Guðmundur Bjarnason (Dölum)
Guðmundur Bjarnason bóndi í Dölum fæddist 1788 í Núpakoti u. Eyjafjöllum og lést 3. október 1824.
Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason bóndi og hreppstjóri í Núpakoti, f. 1733, d. 28. júní 1806, og síðari kona hans Steinvör Steinsdóttir húsfreyja, f. 1753, d. 6. desember 1823.
Guðmundur var með foreldrum sínum, var vinnupiltur á Voðmúlastöðum í Landeyjum 1801.
Hann var kominn að Dölum 1814 og bjó þar meðan hann lifði.
Þau Fídes eignuðust 6 börn, en þau dóu öll á bernskuskeiði.
Hann lést 1824 úr „kæfandi sýki“.
Kona Guðmundar, (29. október 1814), var Fídes Pétursdóttir húsfreyja, f. 1790, d. 17. júli 1842. Hann var fyrri maður hennar.
Börn þeirra hér:
1. Þuríður Guðmundsdóttir, f. 10. ágúst 1815, horfin af skrá 1816, (dánarskýrslur vantar).
2. Bjarni Guðmundsson, f. 14. ágúst 1816, sést ekki síðar á skrá, (dánarskýrslur vantar) .
3. Geirlaug Guðmundsdóttir, f. 20. nóvember 1818, d. 22. október 1822, þriggja ára úr „kæfandi kvefi“.
4. Pétur Guðmundsson, f. 22. apríl 1822, d. 27. apríl 1822 úr ginklofa.
5. Guðmundur Guðmundsson, f. 17. maí 1823, d. 3. júní 1823 úr „barnaveikleika“.
6. Geirlaug Guðmundsdóttir, f. 24. júní 1824, d. 30. júní 1824 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.