„Blik 1961/Fyrsti Vestmannaeyjabíllinn og hauskúpan“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 32: Lína 32:
Mér dettur í hug, í sambandi við ferð Lárusar til Reykjavíkur og nám hans þar, að segja frá dvöl hans að nokkru leyti. <br>
Mér dettur í hug, í sambandi við ferð Lárusar til Reykjavíkur og nám hans þar, að segja frá dvöl hans að nokkru leyti. <br>
Bifreiðafélagið réði hann sem sagt til sín. Þó gaf hann ekki kost á sér til þessarar farar, nema ég færi með honum. Þetta varð úr. Ég fór með og fylgdi honum eftir sem fylgdar- og aðstoðarmaður. Minnir mig, að félagið tæki einhvern þátt í þeim kostnaði, sem af för minni leiddi. Þótti mér þetta sport mikið. Hafði ég aðeins einu sinni komið til Reykjavíkur, þ.e. árið 1915, en Lárus hafði þar aldrei komið, þótt hann væri þá 23 ára gamall. <br>
Bifreiðafélagið réði hann sem sagt til sín. Þó gaf hann ekki kost á sér til þessarar farar, nema ég færi með honum. Þetta varð úr. Ég fór með og fylgdi honum eftir sem fylgdar- og aðstoðarmaður. Minnir mig, að félagið tæki einhvern þátt í þeim kostnaði, sem af för minni leiddi. Þótti mér þetta sport mikið. Hafði ég aðeins einu sinni komið til Reykjavíkur, þ.e. árið 1915, en Lárus hafði þar aldrei komið, þótt hann væri þá 23 ára gamall. <br>
Suðurferðin gekk vel og tíðindalítið. Fengum við fæði hjá frænku okkar, [[Kristín Gísladóttir frá Stakkagerði|Kristínu Gísladóttur]] frá [[Stakkagerði]] og manni hennar Bjarna Sighvatssyni, er þá bjuggu að Grundarstíg 11. Herbergi fengum við á Hverfisgötu 30—32 hjá Guðmundi Jakobssyni, hafnarverði, föður þeirra bræðra Eggerts Gylfers, Þórarins fiðluleikara Guðmundssonar og Guðmundar Guðmundssonar. Það stóð svo heppilega á, að Guðmundur var einhvers staðar úti á landi og fengum við lesstofu hans. Hann var þá við læknisnám. Foreldrar hans leigðu okkur þessvegna herbergi hans, sem var uppi á lofti í húsinu mót austri. <br>
Suðurferðin gekk vel og tíðindalítið. Fengum við fæði hjá frænku okkar, [[Kristín Gísladóttir (Stakkagerði)|Kristínu Gísladóttur]] frá [[Stakkagerði]] og manni hennar Bjarna Sighvatssyni, er þá bjuggu að Grundarstíg 11. Herbergi fengum við á Hverfisgötu 30—32 hjá Guðmundi Jakobssyni, hafnarverði, föður þeirra bræðra Eggerts Gylfers, Þórarins fiðluleikara Guðmundssonar og Guðmundar Guðmundssonar. Það stóð svo heppilega á, að Guðmundur var einhvers staðar úti á landi og fengum við lesstofu hans. Hann var þá við læknisnám. Foreldrar hans leigðu okkur þessvegna herbergi hans, sem var uppi á lofti í húsinu mót austri. <br>
Fyrir neðan gluggann var hús með flötu þaki. Þar var Jón Hermannsson úrsmiður með verkstæði sitt og sölubúð. Var það hús áfast við hús Guðmundar Jakobssonar, svo að gjarna var hægt að fara þar út á þak út um gluggann hjá okkur. Við fórum svo að skoða herbergið, og sýndi húsmóðirin okkur það. Herbergið var ágætt með tveim legubekkjum og vel búið að öðrum húsgögnum. Stór bókaskápur var þar, sem frúin sagði að við mættum taka lesefni úr eftir vild. Á borðinu í miðju herberginu var hlutur, sem mér var ekkert gefið um. Það var höfuðkúpa manns, stór og mikil, sem starði þarna á okkur galtómum augnatóftunum. Heil var hún að öllu og tennur allar stórar og mjalla hvítar. Mér varð hreint ekki um sel að sjá hauskúpuna þarna á borðinu. Hefir frúin sennilega séð á mér, að mér var ekki sama um kúpuna. Hún spurði mjög sakleysislega, hvort okkur væri annars ekki sama, þótt þessi gamla hauskúpa stæði þarna á borðinu. Sagði hún, að sér væri illa við að hreyfa mikið við dótinu hans Mumma eða fara með það inn í annað herbergi. Ég veit ekki, hvað Lárus hugsaði, en ég varð fyrir svörum og sagði, að okkur væri alveg sama, þótt hauskúpan stæði þarna. Jú, ég var svo sem nógu mannalegur! <br>
Fyrir neðan gluggann var hús með flötu þaki. Þar var Jón Hermannsson úrsmiður með verkstæði sitt og sölubúð. Var það hús áfast við hús Guðmundar Jakobssonar, svo að gjarna var hægt að fara þar út á þak út um gluggann hjá okkur. Við fórum svo að skoða herbergið, og sýndi húsmóðirin okkur það. Herbergið var ágætt með tveim legubekkjum og vel búið að öðrum húsgögnum. Stór bókaskápur var þar, sem frúin sagði að við mættum taka lesefni úr eftir vild. Á borðinu í miðju herberginu var hlutur, sem mér var ekkert gefið um. Það var höfuðkúpa manns, stór og mikil, sem starði þarna á okkur galtómum augnatóftunum. Heil var hún að öllu og tennur allar stórar og mjalla hvítar. Mér varð hreint ekki um sel að sjá hauskúpuna þarna á borðinu. Hefir frúin sennilega séð á mér, að mér var ekki sama um kúpuna. Hún spurði mjög sakleysislega, hvort okkur væri annars ekki sama, þótt þessi gamla hauskúpa stæði þarna á borðinu. Sagði hún, að sér væri illa við að hreyfa mikið við dótinu hans Mumma eða fara með það inn í annað herbergi. Ég veit ekki, hvað Lárus hugsaði, en ég varð fyrir svörum og sagði, að okkur væri alveg sama, þótt hauskúpan stæði þarna. Jú, ég var svo sem nógu mannalegur! <br>
Herbergið tókum við á leigu og skyldum borga 15 kr. á mánuði auk morgunkaffis. Ég var feginn, þegar leigusamningar okkar voru gerðir og ég komst út úr herberginu út á Hverfisgötuna. Því olli vafalaust hauskúpan hans Mumma. <br>
Herbergið tókum við á leigu og skyldum borga 15 kr. á mánuði auk morgunkaffis. Ég var feginn, þegar leigusamningar okkar voru gerðir og ég komst út úr herberginu út á Hverfisgötuna. Því olli vafalaust hauskúpan hans Mumma. <br>

Núverandi breyting frá og með 8. október 2013 kl. 11:57

Efnisyfirlit 1961


ÁRNI ÁRNASON:


Fyrsti Vestmannaeyjabíllinn
og hauskúpan á Hverfisgötu 30-32


Það þóttu ekki svo lítil undur, þegar fyrsti bíllinn kom hingað til Eyja 18. júlí 1918. Það var líka uppi fótur og fit í bænum. Það barst eins og eldur í sinu, að Eyþór kaupmaður Þórarinsson á Eystri-Oddsstöðum Árnasonar, væri að fá bíl frá Reykjavík, sem hann ætlaði að nota hér við flutninga. Fólk þaut því niður á bryggju til að sjá þessi undur. Þarna var hann í uppskipunarbátnum, blóðrauður, heljarmikill kassi með hjólum að framan og aftan. „Þetta er meira báknið, þessi mótorvagn,“ sögðu þeir, sem aldrei höfðu séð bíl. Það var og satt. Hann var stór. Ég held 1 eða 1 1/2 smálesta Maxwell vörubíll, breiður og sterklegur. Undir honum voru tvöföld hjól að aftan með mjög sterklegum gúmmhringjum, en einföld hjól að framan, að öllu grennri, en þó með gúmmhringjum. Engar slöngur voru á þessum hjólum, heldur heilt gúmm.
Eftir mikið brauk og erfiði tókst loks að koma bílnum úr bátnum upp á bryggjuna, sem var þéttskipuð forvitnu fólki. Bílstjóri kom með bílnum frá Reykjavík. Sá hét Björgvin Jóhannsson. Þá var og með honum Oddgeir Þórarinsson, bróðir Eyþórs. Hafði hann lært til bílstjóra og tekið próf í Reykjavík, líklega hjá Björgvin, sem var einn af fyrstu bílstjórum landsins. Björgvin fór nú inn í bílhúsið, fór í engu óðslega, handlék stengur og takka, en svo allt í einu kvað við hinn mesti gauragangur, svo að fólk hrökk í kút. Sumir tóku til fótanna og hlupu í burt, þar á meðal allir krakkar, sem ekkert þekktu til bíla. Blá reykjargusan stóð aftur úr bílnum, sem fór af stað með vaxandi hraða upp bæjarbryggjuna og upp Formannasund. Þeir voru báðir inni í bílhúsinu bílstjórarnir og gættu umferðarinnar sem bezt. Þarna komu krakkarnir aftur og hlupu á eftir bílnum æpandi og grenjandi. Fólk stanzaði á götunni, þaut síðan úr vegi dauðskelkað. Aðrir komu í ósköpum út í húsgluggana, er Maxwellinn fór fram hjá, til þess að sjá, hvað væri um að vera, og það gleymdi nærri að opna gluggana, áður en það rak höfuðið út. Þeir Oddgeir notuðu flautuna óspart til þess að hrekja krakkana frá, en lítið stoðaði það. Má með sanni segja, að allt væri á öðrum endanum í bænum af hávaða, taugaæsingi og forvitni. Bíllinn komst heilu og höldnu „einn rúnt“ en stanzaði svo hjá Verzl. Skjaldborg, sem nú er Verzl. Boston.
Daginn eftir var bezta veður. Þá ók Oddgeir fólki upp að Norðurgarðshliði, og kostaði farið nokkra aura, mig minnir 10 aura. Þetta þótti hin bezta skemmtan af ungum og gömlum. Stóð fólkið í troginu og fór allt vel, þrátt fyrir mikinn velting, því að vegurinn var ekki sérlega góður.
Umræddur kom þó ekki að tilætluðum notum, og ollu því slæmir vegir og mjóir. Vegakerfi bæjarins var þá ekki mikið að vöxtum. T.d. var enginn vegur upp að Dölum, slæmur og mjög mjór upp fyrir Hraun og því verri inn í Herjólfsdal. Aðeins um miðþorpið var hægt að aka og niður við höfnina, þegar þurrt var. Þess vegna seldi Eyþór bílinn aftur til Reykjavíkur árið eftir.
Fyrsti bílstjóri Vestmannaeyja var því Oddgeir Þórarinsson frá Oddsstöðum. Tók hann próf 20. maí 1918 í Reykjavík og ók umræddum Maxwell bíl fyrst. Síðar ók hann öðrum bílum og var slyngur bílstjóri.
Þótt svona tækist til um fyrsta bílinn hér, var það þó spor í rétta átt og til þess að opna augu manna fyrir bættum skilyrðum með notkun bíla í innanbæjarflutningum. Menn sáu, að allt mundi hafa gengið vel, ef bíll þessi hefði verið minni og léttari í meðferð allri. Bílar gátu sparað mikla vinnu og erfiði, ef hægt var að samræma bíla og vegi.
Þetta varð svo til þess, að árið 1919, í maímán., stofnuðu nokkrir menn, sem voru fullir áhuga, hlutafélagið Bifreiðafélag Vestmannaeyja. Festu þeir kaup á 1/4 tonns Fordbíl í Reykjavík. Hann var óyfirbyggður, og skyldi smíða trog á hann, þegar heim kæmi.

ctr


SIGURSÆLT KNATTSPYRNULIÐ Í EYJUM 1925


Aftasta röð frá vinstri: Hjálmar Eiríksson frá Vegamótum, Jóhann Bjarnasen úr Garðinum, Georg Gíslason frá Stakkagerði, Filippus G. Árnason frá Ásgarði, Kristinn Ólafsson frá Reyni.
Miðröð f.v.: Lárus Árnason frá Búastöðum, Sigurður Sveinsson frá Sveinsstöðum, Árni Árnason frá Grund.
Fremsta röð: Óskar Bjarnasen frá Dagsbrún, Guðmundur Helgason frá Steinum, Jónas Jónsson fá Múla.


Bifreiðafélagið réði svo Lárus Árnason á Búastöðum bílstjóraefni og sendi hann til náms til Reykjavíkur sumarið 1919. Skyldi hann læra meðferð og akstur bíla ásamt meðferð bifreiðavéla. Lærði hann hjá Jóni Sigmundssyni, sem var víst lærður í Ameríku og fyrsti bifreiðastjóri Íslands. Lárus tók próf í ágústmánuði þá um sumarið. Ók hann svo umgetnum Fordara í 1—2 ár í Eyjum, og þótti bíllinn hið mesta þarfaþing þótt lítill væri. Hann var léttur og góður í snúningum og fór því nær þá vegi, sem hestvagn gat farið. Ekki er að efa, að bíll þessi varð til þess, að 1920—21 fara bílar að koma í bæinn, og vegakerfið var bætt til mikilla muna. Hafa vörubílar komið hér að miklu gagni og létt feikna erfiðleikum af mönnum og málleysingjum. Urðu menn fyrst verulega varir við þetta, eftir að vegir komu svo að segja um alla Heimaey, sem um þetta leyti stóð undir miklum ræktunarframkvæmdum.
Mér dettur í hug, í sambandi við ferð Lárusar til Reykjavíkur og nám hans þar, að segja frá dvöl hans að nokkru leyti.
Bifreiðafélagið réði hann sem sagt til sín. Þó gaf hann ekki kost á sér til þessarar farar, nema ég færi með honum. Þetta varð úr. Ég fór með og fylgdi honum eftir sem fylgdar- og aðstoðarmaður. Minnir mig, að félagið tæki einhvern þátt í þeim kostnaði, sem af för minni leiddi. Þótti mér þetta sport mikið. Hafði ég aðeins einu sinni komið til Reykjavíkur, þ.e. árið 1915, en Lárus hafði þar aldrei komið, þótt hann væri þá 23 ára gamall.
Suðurferðin gekk vel og tíðindalítið. Fengum við fæði hjá frænku okkar, Kristínu Gísladóttur frá Stakkagerði og manni hennar Bjarna Sighvatssyni, er þá bjuggu að Grundarstíg 11. Herbergi fengum við á Hverfisgötu 30—32 hjá Guðmundi Jakobssyni, hafnarverði, föður þeirra bræðra Eggerts Gylfers, Þórarins fiðluleikara Guðmundssonar og Guðmundar Guðmundssonar. Það stóð svo heppilega á, að Guðmundur var einhvers staðar úti á landi og fengum við lesstofu hans. Hann var þá við læknisnám. Foreldrar hans leigðu okkur þessvegna herbergi hans, sem var uppi á lofti í húsinu mót austri.
Fyrir neðan gluggann var hús með flötu þaki. Þar var Jón Hermannsson úrsmiður með verkstæði sitt og sölubúð. Var það hús áfast við hús Guðmundar Jakobssonar, svo að gjarna var hægt að fara þar út á þak út um gluggann hjá okkur. Við fórum svo að skoða herbergið, og sýndi húsmóðirin okkur það. Herbergið var ágætt með tveim legubekkjum og vel búið að öðrum húsgögnum. Stór bókaskápur var þar, sem frúin sagði að við mættum taka lesefni úr eftir vild. Á borðinu í miðju herberginu var hlutur, sem mér var ekkert gefið um. Það var höfuðkúpa manns, stór og mikil, sem starði þarna á okkur galtómum augnatóftunum. Heil var hún að öllu og tennur allar stórar og mjalla hvítar. Mér varð hreint ekki um sel að sjá hauskúpuna þarna á borðinu. Hefir frúin sennilega séð á mér, að mér var ekki sama um kúpuna. Hún spurði mjög sakleysislega, hvort okkur væri annars ekki sama, þótt þessi gamla hauskúpa stæði þarna á borðinu. Sagði hún, að sér væri illa við að hreyfa mikið við dótinu hans Mumma eða fara með það inn í annað herbergi. Ég veit ekki, hvað Lárus hugsaði, en ég varð fyrir svörum og sagði, að okkur væri alveg sama, þótt hauskúpan stæði þarna. Jú, ég var svo sem nógu mannalegur!
Herbergið tókum við á leigu og skyldum borga 15 kr. á mánuði auk morgunkaffis. Ég var feginn, þegar leigusamningar okkar voru gerðir og ég komst út úr herberginu út á Hverfisgötuna. Því olli vafalaust hauskúpan hans Mumma.
Ég hálfkveið fyrir um kvöldið að fara þangað heim að sofa, en lét þó á engu bera. Lárus bar sig svo mannalega, að ég hlaut að gera það líka. Þegar upp í herbergið kom, var þar allt með kyrrum kjörum og hauskúpan starði á okkur af borðinu. Ég reyndi að láta mér það í léttu rúmi liggja, þetta dauða augnaráð hennar, og reyndi að horfa sem mest framhjá henni, en það gekk hálf illa. Það var engu líkara en að hún neyddi mig til þess að glápa á sig. Við fórum svo að hátta. Á meðan reyndi ég að hafa í frammi prakkarastrik gagnvart Lárusi. Það var að reyna að snúa hauskúpunni þannig, að hún sneri hnakkanum að mér, en það tókst ekki. Ég skreiddist því upp á dívaninn, tók bók úr skápnum og ætlaði að lesa mig í svefn. Bókin var þá um læknisfræðileg efni og í henni fullt af myndum af beinagrindum og slíku góðgæti. Ég lét hana því strax í skápinn aftur, breiddi upp fyrir höfuð og reyndi að sofna, meðan ég vissi, að Lárus var vakandi. Ég var bullsveittur í rúminu. En loks sofnaði ég, þrátt fyrir augnaráð hauskúpunnar, ef ég gægðist undan sænginni. Mig dreymdi um dauða menn og hauskúpur, sem sóttu að mér úr öllum áttum. Skemmtilegt það! Kl. 6 vaknaði ég í albjörtu, og var þá öll hræðsla mín horfin. Ég fór því fram úr, opnaði gluggann. Það var bezta veður, en Lárus svaf ennþá. Mér varð þá litið niður á flata þakið og brá heldur en ekki, er ég leit þar rétt við gluggann stóran trékassa. Hann var opinn. Þar gaf að líta allskonar mannabein, lærleggi, rifbein og eina stóra hauskúpu, engu minni en þá, sem inni á borðinu stóð. Ég segi ykkur satt, að ég var fljótur að loka glugganum, flýja upp á dívaninn og breiða sængina upp fyrir höfuð. Ekki var um frekari svefn að ræða. Mér leið hálfilla innan um þessi leikföng hans Mumma. Ef ég gægðist undan sænginni, starði hauskúpan á mig af borðinu, og fannst mér stundum, eins og hún hreyfa sig og opna skoltinn og japla saman tanngörðunum. Virtist mér hún þá vera að segja eitthvað með hinni merkilegu ásjónu sinni og augnaráði, glottandi og japlandi. Lárus vildi ég ekki vekja, því að mér fannst skömm að þessari hræðslu. En feginn varð ég, þegar hann vaknaði um kl. 7. Það hafði verið langur klukkutími.
Nokkrum dögum síðar var ég farinn að trúa sjálfum mér fyrir því, að mér væri sama um þessa á borðinu, en sannleikurinn er sá, að það var aðeins á daginn. Oftast setti að mér einhvern geig á nóttinni, er ég vaknaði, leit yfir á borðið og sá hana skjannahvíta stara á mig í hálfrokknu herberginu, eins og hálf glottandi. Eitt fannst mér hálf einkennilegt lengi vel. Þó að ég á daginn snéri hauskúpunni á borðinu þannig, að hnakkinn vissi að mínu rúmi, var hún ávallt komin í öfuga stöðu, ef ég vaknaði á nóttinni, þannig að ásjónan, ef svo mætti segja um galtóma hauskúpu, vissi alltaf að mér.
Seinna komst ég að því, að Lárus sneri henni líka frá sér. Það var þessvegna ekki von að hauskúpan væri róleg á borðinu.
Kvöld eitt kom Guðmundur læknir heim og inn til okkar í herbergið, tók hauskúpuna af borðinu, strauk hana alla ósköp blíðlega og sagði: „Ég ætla að taka hana inn til mín og leika mér að henni í kvöld.“ Eflaust hefir hann þá eitthvað ætlað að rannsaka hana blessaða. Ég var sárfeginn, og það hygg ég Lárus hafi líka verið. Hauskúpuna sáum við svo ekki framar, því að Guðmundur var það, sem eftir var af dvaldartíma okkar á heimili hans, vestur á loftinu og handlék þar eflaust bækur og bein í sambandi við nám sitt.
En beinin á flata þakinu höfðum við áfram við gluggann okkar. Datt mér oft í hug að láta lokið yfir kassann, svo að þau væru þó ekki ber fyrir roki og regni, en aldrei hafði ég mig í að gera það. Vegna hræðslu? Já, sennilega. Okkur var líka farið að detta í hug, að hauskúpan þar yrði flutt inn á borðið okkar, því að óneitanlega gerði það herbergið sérkennilegt í allri umgengni, en svo var þó ekki. Hún lá í kassanum, þegar við fórum úr herberginu.
Ég varð feginn, þegar Lárus tók prófið hjá Jóni Sigmundssyni og við fórum heim, því að einhvernveginn leið mér hálf illa þarna á Hverfisgötunni, þrátt fyrir það að fólkið var okkur sérlega vinveitt og gott. En það voru mannabeinin, þessi sérstæðu leikföng hans Guðmundar læknis, sem settu mig úr öllu jafnvægi. Þó voru þetta aðeins bein frá löngu liðnum tímum, bein, sennilega alveg eins og í mér sjálfum, aðeins bein.

Á.Á.