkanlega þrennt til: ofurvald höfuðskepnanna, þegar þær beita mætti sínum, vanbúinn farkostur og aðgæzluleysi mannanna sjálfra.
Það hefur því leitt af sjálfu sér, að mannsandinn hefur hugsað ráð og útbúið tæki til varnar. Sú sókn heldur áfram og nemur ekki staðar, meðan þróunin eygir möguleika til hins betra og öruggara. Uppblásnir bátar eru ekki nýir af nálinni. Babyloníumenn, hin forna og kunna menning og siglingaþjóð, notuðu uppblásnar dýrahúðir til flotholta í ýmsum myndum. Gúmbátinn eins og við sjómenn þekkjum hann í dag, má rekja til hins enska uppfinningamanns R. F. Dagnall, sem árið 1917 kom fram með flotholt úr gúmbornum dúk. Þetta flotholt (hringur) Dagnalls þróaðist með reynslu og þekkingu að því tæki sem gúmbáturinn er í dag. Hinar kunnu brezku gúmbátaverksmiðjur R.F.D. bera nafn R. F. Dagnall.
Uppfinning þessa ágæta manns var skjótt tekin í notkun, þó svo við byrjunarörðugleika væri að ræða. Kunnugt er, að hin stóru Ameríkuför Þjóðverja, „Bremen“ og „Evropa“, sem voru í förum milli stríða, höfðu auk venjulegra bjargbáta, loftfyllta gúmbáta.
Í hinum miskunnarlausa hernaði síðustu styrjaldar, þar sem barizt var á sjó, í lofti og á landi, voru bæði skip og flugvélar útbúin gúmbátum og fékkst þá örugg reynsla fyrir ágæti þessara tækja, þar sem þau björguðu fjölda manna. Eftir lok ófriðarins var leiðin rudd til farmskipa og fiskiskipa með þessi tæki. Nú eru þau orðin heimsþekkt.
Talið er, að nærri 200 íslenzkir sjómenn hafi bjargazt fyrir notkun þessara björgunarbáta á neyðarstund. Í þeirri tölu er mikið hlulfall sjómanna héðan úr Eyjum.
Seint verður þeim mönnum fullþakkað, sem ruddu brautina með þessi tæki um borð í íslenzk skip. Eins og kunnugt er, voru það þeir Kjartan Ólafsson á Hrauni og Sighvatur Bjarnason í Ási, er fyrstir manna hér létu gúmbáta í skip sín. Þörfin sagði fljótt til sín, því þegar v. b. „Veiga“ fórst á vertíð 1951, bjargaðist meginhluti áhafnarinnar með aðstoð gúmbátsins. Sagan endurtók sig svo 1953, er þeir sem björguðust af „Guðrúnu“ áttu það gúmbátnum að þakka. Öll áhöfn v.b. „Halkion VE“, skipstj. Pétur Sigurðsson, áhöfn v.b. „Glaður“. skipstj. Þorleifur Guðjónsson, áhöfn og farþegar v.b. „Már“. skipstj. Júlíus Sigurðsson, og áhöfn v.b. „Langanes“ NK, sem réri héðan, þakka allar mikilvæga aðstoð gúmbáts við björgun úr sjávarháska, er þær lentu í. Reynsla viðkomandi áhafna með skipstjóra sína í fararbroddi hefur verið óspart notuð af framleiðendum og skipaeftirliti ríkisins til þegar betur hefur mátt horfa.

Oft er vandi á herðum lóðsins.- Tröllafoss í hafnarmynninu.

Í þolraunum stórviðra og átaka s.l. vetur, ekki aðeins hér við land, heldur og í Norðursjó og víðar, þegar taka átti til notkunar gúmbáta, varð notkun þeirra til björgunar misbrestasöm, þó að oft rættist betur úr en á horfðist. Slíkt er náttúrlega ekki dauðadómur yfir tækin sem slík, heldur ábending um að þau eru ekki alfullkomin eins og Guð almáttugur. Þróunin, reynslan og þekkingin eykur viðsýni til betri útbúnaðar í ýmsum myndum, svo að veiku hlekkirnir verða færri og færri. Mér er kunnugt um, að hr. skipaskoðunarstjóri Hjálmar R. Bárðarson hefur haft vakandi augu með að tilkynna framleiðendum það, sem betur hefur mátt fara að fenginni reynslu og á hann þakkir skildar frá íslenzkri sjómannastétt fyrir það.
Að síðustu þetta. Þó svo að skip og fargögn öll séu í fullkomnu lagi, gúmbátur skoðaður og skipshöfn hafi kynnt sér ástand hans og notkun, á gúmbáturinn stöðugar hættur yfir sér, nema því betur sé fylgzt með ástandi hans um borð í bátunum. Óvin númer 1 tel ég nudd. Nái gúmbáturinn því að vera laus í kassanum (hylkinu), sem geymir bátinn, þá nuddast umbúðir og margfalt strigagúmlag efnisins, sem báturinn er gerður úr, fær á sig göt, sem engu lofti halda. Þetta vita sjómenn og útgerðarmenn.
Herra skipaeftirlitsmaður Runólfur Jóhannsson hefur af sinni kunnu samvizkusemi, viti og handlagni fundið upp „patent“, sem hefur gefið ágæta raun. Allt nudd á að vera útilokað í kössum Runólfs sé þess gætt að hafa borðana, sem báturinn situr í, hæfilega stífa. „Patent“ Runólfs, sem hann hefur þó ekki tekið einkarétt á, ætti að vera kunnugt um land allt og víðar og verða notað meira en er. Það gæfi ómetanlegt öryggi.
Óvinur nr. 2 er rakinn. Er hann furðu lífseigur í árlegri skoðun og stafar eingöngu af of litlum dragsúg, sem þarf að myndast við loftgöt á kössunum, er geyma bátana.
Óvinur nr. 3 er eldur, sem gúmbáturinn stenzt ekki fyrir, ef magnað eldhaf nær honum.
Af erlendum blöðum sé ég að óvinur nr. 4 sé rottan; ef hún kemst um borð í báta og skip, þá nagar hún allt er tönn á festir, umbúðir og sjálfan bátinn, til að komast í matarpakka bátsins
Síðast en ekki sízt má segja, að öll óhirða og trassaskapur sé höfuðóvinur þessara góðu, en í mörgu viðkvæmu tækja. Ósk mín til útgerðarmanna og sjómanna í Vestmannaeyjum á sjómannadag 1962 er sú, að tæki þau, sem grein þessi fjallar um, megi njóta umhyggju sem sjáaldur augans.
Í því er öryggi, sem kemur að góðu á hættustund.

Einar J. Gíslason.