„Halla Erasmusdóttir (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Halla Erasmusdóttir''' vinnukona fæddist 1800 og lést 25. júlí 1887.<br> Faðir hennar var Erasmus bóndi á Kirkjulæk, f. 1750, d. 29. jan. 1828, Eyjólfsson bónda í Stó...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 22: Lína 22:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Vinnukonur]]
[[Flokkur: Vinnukonur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]

Núverandi breyting frá og með 29. júní 2015 kl. 16:44

Halla Erasmusdóttir vinnukona fæddist 1800 og lést 25. júlí 1887.

Faðir hennar var Erasmus bóndi á Kirkjulæk, f. 1750, d. 29. jan. 1828, Eyjólfsson bónda í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 1762, f. 1693, d. 1767, Jónssonar bónda í Hörglandskoti á Síðu, f. (1660), d. fyrir mt 1703, Skúlasonar, og konu Jóns Skúlasonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1661, Arnbjarnardóttur.
Móðir Erasmusar á Kirkjulæk og síðari kona Eyjólfs í Stóru-Mörk var Helga húsfreyja, f. 1719, d. 4. febrúar 1804, Eyjólfsdóttir bónda á Flókastöðum í Fljótshlíð og Uppsölum í Hvolhreppi, f. 1689, d. 1762, Þorsteinssonar.

Móðir Höllu Erasmusdóttur var Katrín húsfreyja, f. 1766, d. 21. júní 1834, Ásgeirsdóttir, bónda Kirkjulæk, f. 1732, d. 18. september 1805, Jónssonar Magnússonar, og konu Jóns Magnússonar, Þuríðar húsfreyju, f. 1706, d. 27. október 1785, Gísladóttur bónda og lögréttumanns í Stóru-Mörk, Þorlákssonar.
Móðir Katrínar á Kirkjulæk og kona Ásgeirs var Margrét húsfreyja á Kirkjulæk 1801, f. 1737, Sigurðardóttir.

Halla var með foreldrum sínum á Kirkjulæk 1801 og 1816. Hún var vinnukona í Voðmúlastaðahjáleigu í A-Landeyjum 1835, í Stóru-Hildisey þar 1840, til heimilis hjá Guðmundi bróður sínum í Stölakoti í Breiðabólstaðarsókn 1845, til heimilis hjá Helgu systur sinni í Ormskoti þar 1850.
Halla fluttist úr Fljótshlíð að Túni 1852. Hún var vinnukona á Oddsstöðum 1855, vinnukona í Fagurlyst 1860, niðursetningur á Vilborgarstöðum 1870 og í Nýjabæ 1880.
Halla lést 1887 niðursetningur í Nýjabæ, 88 ára.

Halla var systir
1. Ingibjargar Erasmusdóttur húsfreyju i Ömpuhjalli og á Kirkjubæ,
2. Guðnýjar Erasmusdóttur í Hallbergshúsi og Ömpuhjalli.
3. Þuríðar Erasmusdóttur húsfreyju í Gvendarhúsi.
4. Bróðir þeirra var Eyjólfur Erasmusson bóndi á Vesturhúsum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.