„Fídes Pétursdóttir (Dölum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Fídes Pétursdóttir''' húsfreyja í Dölum fæddist 1790 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og lést 17. júlí 1842.<br> Faðir hennar var Pétur bóndi í Stóru-Hild...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 30: Lína 30:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Dölum]]
[[Flokkur: Íbúar í Dölum]]

Núverandi breyting frá og með 29. júní 2015 kl. 16:57

Fídes Pétursdóttir húsfreyja í Dölum fæddist 1790 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og lést 17. júlí 1842.
Faðir hennar var Pétur bóndi í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, f. 1746, d. 17. júní 1817 á Syðri-Úlfsstöðum þar, Jónsson, (ætt ókunn).
Móðir Fídesar var þriðja kona Péturs bónda, Þuríður húsfreyja í Stóru-Hildisey, f. 1756, d. 16. mars 1809, Guðbrandsdóttir bónda á Lágafelli í A-Landeyjum, f. 1729, Eiríkssonar bónda í Hörgsdal á Síðu, f. 1691, Bjarnasonar, og konu Eiríks í Hörgsdal, Hildar húsfreyju, f. 1701, Rafnkelsdóttur.
Móðir Þuríðar og fyrsta kona Guðbrands var Katrín húsfreyja, f. 1723, Vigfúsdóttir bónda í Hæðargarði í Landbroti, V-Skaft., f. 1653, Órækjusonar, og konu Vigfúsar, Valgerðar húsfreyju, f. 1688, Jónsdóttur.

Systir Fídesar var Vilborg Pétursdóttir húsfreyja á Löndum, f. 1792, d. 30. mars 1859.

Fídes var 11 ára með fjölskyldu sinni í Stóru-Hildisey 1801, orðin húsfreyja á öðrum jarðarhluta í Dölum 1814, þá 25 ára með Guðmundi 26 ára, ekkja þar 1824 og gift kona þar 1825.
Hún lést 1842.

Fídes var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (29. október 1814), var Guðmundur Bjarnason bóndi í Dölum, f. 1788 í Núpakoti u. Eyjafjöllum, d. 3. október 1824.
Börn þeirra hér:
1. Þuríður Guðmundsdóttir, f. 10. ágúst 1815, horfin 1816, (dánarskýrslur vantar).
2. Bjarni Guðmundsson, f. 14. ágúst 1816, sést ekki síðar, (dánarskýrslur vantar) .
3. Geirlaug Guðmundsdóttir, f. 20. nóvember 1818, d. 22. október 1822, þriggja ára úr „kæfandi kvefi“.
4. Pétur Guðmundsson, f. 22. apríl 1822, d. 27. apríl 1822 úr ginklofa.
5. Guðmundur Guðmundsson, f. 17. maí 1823, d. 3. júní 1823 úr „barnaveikleika“.
6. Geirlaug Guðmundsdóttir, f. 24. júní 1824, d. 30. júní 1824 úr ginklofa.

II. Síðari maður Fídesar, (23. október 1825), var Ólafur Jónsson bóndi í Dölum, f. 1800 í Háfssókn í Holtum, d. 21. september 1863.
Börn hér:
7. Guðmundur Ólafsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1. janúar 1826, d. 22. maí 1866.
8. Jakob Ólafsson, f. 6. mars 1827, d. 11. mars 1827 úr „Barnaveiki“.
9. Geirlaug Ólafsdóttir, f. 30. janúar 1828, d. 5. febrúar 1828 úr ginklofa.
10. Jón Ólafsson, f. 28. mars 1830, d. 5. apríl 1830 úr ginklofa.
11. Sveinn Ólafsson, f. 23. apríl 1832, d. 25. apríl 1832 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.