„Vilpa“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
(mynd) |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Vilpa01.jpg|right|thumb|250px|Vilpa]] | [[Mynd:Vilpa.jpg|right|thumb|250px|Vilpa]] | ||
[[Mynd:vilborgarstadir_og_vipla.jpg|thumb|250px|Vilborgarstaðir og Vilpa.]] | [[Mynd:Vilpa01.jpg|right|thumb|250px|Vilpa. Fjær og fyrir miðju er [[Mylluhóll]], nær og til hægri er [[Brennihóll]] / [[Þerrihóll]]. Vinstra megin sér í [[Vilborgarstaðir|Eystri Vilborgarstaði]] / ([[Gústubær|Gústubæ]]) og fjær er fjós [[Loftur Jónsson|Lofts bónda]] og [[Ágústína Þórðardóttir|Gústu]].]] | ||
[[Mynd:vilborgarstadir_og_vipla.jpg|thumb|250px|Vilborgarstaðir og Vilpa. Nær og til vinstri er [[Skáli|Litli- Hlaðbær]].]] | |||
Vilpa var eitt af fjórum vatnsbólum í Vestmannaeyjum. Hún stóð sunnan við Vilborgarstaði og fyllt var upp í hana árið 1972 eftir að barn hafði drukknað þar. Vilpa fór undir hraun árið 1973. | Vilpa var eitt af fjórum vatnsbólum í Vestmannaeyjum. Hún stóð sunnan við Vilborgarstaði og fyllt var upp í hana árið 1972 eftir að barn hafði drukknað þar. Vilpa fór undir hraun árið 1973. | ||
Núverandi breyting frá og með 14. desember 2012 kl. 10:27
Vilpa var eitt af fjórum vatnsbólum í Vestmannaeyjum. Hún stóð sunnan við Vilborgarstaði og fyllt var upp í hana árið 1972 eftir að barn hafði drukknað þar. Vilpa fór undir hraun árið 1973.
Nokkrar þjóðsögur tengjast Vilpu eins og þjóðsagan um Herjólf og Vilborgu.
Samkvæmt gamalli þjóðtrú í Eyjum áttu Tyrkir að ræna þar á ný ef þrír atburðir gerðust samtímis. Þessir atburðir voru:
- 1) Að byggð færi vestur fyrir Hástein.
- 2) Að vatnsbólið í Vilpu legðist af.
- 3) Að biskupssonur vígðist til prests í Vestmannaeyjum.
Árið 1973 hafði tvennt af þessu gerst, byggðin var komin vestur fyrir Hástein og fyllt hafði verið upp í Vilpu. Og stutt var í þriðja atburðinn, þar sem séra Karl Sigurbjörnsson, biskupssonur, hafði sótt um prestsembætti í Eyjum. Raunar rændu Tyrkir ekki en annar atburður átti sér stað, eldgosið í Heimaey, og vildu einhverjir tengja það við þjóðtrúna gömlu. Í raun stenst það ekki þar sem séra Karl hafði ekki vígst hingað þegar gosið hófst. Til marks um það hve slíkar spár áttu enn hljómgrunn meðal fólks, gerðist það að einhverjir vildu fara þess á leit við séra Karl að hann hætti við að taka brauðið í Eyjum. Af því varð þó ekki og stundaði séra Karl sitt starf með miklum sóma á þessum erfiðu tímum.
Úr örnefnaskrá Gísla Lárussonar
Sunnan við Vilborgarstaði hefur fram að 1890 verið aðal vatnsból Eyjamanna. Stendur vatn þetta í laut árið um kring, en þornar upp í allra mestu þurrkum á sumrum. Var hér hlaðinn garður, um 1880, svo gripir ekki gengju út í vatnið – sem þangað til hafði átt sér stað. Var vatn þetta fullt af graslús, brúnklukkum og kolmórautt á lit, svo sía varð það vandlega áður en drekkandi væri. Á vatnsból þetta fyrst að hafa verið byggt af Vilborgu Herjólfsdóttir landnámsmanns – sem Vilborgarstaðir eiga að vera nefndir eftir – og ummæli hennar að engum skyldi af vatninu meint verða, meðan tjörnin væri kölluð Vilpa (af Vilborgu. Ævagömul sögn) og svo er hún kölluð enn í dag.
Heimildir
- Gísli Lárusson. 1914 Örnefni á Vestmannaeyjum. Örnefnastofnun Íslands