„Hlöðver Johnsen“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 8: | Lína 8: | ||
Hann var landskunnur [[Fuglaveiðar|fuglafangari]] og kleif m.a. Eldey fjórum sinnum. Hann stundaði lundaveiði og eggjatöku frá unga aldri til dauðadags, aðallega í [[Bjarnarey]]. Hlöðver skrifaði bókina Bergið klifið, en það eru minningar hans frá æskuárum þar sem lýst er lífinu í byggðinni [[ofanbyggjarar|fyrir ofan hraun]] auk þess sem veiðimennsku í úteyjum eru þar gerð góð skil. | Hann var landskunnur [[Fuglaveiðar|fuglafangari]] og kleif m.a. Eldey fjórum sinnum. Hann stundaði lundaveiði og eggjatöku frá unga aldri til dauðadags, aðallega í [[Bjarnarey]]. Hlöðver skrifaði bókina Bergið klifið, en það eru minningar hans frá æskuárum þar sem lýst er lífinu í byggðinni [[ofanbyggjarar|fyrir ofan hraun]] auk þess sem veiðimennsku í úteyjum eru þar gerð góð skil. | ||
Hlöðver var kvæntur [[Sigríður Haraldsdóttir|Sigríði Haraldsdóttur]] frá [[Garðshorn við Heimagötu|Garðshorni]] og áttu þau fimm börn saman, en fyrir átti Sigríður eitt barn. | Hlöðver var kvæntur [[Sigríður Haraldsdóttir (Saltabergi)|Sigríði Haraldsdóttur]] frá [[Garðshorn við Heimagötu|Garðshorni]] og áttu þau fimm börn saman, en fyrir átti Sigríður eitt barn. | ||
Börnin eru: Ágústa Guðmundsdóttir, Margrét, Sigríður, Anna Svala, Haraldur og Svava. Árið 1952 byggðu þau sér húsið [[Saltaberg (hús)|Saltaberg]] og þótti arkítektúr þess á þeim tíma mjög sérstakur og þykir raunar enn. | Börnin eru: Ágústa Guðmundsdóttir, Margrét, Sigríður, Anna Svala, Haraldur og Svava. Árið 1952 byggðu þau sér húsið [[Saltaberg (hús)|Saltaberg]] og þótti arkítektúr þess á þeim tíma mjög sérstakur og þykir raunar enn. | ||
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: [[Ritverk Árna Árnasonar/Hlöðver Johnsen]] | |||
= Myndir = | |||
<Gallery> | <Gallery> | ||
Mynd:KG-mannamyndir 4545.jpg | Mynd:KG-mannamyndir 4545.jpg |
Núverandi breyting frá og með 14. ágúst 2013 kl. 17:09
Jón Hlöðver Á. Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum 11. febrúar 1919 og lést 10. júlí 1997, 78 ára gamall. Hann var sonur hjónanna Árna J. Johnsen og Margrétar Mörtu Jónsdóttur frá Suðurgarði. Súlli, eins og Hlöðver var jafnan kallaður, ólst að miklu leyti upp hjá móðurafa sínum og ömmu í Suðurgarði, þeim Jóni Guðmundssyni og Ingibjörgu Jónsdóttur.
Hann lauk prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, iðnskóla og matsveinaskóla. Hann var sjómaður í nokkur ár og útgerðarmaður, gerði m.a. út hið þekkta skip Gottu VE sem áður hafði farið í frægan leiðangur til Grænlands að sækja sauðnaut. Hann starfaði við verslunarstörf um hríð og var bankastarfsmaður í 12 ár.
Hann starfaði með vísindamönnum við rannsóknir á nýja hrauninu á Heimaey og síðar við hraunhitaveituna.
Hann var landskunnur fuglafangari og kleif m.a. Eldey fjórum sinnum. Hann stundaði lundaveiði og eggjatöku frá unga aldri til dauðadags, aðallega í Bjarnarey. Hlöðver skrifaði bókina Bergið klifið, en það eru minningar hans frá æskuárum þar sem lýst er lífinu í byggðinni fyrir ofan hraun auk þess sem veiðimennsku í úteyjum eru þar gerð góð skil.
Hlöðver var kvæntur Sigríði Haraldsdóttur frá Garðshorni og áttu þau fimm börn saman, en fyrir átti Sigríður eitt barn. Börnin eru: Ágústa Guðmundsdóttir, Margrét, Sigríður, Anna Svala, Haraldur og Svava. Árið 1952 byggðu þau sér húsið Saltaberg og þótti arkítektúr þess á þeim tíma mjög sérstakur og þykir raunar enn.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Hlöðver Johnsen