Brennihóll

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Þerrihóll)
Fara í flakk Fara í leit
Vilpa. Sér í austurhluta Austari Vilborgarstaða (Gústubæ). Til hægri er Brennihóll, (Þerrihóll). Fjær sér á Mylluhól.

Brennihóll eða Brennuhóll eða Þerrihóll var hóll landnorður af Vilpu og austur af Austari Vilborgarstöðum. Var hann við Austurveginn norðanverðan, nær Vilborgarstöðum en Vallartúni. Á honum var kynt bál („kyntur viti”), þegar póstur fór frá Eyjum til lands og menn áttu að vera viðbúnir í Sandi til að taka á móti bátnum. Við Bakka í Landeyjum var einnig kynt bál, er póstur fór til Eyja.

Af Þerrihólsnafninu má ætla, að þar hafi verið þurrkaður þvottur („breitt á blæ”).


Heimildir