Páll V. G. Kolka

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Páll Kolka)
Fara í flakk Fara í leit

Páll V. G. Kolka (Páll Valdimar Guðmundsson Kolka), var læknir Vestmannaeyja frá 1920 til 1934. Hann var fæddur að Torfalæk í Ásum þann 25. janúar 1895. Páll andaðist í Reykjavík árið 1971. Páll var sonur Guðmundar Guðmundssonar bónda og Ingibjargar Sólveigar Ingimundardóttur. Kona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir og áttu þau 4 börn.

ctr


Læknishjónin Páll Kolka og frú Guðbjörg G. Kolka.


Hann varð stúdent í Reykjavík árið 1913 og lauk svo læknisprófi frá Háskóla Íslands 1920. Páll stundaði framhaldsnám erlendis bæði í Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Páll stundaði almennar lækningar í Vestmannaeyjum frá 1920 til 1934 og jafnframt sjúkrahúslæknir þar 1930 til 1934. Hann var einnig settur héraðslæknir um tíma 1924 til vors 1925.

Páll var skipaður héraðslæknir á Blönduósi árið 1934 og gegndi því embætti til ársloka 1959. Hann sat sem fulltrúi Íslands á alþjóðaráðstefnum lækna og ýmsum læknaþingum og ráðstefnum. Páll tók virkan þátt í félagsmálum og stjórnmálum meðan hann dvaldi í Vestmannaeyjum. Hann átti sæti í bæjarstjórn þar 1926 til 1934 og var forseti bæjarstjórnar 1930 til 1934.

Myndir



Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.