„Blik 1972/Gamlar myndir“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda) | |||
Lína 13: | Lína 13: | ||
[[Mynd: 1972 b 86 A.jpg|400px|left|thumb | [[Mynd: 1972 b 86 A.jpg|400px|left|thumb]] | ||
Lína 29: | Lína 20: | ||
''Þessi mynd er nýlega fundin í fórum eins góðkunningja Bliks. Við þykjumst þekkja Jón heitinn Jónsson, sjómann frá Ólafshúsum, lengst til vinstri á myndinni. Hver getur gefið okkur nöfn hinna sjómannanna? - Þessi mynd getur haft sögulegt gildi. Sjóklæðin eru nokkuð mismunandi. Einn sjómananna klæðist síðum olíubornum sjóstakk; annar er klæddur „doppu“, síðum gráum vaðmálsstakk af enskri gerð. Þannig sáust oft enskir togarasjómenn klæddir áður fyrr a.m.k. Hinir tveir sjómennirnir eru í olíubornum sjóklæðum, kápu og buxum.'' | |||
Lína 34: | Lína 26: | ||
<center>[[Mynd: 1972 b 47 AA.jpg|ctr|400px]]</center> | |||
<center>''Norðurgarðsbæirnir í Eyjum.''</center> | |||
Núverandi breyting frá og með 27. mars 2013 kl. 19:18
Þessi mynd mun hafa verið tekin fyrir um 30 árum. Hún er af kunnum byggingum við Vestmannabrautina. Þær eru þessar frá vinstri: Viðey (nr. 30, byggð 1921); Nýja-bíó (Vestmannabraut 28, nú Vörugeymsluhús Heildverzlunar Heiðmundar Sigurmundssonar, byggt 1919) ; Lyfjabúðin (Stakkahlíð, Arnarholt), byggt 1906) ; Símstöðin, sem byggð var að einhverju leyti a.m.k. 1911.
Þessi mynd er nýlega fundin í fórum eins góðkunningja Bliks. Við þykjumst þekkja Jón heitinn Jónsson, sjómann frá Ólafshúsum, lengst til vinstri á myndinni. Hver getur gefið okkur nöfn hinna sjómannanna? - Þessi mynd getur haft sögulegt gildi. Sjóklæðin eru nokkuð mismunandi. Einn sjómananna klæðist síðum olíubornum sjóstakk; annar er klæddur „doppu“, síðum gráum vaðmálsstakk af enskri gerð. Þannig sáust oft enskir togarasjómenn klæddir áður fyrr a.m.k. Hinir tveir sjómennirnir eru í olíubornum sjóklæðum, kápu og buxum.
Aftari röð frá vinstri: Guðrún Ágústsdóttir frá Úthlíð, Júlía Kristmannsdóttir frá Steinholti, Hlíf Þórarinsdóttir frá Lundi, Þóra Gísladóttir frá Görðum, Lilja Ólafsdóttir frá Strönd, Sigrún Guðjónsdóttir frá Svanhóli, Aðalheiður Jónsdóttir.
Fremri röð frá vinstri: Jónína Helgadóttir frá Dalbæ, Ásta Þorsteinsdóttir frá Laufási, Margrét Guðmundsdóttir frá Grafarholti, frú Matthildur Sveinsdóttir frá Akranesi, kennslukona í matreiðslu, Eva Andersen frá Sólbakka, Elín Jónsdóttir frá Ólafshúsum.
Mynd þessi er af vestmannaeyískum blómarósum, sem sóttu matreiðslunámskeið Kvenfélagsins Líknar, er það hélt í kjallara Nýja-bíós (nr. 28 við Vestmannabraut) árið 1926.
Stakkahlíð (Vestmannabraut 26), séð að norðan. Byggð 1906. Lyfjabúð Vestmannaeyja síðan 1913 og hét þá Arnarholt. - Sú villa hafði slæðzt inn í Blik 1971 (bls. 72), að Bernótus Sigurðsson hefði byggt Stakkahlíðina. Það var missögn. Hús þetta byggði Guðjón Þorvaldsson, sem síðan flutti til Ameríku.
Hér birtir Blik mynd af kunnum hjónum á sínum búskaparárum í Austur-Skaftafellssýslu. Þetta eru hjónin Þórður bóndi Þorláksson og Ingibjörg Tómasdóttir. Ingibjörg húsfreyja var fædd að Breiðuhlíð í Mýrdal árið 1891. Þau Þórður og Ingibjörg gengu í hjónaband árið 1910 og hófu búskap skömmu síðar í Hæðargarði í Landbroti. Þar bjuggu þau til ársins 1922. Þá tóku þau aðra jörð til ábúðar. Þau fluttust þá að Hryggjum í Mýrdal og hófu þar búskap að nýju.
Árið 1937 missti Þórður bóndi konu sína á bezta aldursskeiði. Þórður bóndi bjó þó áfram á Hryggjum næstu níu árin með dætrum sínum eða til ársins 1946. Þá hætti hann búskap og fluttist til Víkur. Þar settist hann að hjá dóttur sinni, Steinunni, og tengdasyni, Sigurði Hallgrímssyni. Þar lézt hann nær níræður að aldri 17. nóvember 1968.
Dætur þeirra hjóna, sem með þeim eru á myndinni, taldar frá vinstri: Steinunn, Jónína og Margrét. Fjórða dóttir þeirra hjóna, Sigríður, mun ekki hafa verið fædd, þegar myndin var tekin.
Fullorðna konan lengst til hægri á myndinni er Steinunn móðir Þórðar bónda og þeirra systkina, en þau voru sex talsins.
(Heimildarmaður minn er Þórður Stefánsson, bókavörður, Vík í Mýrdal).