„Valgerður Magnúsdóttir (Jónshúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Valgerður Magnúsdóttir (Jónshúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 18: Lína 18:
Barn þeirra hér:<br>
Barn þeirra hér:<br>
2. Margrét Ólöf Guðmundsdóttir, f. 10. janúar 1863, d. 21. janúar 1863 úr „almennum barnaveikindum“.<br>
2. Margrét Ólöf Guðmundsdóttir, f. 10. janúar 1863, d. 21. janúar 1863 úr „almennum barnaveikindum“.<br>
Fósturbörn Valgerðar, börn Guðmundar <br>
Fósturbörn Valgerðar, börn Guðmundar voru <br>
3. Guðmundur Guðmundsson, f. 1. febrúar 1855, d. 25. nóvember 1874, „dó úr krampa, var holdsveikur“.<br>
3. [[Guðmundur Guðmundsson (Jónshúsi)|Guðmundur Guðmundsson]], f. 1. febrúar 1855, d. 25. nóvember 1874, „dó úr krampa, var holdsveikur“.<br>
4. [[Sigurður Guðmundsson (bonn)|Sigurður Guðmundsson]], síðar vinnumaður á Kirkjubæ, f. 10. apríl 1858, d. 27. júní 1911. Hann hafði viðurnefnið Siggi bonn.
4. [[Sigurður Guðmundsson (bonn)|Sigurður Guðmundsson]], síðar vinnumaður á Kirkjubæ, f. 10. apríl 1858, d. 27. júní 1911. Hann hafði viðurnefnið Siggi bonn.
Lína 28: Lína 28:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 29. júní 2015 kl. 21:54

Valgerður Magnúsdóttir húsfreyja í Jónshúsi og víðar í Eyjum fæddist 1829 og lést 20. september 1885.
Foreldrar hennar voru Magnús Sigurðsson bóndi í Bollakoti í Fljótshlíð, f. 3. febrúar 1794, d. 26. júní 1845 og Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1806, d. 5. apríl 1838.

Valgerður var með foreldrum sínum í Bollakoti 1835 og 1840, vinnukona á Álfhólum í V-Landeyjum 1845, í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1850.
Hún fluttist frá Hólmahjáleigu að Norðurgarði 1854 og var þar vinnukona 1854-1856.
Hún var 27 ára í Jónshúsi með Jóni Guðmunssyni húsmanni 27 ára, „honum áhangandi“ (pr.þj.b.) 1857.
Valgerður eignaðist dreng með Jóni 1857, en hann dó vikugamall.
Hún var bústýra hjá Guðmundi Guðmundssyni í Jónshúsi, (Hólnum), 1858 og 1859.
Þau Guðmundur giftust 1860 og bjuggu í Jónshúsi til 1868. Þau eignuðust Margréti Ólöfu 1863, en misstu hana 11 daga gamla.
1868 fluttu þau á Kirkjubæ og bjuggu þar til ársins 1883. Þá fluttust þau í Grímshjall og bjuggu þar til 1885, er Valgerður lést.

I. Barnsfaðir Valgerðar var Jón Guðmundsson frá Norðurgarði, búandi á Hólnum 1857, f. 18. júlí 1830, d. 4. ágúst 1858, 28 ára af „hastarlegri brjóstveiki“.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Jónsson, f. 5. október 1857, d. 12. október 1857 úr ginklofa.

II. Maður Valgerðar, (2. nóvember 1860), var Guðmundur Guðmundsson smiður, f. 1828, d. 26. september 1890.
Barn þeirra hér:
2. Margrét Ólöf Guðmundsdóttir, f. 10. janúar 1863, d. 21. janúar 1863 úr „almennum barnaveikindum“.
Fósturbörn Valgerðar, börn Guðmundar voru
3. Guðmundur Guðmundsson, f. 1. febrúar 1855, d. 25. nóvember 1874, „dó úr krampa, var holdsveikur“.
4. Sigurður Guðmundsson, síðar vinnumaður á Kirkjubæ, f. 10. apríl 1858, d. 27. júní 1911. Hann hafði viðurnefnið Siggi bonn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.