„Blik 1957/Ég þakka“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1957 =''Ég þakka''= <br> <br> ''Ársritið okkar er nú starra og meira að vöxtum en nokkru sinni fyrr. Dálítill snefill af vissri mannlegri tilfinn...)
 
m (Verndaði „Blik 1957/Ég þakka“ [edit=sysop:move=sysop])
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda)
Lína 5: Lína 5:




=''Ég þakka''=
<big><big><big><big><center>''Ég þakka''</center></big></big></big></big>
<br>
<br>
<br>
''Ársritið okkar er nú starra og meira að vöxtum en nokkru sinni fyrr. Dálítill snefill af vissri mannlegri tilfinningu bærist með mér og veldur því, að ég hefi lagt óvenju mikla vinnu í ritið nú og teflt á tœpasta vaðið um fjárhag þess. Ástæðan er sú, að ég hefi á þessu ári lokið 30 starfsárum hér í Eyjum. <br>
''Ársritið okkar er nú starra og meira að vöxtum en nokkru sinni fyrr. Dálítill snefill af vissri mannlegri tilfinningu bærist með mér og veldur því, að ég hefi lagt óvenju mikla vinnu í ritið nú og teflt á tœpasta vaðið um fjárhag þess. Ástæðan er sú, að ég hefi á þessu ári lokið 30 starfsárum hér í Eyjum. <br>

Núverandi breyting frá og með 11. apríl 2013 kl. 14:31

Efnisyfirlit 1957



Ég þakka


Ársritið okkar er nú starra og meira að vöxtum en nokkru sinni fyrr. Dálítill snefill af vissri mannlegri tilfinningu bærist með mér og veldur því, að ég hefi lagt óvenju mikla vinnu í ritið nú og teflt á tœpasta vaðið um fjárhag þess. Ástæðan er sú, að ég hefi á þessu ári lokið 30 starfsárum hér í Eyjum.
Unglingaskóla Vestmannaeyja tók ég við 28. sept. 1927 með 9 nemendum. Mér hnykkti við. Þá munu hafa búið hér rúmlega 3 þúsundir manna. Þá var skólinn einnig á hrakhólum með húsnæði og mörg ár eftir það.
Árið 1936 hófum við að gefa út ritið okkar, Blik. Þá eina örk þrisvar á ári, samtals 48 blaðsíður. Þá þegar mættum við velvild og skilningi um útgáfu ritsins og nutum fjárhagslegs stuðnings ýmissa mœtra manna.
Við samanburð á fortíð og nútíð verður naumast annað áyktað en að nokkuð hafi áunnizt í starfinu í heild.
Við þessi tímamót er það fjarri mér að minnast ekki með þakklæti þeirra manna og kvenna hér í bæ, sem bæði fyrr og síðar hafa mætt mér miðra garða í starfi með velvild og skilningi, hvatt og styrkt í orði og verki. Þeim færi ég nú öllum mínar alúðarfyllstu þakkir. — Engan skugga ber á minningar mínar frá liðnum árum, þó að Eyjabúar hafi ekki allir verið á eitt sáttir um störf mín og stefnur í uppeldis- og frœðslumálum eða öðrum athöfnum. Frá mínum bæjardyrum séð, hafa þau átök jafnan orðið störfunum til framdráttar, brýnt viljann og eflt starfsorkuna. Lognmollan er oft verst og veldur minnstri grósku. Að því gœti ég fært skýr rök með dæmum úr bæjarlífinu.
Uppeldismálin verða jafnan öðrum þræði mál málanna í sérhverju bæjar- og sveitarfélagi. Þau eru bæði margþætt og vandasöm. Ég vona, að mér endist enn heilsa og líf nœstu ár til þess að vinna að þessum málum hér með Eyjabúum og fyrir þá.
Þá þakka ég samkennurum mínum góð og ánœgjuleg samstörf þessa liðnu áratugi. Við íhugun og hugleiðingar finnst mér, að þeir hafi lang flestir verið samvizkusamir og skylduræknir kennarar, eftir því sem efni stóðu til með hverjum einum.
Við höfum viljað og viljum vinna að heill og hamingju æskulýðsins, honum sjálfum og þjóðfélaginu til láns og lífs, efla barnalán foreldra eða bjarga því og koma sem allra flestum til nokkurs þroska. Þetta verður einnig kjarninn í kjörorði okkar og skólans um ókomin ár.

ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON.