„Margrét Ísleifsdóttir (Klömbru)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Margrét Ísleifsdóttir''' vinnukona í Kornhól, síðar húsfreyja í Klömbru u. Eyjafjöllum fæddist 8. október 1829 í Efri-Vatnahjáleigu (nú Svanavatn) í ...) |
m (Verndaði „Margrét Ísleifsdóttir (Klömbru)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 6. júlí 2015 kl. 11:13
Margrét Ísleifsdóttir vinnukona í Kornhól, síðar húsfreyja í Klömbru u. Eyjafjöllum fæddist 8. október 1829 í Efri-Vatnahjáleigu (nú Svanavatn) í A-Landeyjum og lést 5. apríl 1905.
Foreldrar hennar voru Ísleifur Eyjólfsson bóndi, síðar á Bryggjum þar, skírður 27. febrúar 1799 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu þar, d. 20. mars 1893 í Hallgeirseyjarhjáleigu þar, og kona hans Guðný Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1805 á Ljótarstöðum þar, d. 23. september 1877.
Margrét var með foreldrum sínum fyrstu æviár sín, en þau skildu, er hún var enn á barnsaldri.
Hún var vinnukona á Kúfhóli í A-Landeyjum 1845, var með móður sinni og Guðlaugi Magnússyni síðari manni hennar á Kirkjulandi þar 1850, með ekkjunni móður sinni þar 1855, en Guðlaugur hafði drukknað á árinu.
Margrét fluttist að Kornhól 1859, var vinnukona þar við fæðingu Elísar í mars 1860, en var gift vinnukona á Hrútafelli u. Eyjafjöllum í lok ársins með Elís hjá sér.
Hún var húsfreyja í Klömbru u. Eyjafjöllum 1870 og enn 1890´er Jón drukknaði.
meðal barna þeirra var Kristbjörg nýfædd, síðar móðir Sigurjóns og Ísleifs Ingvarssona. Þar var Elís Sæmundsson barn hennar, þá 10 ára.
Þau hjón bjuggu enn í Klömbru 1880.
Jón lést fyrir 1890, en Margrét bjó í Klömbru 1890. Elís sonur hennar var þá farinn til Eyja.
Margrét lést 1905.
I. Barnsfaðir Margrétar var Sæmundur Guðmundsson, þá vinnumaður í Nöjsomhed, f. 9. júlí 1837, d. 18. október 1890.
Barn þeirra var
1. Elís Sæmundsson í Björgvin, f. 8. mars 1860, d. 27. desember 1916, yfirleitt kallaður Elías.
II. Maður Margrétar, (25. október 1860), var Jón Jónsson bóndi, f. 18. janúar 1832, drukknaði við Eyjafjallasand ásamt 8 öðrum 19. maí 1890.
Meðal barna þeirra Margrétar var
2. Kristbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Klömbru, f. 26. febrúar 1870, d. 2. maí 1949. Maður hennar var Ingvar Pálsson bóndi.
Þau voru foreldrar
1. Sigurjóns Ingvarssonar skipstjóra í Skógum, f. 20. desember 1895, d. 29. mars 1986.
2. Ísleifs Ingvarssonar verkstjóra, f. 27. mars 1905, d. 22. janúar 2001.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.