„Ritverk Árna Árnasonar/Slys í Geirfuglaskeri“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: <br> <br> <br> <center>Úr fórum Árna Árnasonar</center> <big><big><center> Slys í Geirfuglaskeri</center></big></big> Ekki er nú vitað um nema einn mann, sem hrapað hefir...) |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Slys í Geirfuglaskeri“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 3. september 2013 kl. 22:14
Ekki er nú vitað um nema einn mann, sem hrapað hefir úr Geirfuglaskeri í Eyjum. Það er Sigurður Einarsson frá Norðurgarði.
Hann var vanur bjarggöngumaður og hafði farið víða um Eyjarnar til veiða og eggjatöku. Hann var við eggjatöku í Geirfuglaskeri, þegar hann hrapaði 1. júní 1929.
Hann var fæddur 16. júní 1895, sonur Einars bónda í Norðurgarði Jónssonar og konu hans Árnýjar Einarsdóttur.