„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/Gamli Þór og skrúfan“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>Haraldur Guðnason:</big></big><br> '''Gamli Þór og skrúfan'''<br> Það er einna minnisstæðast frá því ég kom fyrst á vertíð í Eyjum, nokkru eftir áram...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda)
Lína 46: Lína 46:
Upphaf björgunarmálsins í Eyjum er oftast rakið til ársins 1914.<br>
Upphaf björgunarmálsins í Eyjum er oftast rakið til ársins 1914.<br>


Á framboðsfundi fyrir alþingiskosningar það ár sagði [[Hjalti Jónsson]] (Eldeyjar-Hjalti), sem var í kjöri móti Karli Einarssyni sýslumanni, að nauðsynlegt væri að fá björgunarskip til Eyja. Þetta fékk góðan byr.<br>
Á framboðsfundi fyrir alþingiskosningar það ár sagði [[Eldeyjar-Hjalti|Hjalti Jónsson]] (Eldeyjar-Hjalti), sem var í kjöri móti Karli Einarssyni sýslumanni, að nauðsynlegt væri að fá björgunarskip til Eyja. Þetta fékk góðan byr.<br>


Svo fóru leikar að Hjalti féll, en Karl bar málið fram á þingi. Áður hafði sýslunefnd samþykkt áskorun til þingsins um að veita 5000 kr. árlega til eftirlits úr landi með fiskveiðum útlendinga, sem væri þó bráðabirgðaráðstöfun.<br>
Svo fóru leikar að Hjalti féll, en Karl bar málið fram á þingi. Áður hafði sýslunefnd samþykkt áskorun til þingsins um að veita 5000 kr. árlega til eftirlits úr landi með fiskveiðum útlendinga, sem væri þó bráðabirgðaráðstöfun.<br>
Lína 58: Lína 58:
Hinn 3. ágúst 1918 boðaði Karl Einarsson til fundar til að ræða stofnun björgunarfélags og kaup á skipi.<br>
Hinn 3. ágúst 1918 boðaði Karl Einarsson til fundar til að ræða stofnun björgunarfélags og kaup á skipi.<br>


Á þeim fundi var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað og kosnir í bráðabirgðastjórn: [[Karl Einarsson]], formaður; [[Árni Filippusson]], gjaldkeri; Jóhann Þ. Jósefsson, ritari; [[Gísli Lárusson]] í Stakkagerði og [[Þorsteinn Jónsson]] í Laufási.<br>
Á þeim fundi var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað og kosnir í bráðabirgðastjórn: [[Karl Einarsson]], formaður; [[Árni Filippusson]], gjaldkeri; Jóhann Þ. Jósefsson, ritari; [[Gísli Lárusson]] í Stakkagerði og [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn Jónsson]] í Laufási.<br>
Nokkru síðar kaus stjórnin erindreka, [[Sigurð Sigurðsson]], lyfsala og skáld. Hann hóf þegar söfnun fjár til kaupa á björgunarskipi.<br>
Nokkru síðar kaus stjórnin erindreka, [[Sigurður Sigurðsson (lyfsali)|Sigurð Sigurðsson]], lyfsala og skáld. Hann hóf þegar söfnun fjár til kaupa á björgunarskipi.<br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-23 at 08.05.03.png|700px|center|thumb|Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja, sú er keypti gamla Þór. Jóhann Þ. Jósefsson, Sigurður Sigurðsson, Karl Einarsson, Jón Hinriksson, Gísli Lárusson]]
Þorsteinn í Laufási segir í Formannsævi, að þótt margir hafi mikið gert fyrir Björgunarfélagið, þá hafi Sigurður verið þar í fremstu röð og megi verk hans ekki gleymast í hinni merku bók sinni Aldahvörf í Eyjum kemst Þorsteinn svo að orði: „Leikur ekki á tveim tungum, að dugnaður hans (S. S.) og áhugi réðu miklu um, hve glæsilega var riðið úr hlaði, því hann var óþreytandi að safna fé í þessa félagsstofnun. Mátti segja með sanni, að hann hafi safnað því nær sauðlaust hér í Eyjum og stór strandhögg gerði hann víðar, sérstaklega í Reykjavík."<br>
Þorsteinn í Laufási segir í Formannsævi, að þótt margir hafi mikið gert fyrir Björgunarfélagið, þá hafi Sigurður verið þar í fremstu röð og megi verk hans ekki gleymast í hinni merku bók sinni Aldahvörf í Eyjum kemst Þorsteinn svo að orði: „Leikur ekki á tveim tungum, að dugnaður hans (S. S.) og áhugi réðu miklu um, hve glæsilega var riðið úr hlaði, því hann var óþreytandi að safna fé í þessa félagsstofnun. Mátti segja með sanni, að hann hafi safnað því nær sauðlaust hér í Eyjum og stór strandhögg gerði hann víðar, sérstaklega í Reykjavík."<br>


Lína 83: Lína 83:


Þór var smíðaður í North Shields í Englandi árið 1899 fyrir Islands Handels og Fiskeri Kompagni á Patreksfirði. Félagið hélt skipinu út til kolaveiða. Útgerðin gekk illa. Þór (Thor) var þá seldur landbúnaðarráðuneytinu danska árið 1902, er gerði Þór út sem hafrannsóknaskip. Skipið var víða í förum, var t. d. hér við land 1903—1905 og 1908—1909. Varðskip í Danmörku á stríðsárunum 1914— 1918.<br>
Þór var smíðaður í North Shields í Englandi árið 1899 fyrir Islands Handels og Fiskeri Kompagni á Patreksfirði. Félagið hélt skipinu út til kolaveiða. Útgerðin gekk illa. Þór (Thor) var þá seldur landbúnaðarráðuneytinu danska árið 1902, er gerði Þór út sem hafrannsóknaskip. Skipið var víða í förum, var t. d. hér við land 1903—1905 og 1908—1909. Varðskip í Danmörku á stríðsárunum 1914— 1918.<br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-23 at 08.05.57.png|700px|center|thumb|Þór]]
Þór var um margt vel gerður út til að sinna sínu mikilsverða hlutverki. Hann var með sterkan ljóskastara til að nota við leit að bátum. Var skipuð sérstök ljóskastaranefnd til samráðs skipstjórnarmönnum við þetta verkefni. Formaður nefndarinnar var Guðjón Jónsson skipstjóri á Heiði.
Þór var um margt vel gerður út til að sinna sínu mikilsverða hlutverki. Hann var með sterkan ljóskastara til að nota við leit að bátum. Var skipuð sérstök ljóskastaranefnd til samráðs skipstjórnarmönnum við þetta verkefni. Formaður nefndarinnar var Guðjón Jónsson skipstjóri á Heiði.
Fallbyssa var sett á Þór árið 1924. Hann var fyrsta vopnaða skip landsins. Eftir það varð hann skæðari landhelgisbrjótum. <br>
Fallbyssa var sett á Þór árið 1924. Hann var fyrsta vopnaða skip landsins. Eftir það varð hann skæðari landhelgisbrjótum. <br>
Lína 95: Lína 95:


„Björgunarskipið skal, á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí ár hvert aðeins notað til bjargráða og eftirlits með veiðarfærum Eyjabúa, svo og fiskveiðum í landhelgi við Vestmannaeyjar og grennd. Heimilt er þó skipstjóra eða útgerðarstjóra og skylt eftir atvikum, ef sérstök beiðni liggur fyrir, að bjarga bátum og skipum úr sjávarháska hvar sem er við ísland. Einnig er heimilt að skipið fari eflirlitsferðir, þegar svo stendur á, austur til Portlands og vestur til Reykjaness. Þá er og heimilt, að skipið láti í té, fiskiskipum eða öðrum skipum, hvort sem innlend eru eða útlend, alla þá hjálp og aðstoð, er það má við koma, gegn þeirri borgun, sem um semur í hvert skipti við skipstjóra, eða eftir sérstökum samningi við félagsstjórnina."<br>
„Björgunarskipið skal, á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí ár hvert aðeins notað til bjargráða og eftirlits með veiðarfærum Eyjabúa, svo og fiskveiðum í landhelgi við Vestmannaeyjar og grennd. Heimilt er þó skipstjóra eða útgerðarstjóra og skylt eftir atvikum, ef sérstök beiðni liggur fyrir, að bjarga bátum og skipum úr sjávarháska hvar sem er við ísland. Einnig er heimilt að skipið fari eflirlitsferðir, þegar svo stendur á, austur til Portlands og vestur til Reykjaness. Þá er og heimilt, að skipið láti í té, fiskiskipum eða öðrum skipum, hvort sem innlend eru eða útlend, alla þá hjálp og aðstoð, er það má við koma, gegn þeirri borgun, sem um semur í hvert skipti við skipstjóra, eða eftir sérstökum samningi við félagsstjórnina."<br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-23 at 08.06.18.png|300px|thumb|Jóhann P. Jónsson, fyrsti skipherra á Þór. Lét af skipstjórn 1926.]]
[[Jóhann Pétur Jónsson]] (1887—1960) sjóliðsforingi var ráðinn skipstjóri á Þór. Þar sem brátt var farið að nota Þór til landhelgisgæslu var Jóhann fyrsti varðskipsskipstjóri íslendinga. Hann þótti hæfur foringi og hafði góða menntun. „Allir vildu sigla með Jóhanni P. — þessum glaðlynda og trausta yfirmanni", sagði Pétur Sigurðsson um hann. Jóhann lét af skipstjórn á Þór 1926; fór á Óðin (fyrsta), sem þá var nýsmíðaður.<br>
[[Jóhann Pétur Jónsson]] (1887—1960) sjóliðsforingi var ráðinn skipstjóri á Þór. Þar sem brátt var farið að nota Þór til landhelgisgæslu var Jóhann fyrsti varðskipsskipstjóri íslendinga. Hann þótti hæfur foringi og hafði góða menntun. „Allir vildu sigla með Jóhanni P. — þessum glaðlynda og trausta yfirmanni", sagði Pétur Sigurðsson um hann. Jóhann lét af skipstjórn á Þór 1926; fór á Óðin (fyrsta), sem þá var nýsmíðaður.<br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-23 at 08.06.32.png|300px|thumb|Friðrik Ólafsson, skipherra á Þór 1926-1928. Síðar skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík.]]
[[Friðrik V. Ólafsson]] var skipherra á Þór 1926—1928 og [[Eiríkur Kristófersson]] 1928- 1929.<br>
[[Friðrik V. Ólafsson]] var skipherra á Þór 1926—1928 og [[Eiríkur Kristófersson]] 1928- 1929.<br>
Jóhann Þ. Jósefsson var framkvæmdastj. Björgunarfélagsins meðan Þór var gerður út á vegum þess, og lengur. Árið 1934 tók Ársæll Sveinsson við þessu starfi. Núverandi formaður frá 1954 er [[Jón Í. Sigurðsson]] hafnsögumaður. Allir þekktir að mikilli árvekni í störfum fyrir félagið og slysavarnirnar.<br>
Jóhann Þ. Jósefsson var framkvæmdastj. Björgunarfélagsins meðan Þór var gerður út á vegum þess, og lengur. Árið 1934 tók Ársæll Sveinsson við þessu starfi. Núverandi formaður frá 1954 er [[Jón Í. Sigurðsson]] hafnsögumaður. Allir þekktir að mikilli árvekni í störfum fyrir félagið og slysavarnirnar.<br>
Lína 117: Lína 117:
Í ársbyrjun 1923 varð Þór fyrir vondu áfalli. Var til viðgerðar í Reykjavík frá því um haustið og miklu til kostað. Í ofviðri í janúar sleit skipið frá bryggju og rak upp á Laugarnestanga. Skipið fór þá í viðgerð að nýju, tók langan tíma og var dýr. Þetta vildi til á versta tíma, í byrjun vertíðar. <br>
Í ársbyrjun 1923 varð Þór fyrir vondu áfalli. Var til viðgerðar í Reykjavík frá því um haustið og miklu til kostað. Í ofviðri í janúar sleit skipið frá bryggju og rak upp á Laugarnestanga. Skipið fór þá í viðgerð að nýju, tók langan tíma og var dýr. Þetta vildi til á versta tíma, í byrjun vertíðar. <br>
Á árinu 1925 tók stjórn félagsins til alvarlegrar íhugunar að leita eftir því að selja ríkinu Þór með því skilyrði, að björgunar- og eftirlitsstarfi yrði haldið áfram eftir sem áður.<br>
Á árinu 1925 tók stjórn félagsins til alvarlegrar íhugunar að leita eftir því að selja ríkinu Þór með því skilyrði, að björgunar- og eftirlitsstarfi yrði haldið áfram eftir sem áður.<br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-23 at 08.07.12.png|300px|thumb|Eiríkur Kristófersson, skipherra á Þór 1928-1929.]]
Um þetta segir [[Eiríkur Kristófersson]] í minningum sínum, er Ingólfur Kristjánsson skráði:<br>
Um þetta segir [[Eiríkur Kristófersson]] í minningum sínum, er Ingólfur Kristjánsson skráði:<br>
„Þegar leið fram á árið 1925, var svo komið, að Björgunarfélag Vestmannaeyja var að sligast undir rekstri skipsins og safnaði skuldum þrátt fyrir þá styrki, er það naut. Aftur á móti hafði reynslan af störfum Þórs og leigubátanna, sem voru í strandgæslunni að sumrinu, sýnt það og sannað, að strandgæslan var betur komin í höndum íslendinga sjálfra, þó með litlum skipakosti væri, en dönsku varðskipanna."<br>
„Þegar leið fram á árið 1925, var svo komið, að Björgunarfélag Vestmannaeyja var að sligast undir rekstri skipsins og safnaði skuldum þrátt fyrir þá styrki, er það naut. Aftur á móti hafði reynslan af störfum Þórs og leigubátanna, sem voru í strandgæslunni að sumrinu, sýnt það og sannað, að strandgæslan var betur komin í höndum íslendinga sjálfra, þó með litlum skipakosti væri, en dönsku varðskipanna."<br>
Lína 146: Lína 146:
Bæjarráð samþykkti á fundi 6. nóv. 1972 „að stuðla að því, að skrúfan af Gamla Þór verði keypt til Vestmannaeyja og sett upp á hentugum stað til minningar um framtak Vestmannaeyinga í björgunarmálum".<br>
Bæjarráð samþykkti á fundi 6. nóv. 1972 „að stuðla að því, að skrúfan af Gamla Þór verði keypt til Vestmannaeyja og sett upp á hentugum stað til minningar um framtak Vestmannaeyinga í björgunarmálum".<br>
Í blaðinu Dagskrá 26. nóv. er forsíðugrein eftir ritstjórann, Hermann Einarsson, er nefnist: „Skrúfan af Gamla ÞÓR — Minnisvarði." Í greininni eru bæjarbúar hvattir til að styrkja Björgunarfélagið til skrúfukaupanna. Þá segir frá því, að Guðjón Ólafsson frá Gíslholti hafi „gert uppdrátt að tillögu um uppsetningu skrúfunnar og fylgir hér prentmynd af hugsanlegri staðsetningu á Skansinum norðan Sjóveitugeymis. Skrúfan á vörðu úr sæbörðu grjóti. Má segja að þar sé réttur gripur á réttum stað, sem blasir vel við gestum og gangandi." <br>
Í blaðinu Dagskrá 26. nóv. er forsíðugrein eftir ritstjórann, Hermann Einarsson, er nefnist: „Skrúfan af Gamla ÞÓR — Minnisvarði." Í greininni eru bæjarbúar hvattir til að styrkja Björgunarfélagið til skrúfukaupanna. Þá segir frá því, að Guðjón Ólafsson frá Gíslholti hafi „gert uppdrátt að tillögu um uppsetningu skrúfunnar og fylgir hér prentmynd af hugsanlegri staðsetningu á Skansinum norðan Sjóveitugeymis. Skrúfan á vörðu úr sæbörðu grjóti. Má segja að þar sé réttur gripur á réttum stað, sem blasir vel við gestum og gangandi." <br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-23 at 08.07.56.png|300px|thumb|Líkan að minnismerki um gamla Þór, er rísa skal í friðarhöfn.]]
Á fundi bæjarstjórnar 8. des. skýrði Martin Tómasson frá því, að Björgunarfélagið hefði keypt skrúfuna og mundi sjá um flutning á henni til Eyja. Bæjarstjórn gerði svofellda samþykkt samhljóða (9 atkv.):
Á fundi bæjarstjórnar 8. des. skýrði Martin Tómasson frá því, að Björgunarfélagið hefði keypt skrúfuna og mundi sjá um flutning á henni til Eyja. Bæjarstjórn gerði svofellda samþykkt samhljóða (9 atkv.):
„Bæjarstjórn samþykkir að bjóða Björgunarfélaginu að kosta uppsetningu á skrúfunni eftir nánara samkomulagi." <br>
„Bæjarstjórn samþykkir að bjóða Björgunarfélaginu að kosta uppsetningu á skrúfunni eftir nánara samkomulagi." <br>

Núverandi breyting frá og með 23. júní 2017 kl. 08:47

Haraldur Guðnason:

Gamli Þór og skrúfan

Það er einna minnisstæðast frá því ég kom fyrst á vertíð í Eyjum, nokkru eftir áramót 1929—30, er ég hlýddi á tal sjómanna undir Geirseyrargaflinum, að þeir voru blátt áfram harmi slegnir útaf endalokum Þórs, gamla og góða varð- og björgunarskipsins þeirra. Þótti þeim hreint ekki fullgilt erindi að senda varðskip með tvo menn norður fyrir land þó af kirkjuþingi væri. Raunar skipti það eitt máli úr því sem komið var, að ekki varð manntjón, en þar munaði vart nema hársbreidd. Þór var því happaskip til hins síðasta.

Eiríkur Kristófersson var síðasti skipherra á Þór. Hann er maður dulspakur. Hann dreymdi illa fyrir þessari ferð. Eirík dreymdi að maður kæmi til hans. „Þótti mér hann rétta mér eitthvað, sem ég greindi ekki vel i fyrstu hvað var, en þegar ég fór að aðgæta betur, sá ég mér til mikillar undrunar, að það sem maðurinn hafði fært mér, voru fimmtán berir og skinnir mannskjálkar, og voru þeir líkastir því, sem þeir hefðu velkst og veðrast lengi og legið í fjöru.
Þegar ég sá alla þessa mannskjálka, brá mér mjög, og þóttist ég rétta manninum þá aftur, eða öllu heldur fleygja þeim í hann, og sagði um leið ákveðið: „Nei, það skal aldrei verða."
Lengri varð draumurinn ekki, því að við þetta vaknaði ég. En ekki gat ég vikið þessum óhugnanlega draumi úr huga mér alla ferðina og þóttist vita, að hann mundi boða eitthvað illt, enda kom það á daginn síðar, en þetta varð ömurleg og örlagarík ferð." -

Þór lagði af stað frá Reykjavík að kvöldi 17. desember. Ferðin gekk að óskum norður til Blönduóss. Þar var annar kirkjuráðsmanna, Runólfur á Kornsá, settur á land, en síðan átti að fara með hinn farþegann, séra Jón Guðnason á Prestbakka inn á Hrútafjörð.

Hinn 20. desember er Þór staddur á Húnaflóa í kafaldsbyl, en aðfaranótt 21. er komið versta veður. Þá um nóttina bilaði stýrið og munaði minnstu að Þór ræki upp á sker. Var unnið að lagfæringu á stýrinu þá nótt alla. Þá var haldið uppundir Skagaströnd, komið fárviðri, sjógangur og svartabylur. Lagst við akkeri og lóðað á tíu mínútna fresti. Um kvöldið var skipið farið að reka. Þá var sett á fulla ferð, en í sama bili tók skipið harkalega niðri; hafði rekið skáhallt inn með ströndinni. Þór hafði strandað á Sölvabakkaskerjum.
Á skipinu var 17 manna áhöfn og séra Jón sá átjándi. Á laugardagskvöld vildu 15 af áhöfninni freista þess að setja út bát og reyna að ná landi. Eiríki þótti þetta óðs manns æði, en sumir manna hans sóttu þetta svo fast, að hann vildi ekki standa á móti og hafa af mönnunum björgun, því allt eins mátti búast við að skipið liðaðist sundur á skerinu áður en hjálp bærist. Eiríkur vildi ekki yfirgefa skipið og latti fararinnar, minn¬ugur draumsins. Jón bróðir Eiríks og séra Jón kusu að vera í skipinu með Eiríki. En um leið og skipverjar ætluðu að ganga aftur eftir, kom mikill brotsjór á Þór og braut annan skipsbátinn. Hættu þeir þá við áform sitt. Þá er birti sást að alófært var að ná landi á báti. Þetta hefði verið feigðarflan.

Sunnudag 22. desember sáu menn á Skagaströnd strandið. Björgun frá landi var óhugsandi. Á Blönduósi var brim svo mikið að bátar komust ekki út. Um klukkan þrjú voru tveir bátar frá Skagaströnd komnir að strandstaðnum. Þá var með Öllu ófært að leggja að Þór. Þá tókst að koma út björgunarbátnum og fóru sex af skipshöfninni út í annan bátinn, er hélt með þá til lands. Um kvöldið komu Þórsmenn og Skagstrendingar á tveim bátum með björgunarútbúnað. Hvolfdi öðrum bátnum tvisvar, en þó tókst að koma honum á réttan kjöl, en þessi björgunartilraun mistókst.

Togarinn Hannes ráðherra, sem hleypti inn á Önundarfjörð í óveðrinu, hélt af stað þrátt fyrir illviðrið og var hann kominn að strandstað mánudagsmorgun 23., Þorláksmessudag . Þá hafði lægt sjó og veður. Voru allir komnir um borð í togarann eftir tæpa tvo klukkutíma. Þá voru 38 klukkustundir frá því Þór strandaði, flestir holdvotir og engum komið dúr á auga allan tímann.
Um það bil er björgun var lokið kom Ægir að strandstað. Ægir kom til landsins í júlí þetta ár, nýtt og vandað varðskip, kostaði eina milljón.

Fóru nú allir skipverjar af Þór um borð í Ægi. Séra Jóni Guðnasyni var skilað á land á Blönduósi. Þá var haldið til Reykjavíkur og komið þangað síðdegis á aðfangadag jóla. Friðrik Halldórsson loftskeytamaður, á sinni tíð kunnur áhugamaður um félagsmál sjómanna, orti eftirfarandi ljóð á strandstaðnum 23. desember 1929.

Varðskipið Þór.

Hér áttirðu hinn síðasta orustuvöll
og úrslitaleikinn að heyja,
en minningin lifir um afrekin öll
og aldrei mun fyrnast né deyja.

Sem útvörður jafnan þér áttirðu stað
og aldrei í sókninni deigur.
Úr blessunaróskum, er bárust þér að,
þér bundinn var hamingjusveigur.

Í byljum og náttmyrkri brástu ekki þeim
á björgun, er þurftu að halda,
en skipshöfnum mörgum þú skilaðir heim
í skjólið, af djúpinu kalda.

Nú loks er þá skeiðinu lokið hjá þér,
og ljúft skal þín jafnan að minnast.
Um síðustu leifarnar, sokknar í ver,
mun sorg vor og þakklæti tvinnast.

Upphaf björgunarmálsins í Eyjum er oftast rakið til ársins 1914.

Á framboðsfundi fyrir alþingiskosningar það ár sagði Hjalti Jónsson (Eldeyjar-Hjalti), sem var í kjöri móti Karli Einarssyni sýslumanni, að nauðsynlegt væri að fá björgunarskip til Eyja. Þetta fékk góðan byr.

Svo fóru leikar að Hjalti féll, en Karl bar málið fram á þingi. Áður hafði sýslunefnd samþykkt áskorun til þingsins um að veita 5000 kr. árlega til eftirlits úr landi með fiskveiðum útlendinga, sem væri þó bráðabirgðaráðstöfun.
Málið hlaut ekki afgreiðslu á þingi. Karl lýsti yfirgangi togaranna við Eyjar í þingræðu:
„Á þessum tíma er hægt að telja botnvörpuskipin í tugum að veiðum í landhelgi á þetta 10—16 faðma dýpi. Það má segja að þeir séu með vörpurnar uppi við landsteina. Vestmannaeyingar fá mjög að kenna á þeim.
Ég get af eigin reynd borið um það. Hvenær sem veður leyfir og fiskur er á grunnmiði, kasta þeir vörpunum út innan um bátana. Þeir virða þá ekki meira en svo, og draga svo vörpuna fyrir aftan þá og fyrir framan þá og eyðileggja línurnar. Þeir þurfa heldur ekkert að óttast. Þótt einhver þeirra sé einstöku sinnum staðinn að verki, og um það er fengin ábyggileg skýrsla, þá er sjaldan hægt að ná í þá. Ef grunur um kæru liggur á einhverjum botnvörpung, að áliti skipstjórans, kemur hinn sami aftur með annan skipstjóra. Það er enginn hægðarleikur að hafa hendur í hári þeirra.”

Heimsstyrjöldin skall á og málið stöðvaðist í fjögur ár. —
Á þingmálafundi í Eyjum 7. apríl 1918 var samþykkt svohljóðandi tillaga frá Jóni í Hlíð: „Fundurinn skorar á alþingi að flýta því sem mest, að landsstjórnin styrki Vestmannaeyinga til að eignast björgunarskip."
Karl Einarsson flutti málið á alþingi 11. júní 1918. Var samþykkt heimild handa ríkisstjórninni að veita fé til kaupa á björgunarbát, allt að 40 þús. kr., um þriðjung kaupverðs.
Hinn 3. ágúst 1918 boðaði Karl Einarsson til fundar til að ræða stofnun björgunarfélags og kaup á skipi.

Á þeim fundi var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað og kosnir í bráðabirgðastjórn: Karl Einarsson, formaður; Árni Filippusson, gjaldkeri; Jóhann Þ. Jósefsson, ritari; Gísli Lárusson í Stakkagerði og Þorsteinn Jónsson í Laufási.
Nokkru síðar kaus stjórnin erindreka, Sigurð Sigurðsson, lyfsala og skáld. Hann hóf þegar söfnun fjár til kaupa á björgunarskipi.

Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja, sú er keypti gamla Þór. Jóhann Þ. Jósefsson, Sigurður Sigurðsson, Karl Einarsson, Jón Hinriksson, Gísli Lárusson

Þorsteinn í Laufási segir í Formannsævi, að þótt margir hafi mikið gert fyrir Björgunarfélagið, þá hafi Sigurður verið þar í fremstu röð og megi verk hans ekki gleymast í hinni merku bók sinni Aldahvörf í Eyjum kemst Þorsteinn svo að orði: „Leikur ekki á tveim tungum, að dugnaður hans (S. S.) og áhugi réðu miklu um, hve glæsilega var riðið úr hlaði, því hann var óþreytandi að safna fé í þessa félagsstofnun. Mátti segja með sanni, að hann hafi safnað því nær sauðlaust hér í Eyjum og stór strandhögg gerði hann víðar, sérstaklega í Reykjavík."

Páll Kolka læknir segir meðal annars í blaðagrein 1929:
„Það nefnir enginn svo Björgunar félag Vestm.eyja, að honum detti ekki einnig í hug Sigurður lyfsali Sigurðsson, skáldið frá Arnarholti, því nafn hans og starf gengur eins og rauður þráður í gegnum sögu þess félags. Með brennandi áhuga sínum fyrir þessu velferðarmáli sameinaði hann Vestmannaeyinga til þess stórræðis að kaupa á dýrum tíma heilt eimskip til björgunar og strandvarna, helgaði þessu máli krafta sína óslitna, lagði því sjálfur mikið fé úr eigin vasa, safnaði meðal vina sinna í Reykjavík stórfé til fyrirtækisins, talaði svo máli þess, að hann vann því fylgi víðsýnustu stjórnmálamanna allra flokka og vakti sofandi þing og þjóð til meðvitundar um þá heilögu skyldu og rétt að verja landhelgina og fá þær auðsuppsprettur, sem hún geymir, í hendur óborinna íslenskra kynslóða. Honum er það allra manna mest að þakka, að íslenskur lögreglufáni blaktir nú yfir landhelgi vorri og hefur starf hans í þessu efni einnig orðið þýðingarmikill þáttur í sjálfstæðismálum þjóðarinnar."

Á fundi í Björgunarfélaginu 7. sept. 1918 var kosin fyrsta regluleg stjórn félagsins: Karl Einarsson, formaður; Jóhann Þ. Jósefsson, ritari; Sigurður Sigurðsson, lyfsali; Gísli Lárusson, gullsmiður og Jón Hinriksson, kaupfélagsstjóri. Gjaldkeri var ráðinn Árni Filippusson.
Stjórnin hafði í fyrstu ætlað að kaupa björgunarbát, 50—60 tonn br., er gengi 12 mílur og væri vel búinn tækjum.

Sigurður lyfsali fór utan í erindum félagsins. Hann kom heim eftir áramót 1919 með teikningar og ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar. Þá bárust stjórninni tilboð um smíði á bátum frá tveim skipasmíðastöðvum og ennfremur um kaup á björgunarbát fyrir 250 þús. kr., en ekki varð af kaupum. Í ágústmánuði 1919 komu boð um að danska hafrannsóknarskipið THOR væri falt til kaups. Það var þá í eigu landbúnaðarráðuneytisins danska. — Þetta var gufuskip með togaralagi, 205 tonn, hraði 10 mílur. Kaupverð 150 þús. kr. og skyldi greiðast við móttöku.

Thor hafði starfað að hafrannsóknum, m. a. við ísland, en var eftirlitsskip á stríðsárunum.
Hófust nú enn fundahöld, samþykkt að kaupa skipið og fé safnað. Á þrem kvöldum var safnað 40 þús. kr. í viðbót við það sem fyrir var í sjóði. Enn skorti þó mikið fé. Félagsstjórnin áætlaði, að skipið komið til Eyja kostaði 272 þús. kr. rúmar og skeikaði þar litlu sem engu.
Hlutafé nam samtals tæpum 170 þús. kr. í Eyjum söfnuðust 127 þús. kr. Hluthafar voru 475. Karli Einarssyni, þáv. alþm., tókst að fá 50 þús. kr. ríkisframlag til viðbótar þeim 40 þús. er fyrr var samþykkt. —

Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja keypti 2000 kr. hlutabréf, og var það samkomulag á milli félaganna, að Bátaábyrgðarfélagið greiddi 3000 kr. árlegan styrk til reksturs Þórs, sem var af hálfu félagsins bundið því skilyrði, að niður féllu björgunarlaun til Þórs fyrir þá báta, sem hann bjargaði úr sjávarháska eða aðstoðaði með öðrum hætti. Fór fyrsta greiðslan fram 1923.
Þór var fyrsta björgunar- og varðskip í eigu Íslendinga. 26. mars 1920 var því merkur dagur í sögu Vestmannaeyja og landsins alls. — hefði þá sloppið þaðan lifandi, og hafði þarna sannarlega skollið hurð nærri hælum, því að það var vart liðin nema hálf mínúta, frá því ég gekk út úr herberginu og þar til ólagið reið yfir.”

Þorsteinn í Laufási minnist þessa atburðar í bók sinni Aldahvörf í Eyjum: „Það þurfti stórhug til þess að ráðast í slík kaup, því skipið kostaði rúmar 270 þúsund krónur þegar það var komið hingað, svo ekki var smátt af stað farið. Þór kom til Eyja 26. mars 1920. Það er merkisdagur í sögu íslenskra slysavarna." —

Þór var smíðaður í North Shields í Englandi árið 1899 fyrir Islands Handels og Fiskeri Kompagni á Patreksfirði. Félagið hélt skipinu út til kolaveiða. Útgerðin gekk illa. Þór (Thor) var þá seldur landbúnaðarráðuneytinu danska árið 1902, er gerði Þór út sem hafrannsóknaskip. Skipið var víða í förum, var t. d. hér við land 1903—1905 og 1908—1909. Varðskip í Danmörku á stríðsárunum 1914— 1918.

Þór

Þór var um margt vel gerður út til að sinna sínu mikilsverða hlutverki. Hann var með sterkan ljóskastara til að nota við leit að bátum. Var skipuð sérstök ljóskastaranefnd til samráðs skipstjórnarmönnum við þetta verkefni. Formaður nefndarinnar var Guðjón Jónsson skipstjóri á Heiði. Fallbyssa var sett á Þór árið 1924. Hann var fyrsta vopnaða skip landsins. Eftir það varð hann skæðari landhelgisbrjótum.

Skipslæknir var á Þór vertíðina 1921, Jón Benediktsson, síðar tannlæknir í Reykjavík. Var það alger nýlunda á íslenska flotanum. — Þór tók átta togara þetta ár og eitt síldveiðiskip.
Líklega hefur það verið mesti annmarki á Þór að yfirbyggingin var úr tré. Þá er Þór var strandaður hafði Eiríkur skipherra meðal annars áhyggjur af því, að svo gæti farið að yfirbyggingin brysti undan þunga ólaga eða brotsjóa. Tréyfirbyggingar geta sópast burtu eða brotnað eins og eldspítustokkar. Í æviminningum sínum segir hann frá því er þeir voru eitt sinn hætt komnir á Gamla ÞÓ Í Húllinu svokallaða:

„Ég var að fara á vakt og rétt kominn út á brúarvænginn, þegar mikill brotsjór reið á skipinu. Braut hann hurðina á herbergi mínu og fyllti það svo rækilega, að allt fór á flot þar inni; klæðaskápurinn brotnaði í spón þilið og panelstokkurinn, sem við það var sömuleiðis, en rúmfötin — yfirsæng og koddi — flutu með flaumnum og soguðust inn í gatið, sem komið hafði á panelstokkinn, og stífluðu hann og vörnuðu því þannig, að eins mikill sjór færi niður í káeturnar og ella hefði orðið. Þó fyllti þær svo, að sjórinn í þeim flaut yfir plötuna á káetuborðinu.

Ég átti þrenna skó geymda inni í skáp í herberginu mínu, en eftir að fallið var út úr því, fundust tveir vinstri fótar skórnir fram undir frammastri; höfðu þeir flotið þangað með sjónum út úr herberginu. Var heldur ömurleg aðkoman inni hjá mér á eftir, þar sem allt var mölbrotið og fatnaður og annað dót, sem ég átti þar geymt, í einum hrærigraut á gólfinu. En hvað var að sýta þetta; ég mátti þakka mínum sæla að hafa ekki sjálfur verið inni í herberginu, þegar brotsjórinn kom. Óhugsandi er, að ég um verksvið Þórs segir svo í Reglum um útgerð, starfssvið og starf björgunar- og eftirlitsskips Björgunarfélags Vestmannaeyja, 1. grein:

„Björgunarskipið skal, á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí ár hvert aðeins notað til bjargráða og eftirlits með veiðarfærum Eyjabúa, svo og fiskveiðum í landhelgi við Vestmannaeyjar og grennd. Heimilt er þó skipstjóra eða útgerðarstjóra og skylt eftir atvikum, ef sérstök beiðni liggur fyrir, að bjarga bátum og skipum úr sjávarháska hvar sem er við ísland. Einnig er heimilt að skipið fari eflirlitsferðir, þegar svo stendur á, austur til Portlands og vestur til Reykjaness. Þá er og heimilt, að skipið láti í té, fiskiskipum eða öðrum skipum, hvort sem innlend eru eða útlend, alla þá hjálp og aðstoð, er það má við koma, gegn þeirri borgun, sem um semur í hvert skipti við skipstjóra, eða eftir sérstökum samningi við félagsstjórnina."

Jóhann P. Jónsson, fyrsti skipherra á Þór. Lét af skipstjórn 1926.

Jóhann Pétur Jónsson (1887—1960) sjóliðsforingi var ráðinn skipstjóri á Þór. Þar sem brátt var farið að nota Þór til landhelgisgæslu var Jóhann fyrsti varðskipsskipstjóri íslendinga. Hann þótti hæfur foringi og hafði góða menntun. „Allir vildu sigla með Jóhanni P. — þessum glaðlynda og trausta yfirmanni", sagði Pétur Sigurðsson um hann. Jóhann lét af skipstjórn á Þór 1926; fór á Óðin (fyrsta), sem þá var nýsmíðaður.

Friðrik Ólafsson, skipherra á Þór 1926-1928. Síðar skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík.

Friðrik V. Ólafsson var skipherra á Þór 1926—1928 og Eiríkur Kristófersson 1928- 1929.
Jóhann Þ. Jósefsson var framkvæmdastj. Björgunarfélagsins meðan Þór var gerður út á vegum þess, og lengur. Árið 1934 tók Ársæll Sveinsson við þessu starfi. Núverandi formaður frá 1954 er Jón Í. Sigurðsson hafnsögumaður. Allir þekktir að mikilli árvekni í störfum fyrir félagið og slysavarnirnar.
Eyjamenn höfðu klofið þrítugan hamarinn til þess að eignast björgunarskip. En það reyndi ekki síður á þá, að gera út Þór, sem var eyðslufrekur á kolin. Hin ófullkomna höfn í þá daga olli erfiðleikum, því afgreiðslan fór fram á Ytrihöfn (þ. e. utan hafnargarðs).

Stjórn Björgunarfélagsins reyndi að semja við ríkisstjórnina um leigu á Þór til strandgæslu á sumrin og eftirlits um síldveiðitímann. Ríkisstjórnin hafnaði þeim boðum. Þá varð skipið að liggja aðgerðarlaust milli vertíða.
Félagið skorti fé til að gera skipið út. Bæjarsjóður varð að hlaupa undir bagga og kosta útgerð Þórs, en einnig var veittur nokkur ríkisstyrkur. Þetta var erfitt, því á þessum tíma átti bæjarstjórn í ströngu að stríða vegna hafnargerðarinnar.
Nokkru áður en Þór kom til Eyja samþykkti bæjarstjórn ábyrgð á reikningsláni handa Björgunarfélaginu vegna reksturskostnaðar, allt að 100 þús. kr. gegn veði í skipinu.
Á fundi fjárhagsnefndar 3. nóv. 1920 lagði nefndin til, að bæjarstjórn tæki að sér rekstur næstu vertíð í 3½ mánuð.
Í aprílmánuði 1921 samþykkti bæjarstjórn að greiða kol handa skipinu og gera það út á kostnað bæjarsjóðs til vertíðarloka.
Í júní s. á. samþykkti bæjarstjórn að taka 80 þús. kr. lán til að greiða reksturskostnað skipsins árið á undan.

Á alþingi 1921 bar Karl Einarsson fram tillögu um styrk til þess að halda Þór úti á tímabilinu 1. jan. til 1. maí, þó ekki yfir helming kostnaðar 45 þús. kr.
Þetta sannar, að útgerð Þórs var dýr bæjarfélaginu. En hér var allt að vinna; meira öryggi á sjónum var fyrir öllu.

Þorsteinn í Laufási segir í Formannsævi, að þeir Karl Einarsson og Jóhann Þ. Jósefsson hafi sýnt hinn mesta dugnað í því að forða útgerð Þórs frá strandi vegna fjárhagsörðugleika.
Árið 1922 fór að horfa betur um útgerð Þórs. Þá um sumarið var skipið við eftirlit með síldveiðum fyrir norðan, og næstu sumur. Var þetta talið mest fyrir atbeina Sigurðar Eggerz, sem þá var orðinn forsætisráðherra.

Í ársbyrjun 1923 varð Þór fyrir vondu áfalli. Var til viðgerðar í Reykjavík frá því um haustið og miklu til kostað. Í ofviðri í janúar sleit skipið frá bryggju og rak upp á Laugarnestanga. Skipið fór þá í viðgerð að nýju, tók langan tíma og var dýr. Þetta vildi til á versta tíma, í byrjun vertíðar.
Á árinu 1925 tók stjórn félagsins til alvarlegrar íhugunar að leita eftir því að selja ríkinu Þór með því skilyrði, að björgunar- og eftirlitsstarfi yrði haldið áfram eftir sem áður.

Eiríkur Kristófersson, skipherra á Þór 1928-1929.

Um þetta segir Eiríkur Kristófersson í minningum sínum, er Ingólfur Kristjánsson skráði:
„Þegar leið fram á árið 1925, var svo komið, að Björgunarfélag Vestmannaeyja var að sligast undir rekstri skipsins og safnaði skuldum þrátt fyrir þá styrki, er það naut. Aftur á móti hafði reynslan af störfum Þórs og leigubátanna, sem voru í strandgæslunni að sumrinu, sýnt það og sannað, að strandgæslan var betur komin í höndum íslendinga sjálfra, þó með litlum skipakosti væri, en dönsku varðskipanna."
Um sölu Þórs segir svo í ritinu Björgunarfélag Vestmannaeyja, eftir Pál Bjarnason skólastjóra (útg. 1931):
„Framkvæmdastjóra Björgunarfélagsins var falið að leita samninga við ríkisstjórnina, og leiddi það til þess, að forsætisráðherra, Jón Magnússon, bauðst til að kaupa björgunarskipið Þór með áhvílandi skuld, 80 þús. kr., „og með þeim skilyrðum að öðru leyti, að meðan skipið er gjört út af ríkisstjórninni, skuli það látið halda uppi samskonar gæslu við Vestmannaeyjar 3½—4 mánaða tíma á vetrarvertíð árlega, eins og verið hefur undanfarin ár."

Kaupandi fór fram á 25 þús. kr. framlag úr bæjarsjóði á ári.
Tilboðið var lagt fyrir félagsfund 25. janúar 1926 og aftur næsta dag. Þá var löglega samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að selja Þór með þeim skilyrðum er fyrr segir.
Íslenska ríkið tók formlega við rekstri Þórs 1. júlí 1926. Sá dagur er því stofndagur landhelgisgæslu ríkisins.

Alls greiddi bæjarsjóður til útgerðar Þórs meðan Björgunarfélagið átti hann um 450 þús. kr. Sektarfé vegna landhelgisbrota skipa, sem Þór tók á tímabilinu, nam miklu hærri upphæð, auk andvirðis veiðarfæra og afla. Þetta fé rann allt í ríkissjóð.

Hluthafar fengu ekkert fyrir bréf sín og aldrei eyri í arð, og enginn taldi það eftir. „Arðurinn af skipinu var fólginn í því, að tryggja líf sjómanna, eignir og atvinnu."

Um störf Þórs segir Páll Bjarnason í fyrrnefndu riti sínu: „Björgunarstarfið og landhelgisgæslan var aðalstarf skipsins alla tíð, eins og til var ætlast í upphafi. Með landhelgisgæslunni er talið það, að friða netasvæðið utan landhelginnar, merkja það og verja. Sá þáttur starfsins hefur reynst mjög þýðingarmikill til þess að tryggja aflabrögðin . . . Björgunarstarfið fór mest í að líta eftir bátunum þegar veður versnaði, og leita þegar báta vantaði. Margar voru ferðirnar, sem Þór fór í þessu skyni, og mikill vandi tókst af þeim, sem í landi voru, þegar björgunarskipið kom . . . Fólk í landi fylgdi bessu starfi með miklum áhuga, og allir þóttust geta treyst því, að Þór mundi gera skyldu sína, hvernig sem væri veður eða sjór.
Yfirmenn skipsins nutu alltaf fyllsta trausts Eyjabúa, en allir kunnugir vissu, að það voru ekki allt næðissamar nætur, sem skipshöfnin átti i þessum leitarförum."

Talið er, að Þór hafi leitað áttatíu sinnum að vélbátum úr Eyjum og dregið helming þeirra að landi árin 1920—1926. Á þessum árum voru bátarnir flestir litlir, 8—15 tonn.
Björgun veiðarfæra var stór þáttur í störfum Þórs og verður ekki metinn til peningaverðs.
Þór tók á þessu tímabili 65 skip í landhelgi, en sektir og upptæk veiðarfæri hirti ríkið. Skipið flutti póst og farþega í um það bil hundrað ferðum. Þá má nefna, að Þór hélt uppi skeytasambandi við fastalandið þegar sæsíminn til Eyja var bilaður og var fenginn til að tengja sæsímann þegar hann slitnaði.

Að lokum nokkur orð um skrúfuna af Gamla Þór og minnismerkið, sem Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur forgöngu um að reisa á grænni flöt upp af Friðarhöfn.

Skrúfumálið kom fyrst á dagskrá seint á árinu 1972, en það var einmitt í blaðinu Dagskrá sem segir frá því (I. árg., 40) að komið hafi fram í blaðafregnum að kafarar tveir úr Höfðakaupstað hafi náð skrúfunni af Þór elsta, þar sem hann liggi í sjó fram af Sölvabakka.
Frásögn Dagskrár lýkur með þessum orðum: .,Hvernig væri að bæjaryfirvöld reyndu að nálgast þennan grip, er væntanlega gæti verið verðugur minnisvarði um það framtak og forustuhlutverk, sem Vestmannaeyingar höfðu í Landhelgismálum íslendinga, er þeir einir síns liðs og fyrstir íslendinga keyptu björgunar-og varðskip til gæslu hér við Eyjar."

Björgunarfélag Vestmannaeyja brá þegar við og falaði skrúfuna til kaups.
Bæjarráð samþykkti á fundi 6. nóv. 1972 „að stuðla að því, að skrúfan af Gamla Þór verði keypt til Vestmannaeyja og sett upp á hentugum stað til minningar um framtak Vestmannaeyinga í björgunarmálum".
Í blaðinu Dagskrá 26. nóv. er forsíðugrein eftir ritstjórann, Hermann Einarsson, er nefnist: „Skrúfan af Gamla ÞÓR — Minnisvarði." Í greininni eru bæjarbúar hvattir til að styrkja Björgunarfélagið til skrúfukaupanna. Þá segir frá því, að Guðjón Ólafsson frá Gíslholti hafi „gert uppdrátt að tillögu um uppsetningu skrúfunnar og fylgir hér prentmynd af hugsanlegri staðsetningu á Skansinum norðan Sjóveitugeymis. Skrúfan á vörðu úr sæbörðu grjóti. Má segja að þar sé réttur gripur á réttum stað, sem blasir vel við gestum og gangandi."

Líkan að minnismerki um gamla Þór, er rísa skal í friðarhöfn.

Á fundi bæjarstjórnar 8. des. skýrði Martin Tómasson frá því, að Björgunarfélagið hefði keypt skrúfuna og mundi sjá um flutning á henni til Eyja. Bæjarstjórn gerði svofellda samþykkt samhljóða (9 atkv.): „Bæjarstjórn samþykkir að bjóða Björgunarfélaginu að kosta uppsetningu á skrúfunni eftir nánara samkomulagi."
Ólafur Á. Kristjánsson, fyrrv. bæjarstjóri, frétti nú af því að Björgunarfélagið hefði eignast skrúfuna. Hann segir í grein í Dagskrá 18. 3. í ár:
„Þegar ég frétti af því, að Björgunarfélag Vestmannaeyja hefði eignast skrúfu skipsins (Þórs) kom mér til hugar, að saga þessa skips væri þess verð að hennar væri minnst af Eyjamönnum.
Þá datt mér í hug, að gaman væri nú að koma upp einhverju minnismerki um þessa frægð feðranna, sem nú eru flestir horfnir af sviði, og nota til þess í og með skrufu skipsins.
Stjórn Björgunarfélagsins tók þessari hugmynd mjög vel og var ákveðið, að ég skyldi vinna frekar að þessu.

En þá kom gosið og þetta lá um kyrrt að sinni.
Nú hafa þessi mál enn verið tekin á dagskrá og minnismerkið fullmótað, og ákveðið að hefjast handa. Ég gerði teikningu af þessu og bróðir minn, Óskar, hefur gert líkan, sem verður til sýnis bæjarbúum nú næstu daga í versluninni Miðhús við Bárustíg."
Ólafur hefur gert útlitsteikningu af minnismerkinu sem prentuð er í þessu blaði og boðið Björgunarfélaginu að gera vinnuteikningu að kostn-aðarlausu.

Skrúfan af Þór kostaði 50 þús. kr. Hún var upphaflega fjögrablaða á þriðja metra í þvermál, en eitt blaðið var brotið af. Kafararnir héldu að þetta væri koparskrúfa, en kopar er dýr málmur. Svo reyndist ekki vera. Landhelgisgæslan bauðst til að flytja skrúfuna suður, en þá komu til sögu stórir atburðir og önnur viðfangsefni, eldgos í Eyjum og þorskastríð á hafinu.
En nú er skrúfan komin. Hinn 11. apríl 1977 kom varðskipið Þór með þennan sögulega grip til Eyja.
Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sett sér það mark, að minnismerkið verði komið upp fyrir Sjómannadag 1978 og vígt þá.

Minnismerkið fullbúið kostar allmikið fé. Ýmsir aðilar hafa þegar lofað myndarlégum stuðningi við málefnið, svo sem Eykyndill, Kvenfélagið Líkn og Landhelgisgæslan óskar að gefa skjöld. Er ekki að efa, að sem flestir vilja leggja stein í varðann sem á að standa um aldir til minningar um mikið afrek.
Heimildir m. a.:

Páll Bjarnason: Björgunarfélag Vestmannaeyja, Rv. 1931.
Ingólfur Kristjánsson: Á stjórnpallinum, Hf. 1959.
Jón Eiríksson: Skipstjórar og skip.
Þorsteinn Jónsson: Formannsævi og Aldahvörf í Eyjum.
Blaðagreinar og samtöl.